Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort erum við komin af öpum eða fiskum?

ÞV

Því miður er ekki fullljóst hvað átt er við með spurningunni. Mennirnir eru ekki "komnir af" þeim tegundum lífríkisins sem lifa á jörðinni núna. Hins vegar er allt líf á jörð komið af einni rót, og því eiga allar lífverur á jörðinni sér sameiginlegan forföður ef rakið er nógu langt aftur í tímann. Tími jarðsögu og þróunar er hins vegar svo óralangur að við eigum erfitt með að gera okkur það í hugarlund.

Hinn sameiginlegi forfaðir manna og apa er ekki ýkja langt undan á mælikvarða þróunarsögunnar. Forfaðir fiska og manna var hins vegar til miklu, miklu fyrr í sögunni. Meðal annars þess vegna erum við miklu "skyldari" og líkari öpum en fiskum. Þetta er svipað því að við erum skyldari þeim sem eiga sama afa og við sjálf heldur en þeim sem eiga bara sama langalangafa og við.

Ef til vill hefur spyrjandi heyrt um það að vatn skipti miklu máli á frumstigum lífs hér á jörðinni, og þess vegna dottið í hug að spyrja sérstaklega um fiska. Fiskar teljast hins vegar til hryggdýra eins og við og því var liðinn langur tími í þróunarsögunni þegar sameiginlegur forfaðir manna og fiska kom til skjalanna. Menn eru þannig mun skyldari fiskum en hryggleysingjum, til dæmis skordýrum.

Í þessu viðfangi bendum við einnig á svar Einars Árnasonar við spurningunni Höfum við beina línu forfeðra frá öpum til nútímamanns eða vantar enn "týnda hlekkinn"? og svar Guðmundar Eggertssonar við Hver er erfðafræðilegi munurinn á manni og mannapa? Er órangútan ekki 97% maður?

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

28.2.2000

Spyrjandi

Una Jóhannesdóttir, fædd 1987

Tilvísun

ÞV. „Hvort erum við komin af öpum eða fiskum?“ Vísindavefurinn, 28. febrúar 2000, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=154.

ÞV. (2000, 28. febrúar). Hvort erum við komin af öpum eða fiskum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=154

ÞV. „Hvort erum við komin af öpum eða fiskum?“ Vísindavefurinn. 28. feb. 2000. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=154>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort erum við komin af öpum eða fiskum?
Því miður er ekki fullljóst hvað átt er við með spurningunni. Mennirnir eru ekki "komnir af" þeim tegundum lífríkisins sem lifa á jörðinni núna. Hins vegar er allt líf á jörð komið af einni rót, og því eiga allar lífverur á jörðinni sér sameiginlegan forföður ef rakið er nógu langt aftur í tímann. Tími jarðsögu og þróunar er hins vegar svo óralangur að við eigum erfitt með að gera okkur það í hugarlund.

Hinn sameiginlegi forfaðir manna og apa er ekki ýkja langt undan á mælikvarða þróunarsögunnar. Forfaðir fiska og manna var hins vegar til miklu, miklu fyrr í sögunni. Meðal annars þess vegna erum við miklu "skyldari" og líkari öpum en fiskum. Þetta er svipað því að við erum skyldari þeim sem eiga sama afa og við sjálf heldur en þeim sem eiga bara sama langalangafa og við.

Ef til vill hefur spyrjandi heyrt um það að vatn skipti miklu máli á frumstigum lífs hér á jörðinni, og þess vegna dottið í hug að spyrja sérstaklega um fiska. Fiskar teljast hins vegar til hryggdýra eins og við og því var liðinn langur tími í þróunarsögunni þegar sameiginlegur forfaðir manna og fiska kom til skjalanna. Menn eru þannig mun skyldari fiskum en hryggleysingjum, til dæmis skordýrum.

Í þessu viðfangi bendum við einnig á svar Einars Árnasonar við spurningunni Höfum við beina línu forfeðra frá öpum til nútímamanns eða vantar enn "týnda hlekkinn"? og svar Guðmundar Eggertssonar við Hver er erfðafræðilegi munurinn á manni og mannapa? Er órangútan ekki 97% maður?...