Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Höfum við beina línu forfeðra frá öpum til nútímamanns eða vantar enn "týnda hlekkinn"?

Einar Árnason

Upphaflega spurningin var sem hér segir:
Höfum við beina línu forfeðra frá öpum til nútímamanns eða vantar ennþá hinn svonefnda "týnda hlekk" til að tengja nútímamanninn við háþróuðustu frummenn?
Með spurningunni er lagt fyrir einskonar krossapróf með tveimur tæmandi kostum: Veldu annaðhvort a) það er til bein lína eða b) það vantar hlekk í keðjuna. Hér verður hins vegar valinn þriðji kosturinn sem er að hvorki a)b) eigi við, og svara þannig báðum spurningum neitandi. Stigbeyging þróunar (þróaður, þróaðri og þróaðastur), sem kemur oft fram í umræðum um þessa hluti, á ekki við um þróun mannsins frekar en annarra tegunda. Hvert er þá svarið? Í einni setningu er það: Eitt sinn vorum við ekki ein.

Í ágætri, nýlegri grein með sama titli í bandaríska vísindatímaritinu Scientific American lýsir Ian Tattersall því hvernig maðurinn hefur átt að minnsta kosti 15 frændtegundir í sögu sinni. Þær eru nú útdauða án þess að hafa skilið eftir sig neina afkomendur. Steingervingafræðin kennir að meira en 99,9% allra tegunda eru útdauða án þess að hafa skilið eftir sig neina afkomendur. Útdauði tegunda er því eitt mikilvægasta lögmál þróunarfræðinnar. Allar tegundir munu verða útdauða. Þróun margra hópa má lýsa með samlíkingu við trjárunna sem byrjar með margar, margar greinar frá rót og svo deyja sumar. Steingervingar sem finnast í Burgess setlögunum í Bresku Kólombíu í Kanada sýna hvernig mikill fjölbreytileiki lífvera varð til í byrjun og síðan dóu margar út og fjölbreytileikinn minnkaði. Þetta er öfugt við það sem oft er haldið að tré lífsins hafi einn stofn sem fái svo æ greinóttari kórónu. Stephen Gould lýsir þessu ágætlega í bókinni Wonderful life. Tattersall lýsir því hvernig þróun mannsins gerðist á svipaðan hátt.

Fyrir 1,8 til 1,9 miljónum ára voru að minnsta kosti fjórar tegundir manna í Afríku. Þær voru handlagni maðurinn, Homo habilis, Homo rudolfensis, Homo ergaster og Paranthropus boisei. Þessar tegundir voru frábrugðnar í mataræði ef dæma má af tönnum, í líkamsbyggingu og í fleiri eiginleikum. Þær lifðu samtímis á sama landi á því svæði sem nú kallast Kenýa, nánar tiltekið í Austur-Turkana. Flestar þessara tegunda, ef ekki allar, urðu útdauða, þótt hugsanlega hafi Homo ergaster getið af sér aðrar tegundir. Nær okkur í tíma bjuggu nútímamaðurinn og neanderdalsmaðurinn á sama svæði og á sama tíma bæði í Evrópu og í Austurlöndum nær. Neanderdalsmenn urðu útdauða án þess að skilja eftir sig afkomendur.

Af þessu má ráða að þróunarsaga mannsins er ekki saga línulegrar, stefnubundinnar þróunar. Hún er saga um myndun fjölbreytilegra tegunda, þróun þeirra og aðlögun sem og útdauða. Nú erum við ein eftir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Stephen Jay Gould. 1989. Wonderful life: The Burgess shale and the nature of history. W.W. Norton & Company Ltd., New York.
  • Ian Tattersall. 2000. „Once we were not alone.“ Scientific American, janúar 2000.

Höfundur

prófessor í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

12.2.2000

Spyrjandi

Geir Ágústsson

Tilvísun

Einar Árnason. „Höfum við beina línu forfeðra frá öpum til nútímamanns eða vantar enn "týnda hlekkinn"?“ Vísindavefurinn, 12. febrúar 2000, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78.

