Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna eru grunnlitir listmálara gulur, rauður og blár en grunnlitir tölvuskjáa og sjónvarpa rauður, grænn og blár?

Haukur Már Helgason og Þorsteinn Vilhjálmsson

Með þremur mismunandi litum er oft hægt að búa til marga aðra liti. Þó er ekki sama hvernig þessir þrír "grunnlitir" eru valdir, til dæmis ef ætlunin er að geta búið til sem flesta aðra liti. Mesti munurinn á sjónvarpsskjá og málarastriga er sá að skjárinn er upphaflega svartur en striginn hvítur og við sjáum litina á skjánum í myrkri en ekki litina á striganum. Til þess að fá tiltekinn lit á svartan flöt lýsum við hann upp með þeim lit en til að lita hvítan flöt málum við hann með lit sem drekkur í sig aðra liti úr hvítu ljósi en endurkastar þeim lit sem við viljum fá fram. Þessi mismunur ásamt fleiri tæknilegum atriðum gera það að verkum að ekki er hagkvæmt að nota sömu grunnliti á málarastriga og á sjónvarpsskjá.

Grunnlitir eru þeir litir nefndir sem menn blanda aðra liti úr. Hefðbundnir grunnlitir listmálara voru rautt, grænt og blátt og mótuðust meðal annars af því hvaða litarefni voru næst hendi. Grunnlitir prents og myndlistar nú á dögum eru hins vegar oft gult, vínrautt (magenta) og heiðblátt (cyan). Grunnlitir í tölvu- og sjónvarpsskjám eru hins vegar hreint rautt, grænt og blátt.

Þegar slökkt er á sjónvarpsskjá er hann svartur, hann varpar svo til engu ljósi frá sér. Litirnir verða til við það að skjárinn lýsist upp. Grunnlitirnir sem notaðir eru á þann veginn nefnast viðlægir (additive á ensku); ljós bætist við þar sem ekkert er. Autt blað eða strigi eru hins vegar hvít - þau varpa frá sér öllum bylgjulengdum ljóss. Þegar litað er á hvítan flöt er því verið að draga frá ljósbylgjur; gul málning drekkur í sig alla aðra liti en gulan, sem hún endurvarpar. - Grunnlitirnir sem þá er notaðir kallast frádrægir (subtractive).



Þegar tveimur hreinum grunnlitum málara er blandað saman á blaði fæst einn grunnlitur ljóss. Heiðblátt og vínrautt gefa bláan; heiðblár og gulur gefa grænan og gulur og magenta gefa rauðan lit.

Sama gildir á hinn veginn; þegar lýst er með tveimur grunnlitum ljóss saman á svartan flöt fæst einn grunnlitur prents. Grænn og rauður gefa gulan; rauður og blár gefa vínrautt; blár og grænn gefa heiðblátt.

Frádrægu grunnlitirnir eru fyrir mönnum andstæður þeirra viðlægu í einhverjum skilningi. Gera má einfaldar tilraunir með þetta: Ef horft er á blátt ljós nokkra stund og augunum svo lokað liggur gulur blettur eftir fyrir sjónum manns. Sama gildir um rautt-heiðblátt og grænt-vínrautt.

Hægt er að lýsa öllum litum sem menn geta séð með svokölluðum litaþríhyrningi. Tölvuskjáir geta ekki sýnt nema hluta af honum svo að tilgangslaust er að reyna að sýna lesendum hann hér. Hins vegar er hann til dæmis prentaður í grein Þorsteins Halldórssonar, "Sjón og sjónhverfingar", hjá Þorsteini Vilhjálmssyni (ritstj.), Undur veraldar, (Reykjavík: Mál og menning, 1997), bls. 123.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Höfundar

heimspekingur og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

2.6.2000

Spyrjandi

Sigurður Ingi Sveinsson

Tilvísun

Haukur Már Helgason og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvers vegna eru grunnlitir listmálara gulur, rauður og blár en grunnlitir tölvuskjáa og sjónvarpa rauður, grænn og blár?“ Vísindavefurinn, 2. júní 2000, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=483.

