Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:24 • Sest 14:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:18 • Síðdegis: 21:34 í Reykjavík

Af hverju lifa fiskar í sjó en ekki á himninum?

ÍDÞ

Lífið á jörðinni hófst í hafinu en fyrir tæpum 400 milljónum ára hófst landnám hryggdýra. Áframhaldandi þróun varð og á endanum urðu til að mynda fuglar til. Eins og við vitum lifa fiskar í sjónum og öðrum vötnum en fuglarnir fljúga um himininn. Fiskar eru þannig ekki útbúnir fyrir líf á þurru landi. Þegar hryggdýrin hófu landnám fyrir 400 milljónum ára aðlöguðust þau lífi á landi og þróuðu með sér aðra eiginleika sem voru betur til þess fallnir að lifa af á landi. Ef fiskar lifðu á landi eða jafnvel himninum myndu þeir eflaust líta allt öðruvísi út og ekki er endilega víst að við myndum kalla þá fiska.

Þó mætti eflaust hugsa sér að þegar tungumálið varð til hefðu fiskar verið kallaðir fuglar og öfugt. En fiskar í þeirri mynd sem við þekkjum þá hafa einfaldlega ekki þá eiginleika sem þarf til að lifa á himninum, til dæmis vængi fyrir flug.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

23.5.2011

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

ÍDÞ. „Af hverju lifa fiskar í sjó en ekki á himninum? “ Vísindavefurinn, 23. maí 2011. Sótt 8. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=59810.

ÍDÞ. (2011, 23. maí). Af hverju lifa fiskar í sjó en ekki á himninum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59810

ÍDÞ. „Af hverju lifa fiskar í sjó en ekki á himninum? “ Vísindavefurinn. 23. maí. 2011. Vefsíða. 8. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59810>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju lifa fiskar í sjó en ekki á himninum?
Lífið á jörðinni hófst í hafinu en fyrir tæpum 400 milljónum ára hófst landnám hryggdýra. Áframhaldandi þróun varð og á endanum urðu til að mynda fuglar til. Eins og við vitum lifa fiskar í sjónum og öðrum vötnum en fuglarnir fljúga um himininn. Fiskar eru þannig ekki útbúnir fyrir líf á þurru landi. Þegar hryggdýrin hófu landnám fyrir 400 milljónum ára aðlöguðust þau lífi á landi og þróuðu með sér aðra eiginleika sem voru betur til þess fallnir að lifa af á landi. Ef fiskar lifðu á landi eða jafnvel himninum myndu þeir eflaust líta allt öðruvísi út og ekki er endilega víst að við myndum kalla þá fiska.

Þó mætti eflaust hugsa sér að þegar tungumálið varð til hefðu fiskar verið kallaðir fuglar og öfugt. En fiskar í þeirri mynd sem við þekkjum þá hafa einfaldlega ekki þá eiginleika sem þarf til að lifa á himninum, til dæmis vængi fyrir flug.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....