Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:33 • Sest 01:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:46 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:46 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju er orðið "bað" í nafninu baðstofa dregið? Varla vegna þess að fólk baðaðist þar.

Guðrún Kvaran

Arnheiður Sigurðardóttir M.A. skrifaði ítarlega bók um híbýlahætti á miðöldum. Í bókinni er sérstakur kafli um baðstofu (1966:69–79) sem Arnheiður segir að muni á Norðurlöndum upphaflega hafa táknað hús ,,þar sem gufubað var framleitt með þeim hætti, að köldu vatni var stökkt á glóandi steina í hinum svonefnda grjótofni“ (bls. 69).

Elsta heimild um baðstofu hérlendis er frá lokum 12. aldar og af því sem ráða má af Sturlunga sögu hafa baðstofuböð tíðkast um allt land á 13. öld. Þegar kom fram á 15. öld virðist sem baðstofan hafi verið orðin almennt íveruherbergi. Þegar fram kom á 16. öld virðast baðstofuofnar ekki hafa verið notaðir til annars en upphitunar.

Í smáritinu Þróun torfbæja: Glaumbær (PDF - 2,2 MB) eftir Sigríði Sigurðardóttur er hægt að skoða myndir af torfbæjum og grunnteikningar sem sýna baðstofur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:
  • Arnheiður Sigurðardóttir. 1966. Híbýlahættir á miðöldum. Reykjavík, Bókaútgáfa Menningarsjóðs.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

5.9.2008

Spyrjandi

Gunnar Sigmundsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju er orðið "bað" í nafninu baðstofa dregið? Varla vegna þess að fólk baðaðist þar..“ Vísindavefurinn, 5. september 2008. Sótt 16. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=48383.

Guðrún Kvaran. (2008, 5. september). Af hverju er orðið "bað" í nafninu baðstofa dregið? Varla vegna þess að fólk baðaðist þar.. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=48383

Guðrún Kvaran. „Af hverju er orðið "bað" í nafninu baðstofa dregið? Varla vegna þess að fólk baðaðist þar..“ Vísindavefurinn. 5. sep. 2008. Vefsíða. 16. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=48383>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er orðið "bað" í nafninu baðstofa dregið? Varla vegna þess að fólk baðaðist þar.
Arnheiður Sigurðardóttir M.A. skrifaði ítarlega bók um híbýlahætti á miðöldum. Í bókinni er sérstakur kafli um baðstofu (1966:69–79) sem Arnheiður segir að muni á Norðurlöndum upphaflega hafa táknað hús ,,þar sem gufubað var framleitt með þeim hætti, að köldu vatni var stökkt á glóandi steina í hinum svonefnda grjótofni“ (bls. 69).

Elsta heimild um baðstofu hérlendis er frá lokum 12. aldar og af því sem ráða má af Sturlunga sögu hafa baðstofuböð tíðkast um allt land á 13. öld. Þegar kom fram á 15. öld virðist sem baðstofan hafi verið orðin almennt íveruherbergi. Þegar fram kom á 16. öld virðast baðstofuofnar ekki hafa verið notaðir til annars en upphitunar.

Í smáritinu Þróun torfbæja: Glaumbær (PDF - 2,2 MB) eftir Sigríði Sigurðardóttur er hægt að skoða myndir af torfbæjum og grunnteikningar sem sýna baðstofur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:
  • Arnheiður Sigurðardóttir. 1966. Híbýlahættir á miðöldum. Reykjavík, Bókaútgáfa Menningarsjóðs.
...