Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju lifa fiskar í vatni?

JMH

Ef fiskar lifðu á landi þá myndu þeir væntanlega líta allt öðruvísi út en þeir fiskar sem við þekkjum í dag. Þá hefðu þeir nefnilega aðlagast lífi á landi og það er alls ekki víst að við mundum kalla þá fiska! Engu að síður geta sumir fiskar lifað á landi um stundarsakir, en það eru eingöngu fiskar sem hafa einhvers konar lungu og ná því að vinna súrefni úr andrúmsloftinu. Þessir fiskar kallast lungnafiskar.

Ástralskur lungnafiskur (Neoceratodus forsteri).

Lungafiskurinn er þó mjög bundinn við vatn og getur ekki lifað lengi við aðstæður sem flest spendýr, fuglar eða skriðdýr búa við. Lífið á jörðunni hófst í hafinu og þar komu fyrstu dýrin fram og þar á meðal fyrstu hryggdýrin. Fiskar eru meðal fyrstu hryggdýra og langelsti hópur hinna fimm flokka hryggdýra. Þegar landnámið mikla hófst komu froskdýr fram á sjónarsviðið og seinna skriðdýr.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

19.11.2008

Síðast uppfært

1.11.2022

Spyrjandi

Viktoría Lind Gunnarsdóttir, f. 1996

Tilvísun

JMH. „Af hverju lifa fiskar í vatni?“ Vísindavefurinn, 19. nóvember 2008, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50156.

JMH. (2008, 19. nóvember). Af hverju lifa fiskar í vatni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50156

JMH. „Af hverju lifa fiskar í vatni?“ Vísindavefurinn. 19. nóv. 2008. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50156>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju lifa fiskar í vatni?
Ef fiskar lifðu á landi þá myndu þeir væntanlega líta allt öðruvísi út en þeir fiskar sem við þekkjum í dag. Þá hefðu þeir nefnilega aðlagast lífi á landi og það er alls ekki víst að við mundum kalla þá fiska! Engu að síður geta sumir fiskar lifað á landi um stundarsakir, en það eru eingöngu fiskar sem hafa einhvers konar lungu og ná því að vinna súrefni úr andrúmsloftinu. Þessir fiskar kallast lungnafiskar.

Ástralskur lungnafiskur (Neoceratodus forsteri).

Lungafiskurinn er þó mjög bundinn við vatn og getur ekki lifað lengi við aðstæður sem flest spendýr, fuglar eða skriðdýr búa við. Lífið á jörðunni hófst í hafinu og þar komu fyrstu dýrin fram og þar á meðal fyrstu hryggdýrin. Fiskar eru meðal fyrstu hryggdýra og langelsti hópur hinna fimm flokka hryggdýra. Þegar landnámið mikla hófst komu froskdýr fram á sjónarsviðið og seinna skriðdýr.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...