Einar Árnason. (2000, 12. febrúar). Höfum við beina línu forfeðra frá öpum til nútímamanns eða vantar enn "týnda hlekkinn"? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78

Einar Árnason. „Höfum við beina línu forfeðra frá öpum til nútímamanns eða vantar enn "týnda hlekkinn"?“ Vísindavefurinn. 12. feb. 2000. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Höfum við beina línu forfeðra frá öpum til nútímamanns eða vantar enn "týnda hlekkinn"?
Upphaflega spurningin var sem hér segir:

Höfum við beina línu forfeðra frá öpum til nútímamanns eða vantar ennþá hinn svonefnda "týnda hlekk" til að tengja nútímamanninn við háþróuðustu frummenn?
Með spurningunni er lagt fyrir einskonar krossapróf með tveimur tæmandi kostum: Veldu annaðhvort a) það er til bein lína eða b) það vantar hlekk í keðjuna. Hér verður hins vegar valinn þriðji kosturinn sem er að hvorki a)b) eigi við, og svara þannig báðum spurningum neitandi. Stigbeyging þróunar (þróaður, þróaðri og þróaðastur), sem kemur oft fram í umræðum um þessa hluti, á ekki við um þróun mannsins frekar en annarra tegunda. Hvert er þá svarið? Í einni setningu er það: Eitt sinn vorum við ekki ein.

Í ágætri, nýlegri grein með sama titli í bandaríska vísindatímaritinu Scientific American lýsir Ian Tattersall því hvernig maðurinn hefur átt að minnsta kosti 15 frændtegundir í sögu sinni. Þær eru nú útdauða án þess að hafa skilið eftir sig neina afkomendur. Steingervingafræðin kennir að meira en 99,9% allra tegunda eru útdauða án þess að hafa skilið eftir sig neina afkomendur. Útdauði tegunda er því eitt mikilvægasta lögmál þróunarfræðinnar. Allar tegundir munu verða útdauða. Þróun margra hópa má lýsa með samlíkingu við trjárunna sem byrjar með margar, margar greinar frá rót og svo deyja sumar. Steingervingar sem finnast í Burgess setlögunum í Bresku Kólombíu í Kanada sýna hvernig mikill fjölbreytileiki lífvera varð til í byrjun og síðan dóu margar út og fjölbreytileikinn minnkaði. Þetta er öfugt við það sem oft er haldið að tré lífsins hafi einn stofn sem fái svo æ greinóttari kórónu. Stephen Gould lýsir þessu ágætlega í bókinni Wonderful life. Tattersall lýsir því hvernig þróun mannsins gerðist á svipaðan hátt.

Fyrir 1,8 til 1,9 miljónum ára voru að minnsta kosti fjórar tegundir manna í Afríku. Þær voru handlagni maðurinn, Homo habilis, Homo rudolfensis, Homo ergaster og Paranthropus boisei. Þessar tegundir voru frábrugðnar í mataræði ef dæma má af tönnum, í líkamsbyggingu og í fleiri eiginleikum. Þær lifðu samtímis á sama landi á því svæði sem nú kallast Kenýa, nánar tiltekið í Austur-Turkana. Flestar þessara tegunda, ef ekki allar, urðu útdauða, þótt hugsanlega hafi Homo ergaster getið af sér aðrar tegundir. Nær okkur í tíma bjuggu nútímamaðurinn og neanderdalsmaðurinn á sama svæði og á sama tíma bæði í Evrópu og í Austurlöndum nær. Neanderdalsmenn urðu útdauða án þess að skilja eftir sig afkomendur.

Af þessu má ráða að þróunarsaga mannsins er ekki saga línulegrar, stefnubundinnar þróunar. Hún er saga um myndun fjölbreytilegra tegunda, þróun þeirra og aðlögun sem og útdauða. Nú erum við ein eftir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Stephen Jay Gould. 1989. Wonderful life: The Burgess shale and the nature of history. W.W. Norton & Company Ltd., New York.
  • Ian Tattersall. 2000. „Once we were not alone.“ Scientific American, janúar 2000.
...