Haukur Már Helgason og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 2. júní). Hvers vegna eru grunnlitir listmálara gulur, rauður og blár en grunnlitir tölvuskjáa og sjónvarpa rauður, grænn og blár? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=483

Haukur Már Helgason og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvers vegna eru grunnlitir listmálara gulur, rauður og blár en grunnlitir tölvuskjáa og sjónvarpa rauður, grænn og blár?“ Vísindavefurinn. 2. jún. 2000. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=483>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eru grunnlitir listmálara gulur, rauður og blár en grunnlitir tölvuskjáa og sjónvarpa rauður, grænn og blár?
Með þremur mismunandi litum er oft hægt að búa til marga aðra liti. Þó er ekki sama hvernig þessir þrír "grunnlitir" eru valdir, til dæmis ef ætlunin er að geta búið til sem flesta aðra liti. Mesti munurinn á sjónvarpsskjá og málarastriga er sá að skjárinn er upphaflega svartur en striginn hvítur og við sjáum litina á skjánum í myrkri en ekki litina á striganum. Til þess að fá tiltekinn lit á svartan flöt lýsum við hann upp með þeim lit en til að lita hvítan flöt málum við hann með lit sem drekkur í sig aðra liti úr hvítu ljósi en endurkastar þeim lit sem við viljum fá fram. Þessi mismunur ásamt fleiri tæknilegum atriðum gera það að verkum að ekki er hagkvæmt að nota sömu grunnliti á málarastriga og á sjónvarpsskjá.

Grunnlitir eru þeir litir nefndir sem menn blanda aðra liti úr. Hefðbundnir grunnlitir listmálara voru rautt, grænt og blátt og mótuðust meðal annars af því hvaða litarefni voru næst hendi. Grunnlitir prents og myndlistar nú á dögum eru hins vegar oft gult, vínrautt (magenta) og heiðblátt (cyan). Grunnlitir í tölvu- og sjónvarpsskjám eru hins vegar hreint rautt, grænt og blátt.

Þegar slökkt er á sjónvarpsskjá er hann svartur, hann varpar svo til engu ljósi frá sér. Litirnir verða til við það að skjárinn lýsist upp. Grunnlitirnir sem notaðir eru á þann veginn nefnast viðlægir (additive á ensku); ljós bætist við þar sem ekkert er. Autt blað eða strigi eru hins vegar hvít - þau varpa frá sér öllum bylgjulengdum ljóss. Þegar litað er á hvítan flöt er því verið að draga frá ljósbylgjur; gul málning drekkur í sig alla aðra liti en gulan, sem hún endurvarpar. - Grunnlitirnir sem þá er notaðir kallast frádrægir (subtractive).



Þegar tveimur hreinum grunnlitum málara er blandað saman á blaði fæst einn grunnlitur ljóss. Heiðblátt og vínrautt gefa bláan; heiðblár og gulur gefa grænan og gulur og magenta gefa rauðan lit.

Sama gildir á hinn veginn; þegar lýst er með tveimur grunnlitum ljóss saman á svartan flöt fæst einn grunnlitur prents. Grænn og rauður gefa gulan; rauður og blár gefa vínrautt; blár og grænn gefa heiðblátt.

Frádrægu grunnlitirnir eru fyrir mönnum andstæður þeirra viðlægu í einhverjum skilningi. Gera má einfaldar tilraunir með þetta: Ef horft er á blátt ljós nokkra stund og augunum svo lokað liggur gulur blettur eftir fyrir sjónum manns. Sama gildir um rautt-heiðblátt og grænt-vínrautt.

Hægt er að lýsa öllum litum sem menn geta séð með svokölluðum litaþríhyrningi. Tölvuskjáir geta ekki sýnt nema hluta af honum svo að tilgangslaust er að reyna að sýna lesendum hann hér. Hins vegar er hann til dæmis prentaður í grein Þorsteins Halldórssonar, "Sjón og sjónhverfingar", hjá Þorsteini Vilhjálmssyni (ritstj.), Undur veraldar, (Reykjavík: Mál og menning, 1997), bls. 123.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:...