Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

doktor.is

Geta fiskar lifað í geimnum?

Fiskar geta ekki lifað í geimnum.

Óvarðir og án útbúnaðar geta fiskar ekki lifað í geimnum, ekki frekar en menn. Fiskar draga súrefni úr vatni og það er ekkert vatn úti í geimnum. Jafnvel þótt fiskurinn fengi vatnsskál festa á hausinn á sér, eins og geimfarar eru með hjálma, myndi hinn lági þrýstingur í geimnum örugglega drepa hann. Í þessu samhengi má benda á svar við spurningunni Hvað yrði fyrst til að drepa óvarinn mann úti í geimnum?

En dýr, rétt eins og menn, geta lifað úti í geim við réttar aðstæður. Ýmiss konar dýr hafa verið send út í geiminn, fyrst án manna á meðan verið var að kanna hvort óhætt væri að senda lífverur út í geim. Eftir að mannaðar geimferðir hófust hafa dýr áfram farið með í því skyni að gera á þeim ýmiss konar rannsóknir. Fiskar fóru í fyrsta skipti út í geiminn árið 1973 en þeir voru af tegund sem á ensku kallast mummichog (Fundulus heteroclitus). Síðan hafa fiskar af fleiri tegundum fylgt í kjölfarið.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012.

Útgáfudagur

18.6.2012

Spyrjandi

Aron Bessi Vésteinsson, f. 1996

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Tilvísun

Ernir Arnarson, Guðjón Karl Ólafsson og Kristján Frosti Bjarnason. „Geta fiskar lifað í geimnum?“ Vísindavefurinn, 18. júní 2012. Sótt 14. desember 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=48981.

Ernir Arnarson, Guðjón Karl Ólafsson og Kristján Frosti Bjarnason. (2012, 18. júní). Geta fiskar lifað í geimnum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=48981

Ernir Arnarson, Guðjón Karl Ólafsson og Kristján Frosti Bjarnason. „Geta fiskar lifað í geimnum?“ Vísindavefurinn. 18. jún. 2012. Vefsíða. 14. des. 2017. <http://visindavefur.is/svar.php?id=48981>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Tvínafnakerfi

Svíinn Carl von Linné lagði grunninn að tvínafnakerfi líffræðinnar og flokkunaraðferðum sem þar er beitt. Tvínafnakerfið er notað til flokkunar á öllum lífverum, fyrra heitið stendur fyrir ættkvíslina en það síðara táknar tegundarheitið. Áður en Linné kom til sögunnar var fræðilegt heiti hunangsflugunnar alls 12 orð en með tvínafnakerfinu varð það einfaldlega Apis mellifera.