Sólin Sólin Rís 07:30 • sest 19:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:12 • Sest 07:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:04 • Síðdegis: 18:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 12:14 í Reykjavík

Hvað yrði fyrst til að drepa óvarinn mann úti í geimnum?

SHB og TÞ

Afdrif óvarins einstaklings í geimnum eru að nokkru leyti háð viðbrögðum hans. Bregðist hann rétt við má gera ráð fyrir að hann haldist með meðvitund í 5-10 sekúndur og líklega væri hægt að bjarga lífi hans ef hann kæmist í skjól innan um það bil hálfrar mínútu. Sennilega væru það áhrif hins lága þrýstings í geimnum á líkama mannsins sem yrðu honum fyrst að bana: Lungun tæmast af lofti og líkaminn byrjar að bólgna.

Ólíklegt er að maður verði fyrir varanlegum meiðslum þótt hann sé hlífðarlaus úti í geimnum í hálfa mínútu eða svo. Það er þó meðal annars háð því að hann reyni ekki að halda í sér andanum, því geri hann það er líklegt að lungun springi vegna þrýstingsmunarins milli loftsins í lungunum og lofttæmisins í geimnum.

Önnur alvarleg hætta sem steðjar að berskjölduðum geimfara er mikill sólbruni. Það er vegna útfjólublárra geisla frá sólinni sem lofthjúpurinn verndar okkur að mestu fyrir hér á jörðu niðri.

Víst er að ýmislegt sem sjá má í bíómyndum um þessar aðstæður fær ekki staðist. Menn springa ekki samstundis, þrátt fyrir að vatnsgufa sem safnast fyrir í vefjum og æðum valdi því að líkaminn bólgnar verulega upp. Menn frjósa heldur ekki samstundis, þrátt fyrir kuldann í geimnum, vegna þess að varminn flyst hægt frá líkamanum þar sem nánast ekkert efni er til staðar til að taka við honum. Líkaminn inniheldur innri varma sem er lengi að fara úr honum hér á jörðinni og enn lengur úti í geimnum. Lágt hitastig skiptir ekki höfuðmáli í þessu tilfelli, heldur þéttleiki og varmaleiðni efnisins í kring. Þetta er hliðstætt því að menn kólna mun meira við að vera í vatni við frostmark heldur en af því að standa úti við sama hitastig. Það er vegna þess að varmaleiðni og varmarýmd vatns er mun meiri en lofts. Varmaleiðni í lofttæmi er hverfandi og er það því besti einangrari sem hægt er að hugsa sér. Smám saman kólnar þó líkaminn með varmageislun og frýs að lokum (sjá nánar um ólíkar gerðir varmataps hér).

Vegna lofttæmisins sjóða vökvar samstundis í geimnum og “gufa upp”. Til dæmis myndi munnvatn berskjaldaðs geimfara sjóða á tungu hans og gufa upp. Blóðið sýður þó ekki meðan hjarta- og æðakerfi halda blóðþrýstingnum ofan gufunarþrýstings þess (þess þrýstings sem 37° heitt blóð sýður við). (Venjulega tengjum við suðu vatns háu hitastigi þess, og því mætti ætla að geimfarinn brenndi sig á tungunni þegar vatnið sýður þar. Svo er þó ekki í þessu tilfelli, heldur sýður vatnið eingöngu vegna þess að þrýstingur er svo lágur.)

Árið 1965 varð slys hjá Bandarísku geimvísindastofnuninni, NASA. Gat kom á geimbúning manns sem var í klefa þar sem var nánast algjört lofttæmi. Eftir 14 sekúndur missti hann meðvitund, en þá var súrefnissnautt blóð farið að berast upp í heilann. Líklega lofttæmdist geimbúningurinn ekki að fullu og sennilega hefur hann hindrað bólgnun vefja. Eftir 15 sekúndur var byrjað að setja aftur þrýsting á klefann og maðurinn komst fljótt til meðvitundar. Seinna skýrði hann frá því að hann hefði fundið og heyrt loftið leka út úr búningnum og að það síðasta sem hann mundi eftir var þegar munnvatnið byrjaði að sjóða á tungunni.

Heimildir:

http://www.badastronomy.com Á þessari vefsíðu er fjallað á skemmtilegan og fróðlegan hátt um ýmiss konar miskilning og ranghugmyndir varðandi stjörnufræði og geimferðir.

http://www.sff.net/people/geoffrey.landis/vacuum.html Hér er umfjöllun um viðbrögð líkamans við lofttæmi.

http://imagine.gsfc.nasa.gov/docs/ask_astro/answers/970603.html Fræðsluvefur frá NASA.

Höfundar

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Tryggvi Þorgeirsson

læknir og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.7.2000

Spyrjandi

Óskar Valdórsson, fæddur 1983

Tilvísun

SHB og TÞ. „Hvað yrði fyrst til að drepa óvarinn mann úti í geimnum?“ Vísindavefurinn, 4. júlí 2000. Sótt 29. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=614.

