
Strandlínan hefur tekið miklum breytingum frá því sem sýnt er á korti Guðlaugs og mikil landfylling hefur bæst við. Það getur því reynst erfitt að átta sig á því hvar kletturinn stóð. Til þess að bæta úr því hefur strandlínan eins og hún er á korti Guðlaugs, verið teiknuð inn á myndina hér fyrir neðan sem sýnir svæðið eins og það er í dag. Eins og áður er gert ráð fyrir að kletturinn hafi staðið um það bil þar sem k-ið er í upphafi orðsins.

Heimildir og myndir:
- Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal. Landið þitt. Ísland. 3. bindi. Reykjavík 1982.
- Efri mynd: Örnefni í Reykjavík. Reykjavík: Guðlaugur R. Guðmundsson, 2000.
- Neðri mynd: Grunnur frá Google Earth, gömul strandlína og örnefni af korti Guðlaugs R. Guðmundssonar.
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvar er Köllunarklettur? Ég á við klettinn þar sem fólk á leið til Viðeyjar stóð og kallaði á ferjumann. Ég hef lesið frásögn Árna Óla og skoðað gamlar loftmyndir af svæðinu í Sögustaður við Sund, en get ekki staðsett klettinn í nútíðinni (t.d. götuheiti og númer). Getið þið aðstoðað mig?