Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Köllunarklettur var við Viðeyjarsund í Reykjavík. Nafnið mun dregið af því að þaðan var kallað á ferju til Viðeyjar til flutnings yfir sundið.
„Köllunarklettur var látinn víkja vegna framkvæmda við Sundahöfn“, segir í ritinu Landið þitt Ísland (3. bindi, 277). Hann er merktur á kortinu Örnefni í Reykjavík, sem Guðlaugur R. Guðmundsson skráði og gaf út endurskoðað í maí 2000 með tilstyrk Spron og má sjá þann hluta kortsins hér fyrir neðan. Gera má ráð fyrir að Köllunarklettur hafi staðið nokkrun veginn framan við k-ið í upphafi nafnsins.
Strandlínan hefur tekið miklum breytingum frá því sem sýnt er á korti Guðlaugs og mikil landfylling hefur bæst við. Það getur því reynst erfitt að átta sig á því hvar kletturinn stóð. Til þess að bæta úr því hefur strandlínan eins og hún er á korti Guðlaugs, verið teiknuð inn á myndina hér fyrir neðan sem sýnir svæðið eins og það er í dag. Eins og áður er gert ráð fyrir að kletturinn hafi staðið um það bil þar sem k-ið er í upphafi orðsins.
Heimildir og myndir:
Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal. Landið þitt. Ísland. 3. bindi. Reykjavík 1982.
Efri mynd: Örnefni í Reykjavík. Reykjavík: Guðlaugur R. Guðmundsson, 2000.
Neðri mynd: Grunnur frá Google Earth, gömul strandlína og örnefni af korti Guðlaugs R. Guðmundssonar.
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvar er Köllunarklettur? Ég á við klettinn þar sem fólk á leið til Viðeyjar stóð og kallaði á ferjumann. Ég hef lesið frásögn Árna Óla og skoðað gamlar loftmyndir af svæðinu í Sögustaður við Sund, en get ekki staðsett klettinn í nútíðinni (t.d. götuheiti og númer). Getið þið aðstoðað mig?
Svavar Sigmundsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvar var Köllunarklettur?“ Vísindavefurinn, 1. desember 2008, sótt 11. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=48151.
Svavar Sigmundsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2008, 1. desember). Hvar var Köllunarklettur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=48151
Svavar Sigmundsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvar var Köllunarklettur?“ Vísindavefurinn. 1. des. 2008. Vefsíða. 11. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=48151>.