SHB og TÞ. (2000, 4. júlí). Hvað yrði fyrst til að drepa óvarinn mann úti í geimnum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=614

SHB og TÞ. „Hvað yrði fyrst til að drepa óvarinn mann úti í geimnum?“ Vísindavefurinn. 4. júl. 2000. Vefsíða. 29. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=614>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað yrði fyrst til að drepa óvarinn mann úti í geimnum?
Afdrif óvarins einstaklings í geimnum eru að nokkru leyti háð viðbrögðum hans. Bregðist hann rétt við má gera ráð fyrir að hann haldist með meðvitund í 5-10 sekúndur og líklega væri hægt að bjarga lífi hans ef hann kæmist í skjól innan um það bil hálfrar mínútu. Sennilega væru það áhrif hins lága þrýstings í geimnum á líkama mannsins sem yrðu honum fyrst að bana: Lungun tæmast af lofti og líkaminn byrjar að bólgna.

Ólíklegt er að maður verði fyrir varanlegum meiðslum þótt hann sé hlífðarlaus úti í geimnum í hálfa mínútu eða svo. Það er þó meðal annars háð því að hann reyni ekki að halda í sér andanum, því geri hann það er líklegt að lungun springi vegna þrýstingsmunarins milli loftsins í lungunum og lofttæmisins í geimnum.

Önnur alvarleg hætta sem steðjar að berskjölduðum geimfara er mikill sólbruni. Það er vegna útfjólublárra geisla frá sólinni sem lofthjúpurinn verndar okkur að mestu fyrir hér á jörðu niðri.

Víst er að ýmislegt sem sjá má í bíómyndum um þessar aðstæður fær ekki staðist. Menn springa ekki samstundis, þrátt fyrir að vatnsgufa sem safnast fyrir í vefjum og æðum valdi því að líkaminn bólgnar verulega upp. Menn frjósa heldur ekki samstundis, þrátt fyrir kuldann í geimnum, vegna þess að varminn flyst hægt frá líkamanum þar sem nánast ekkert efni er til staðar til að taka við honum. Líkaminn inniheldur innri varma sem er lengi að fara úr honum hér á jörðinni og enn lengur úti í geimnum. Lágt hitastig skiptir ekki höfuðmáli í þessu tilfelli, heldur þéttleiki og varmaleiðni efnisins í kring. Þetta er hliðstætt því að menn kólna mun meira við að vera í vatni við frostmark heldur en af því að standa úti við sama hitastig. Það er vegna þess að varmaleiðni og varmarýmd vatns er mun meiri en lofts. Varmaleiðni í lofttæmi er hverfandi og er það því besti einangrari sem hægt er að hugsa sér. Smám saman kólnar þó líkaminn með varmageislun og frýs að lokum (sjá nánar um ólíkar gerðir varmataps hér).

Vegna lofttæmisins sjóða vökvar samstundis í geimnum og “gufa upp”. Til dæmis myndi munnvatn berskjaldaðs geimfara sjóða á tungu hans og gufa upp. Blóðið sýður þó ekki meðan hjarta- og æðakerfi halda blóðþrýstingnum ofan gufunarþrýstings þess (þess þrýstings sem 37° heitt blóð sýður við). (Venjulega tengjum við suðu vatns háu hitastigi þess, og því mætti ætla að geimfarinn brenndi sig á tungunni þegar vatnið sýður þar. Svo er þó ekki í þessu tilfelli, heldur sýður vatnið eingöngu vegna þess að þrýstingur er svo lágur.)

Árið 1965 varð slys hjá Bandarísku geimvísindastofnuninni, NASA. Gat kom á geimbúning manns sem var í klefa þar sem var nánast algjört lofttæmi. Eftir 14 sekúndur missti hann meðvitund, en þá var súrefnissnautt blóð farið að berast upp í heilann. Líklega lofttæmdist geimbúningurinn ekki að fullu og sennilega hefur hann hindrað bólgnun vefja. Eftir 15 sekúndur var byrjað að setja aftur þrýsting á klefann og maðurinn komst fljótt til meðvitundar. Seinna skýrði hann frá því að hann hefði fundið og heyrt loftið leka út úr búningnum og að það síðasta sem hann mundi eftir var þegar munnvatnið byrjaði að sjóða á tungunni.

Heimildir:

http://www.badastronomy.com Á þessari vefsíðu er fjallað á skemmtilegan og fróðlegan hátt um ýmiss konar miskilning og ranghugmyndir varðandi stjörnufræði og geimferðir.

http://www.sff.net/people/geoffrey.landis/vacuum.html Hér er umfjöllun um viðbrögð líkamans við lofttæmi.

http://imagine.gsfc.nasa.gov/docs/ask_astro/answers/970603.html Fræðsluvefur frá NASA.

...