Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig var daglegt líf almúgafólks á miðöldum?

Gunnar Karlsson (1939-2019)

Svarið við þessari spurningu gæti fyllt margar bækur og yrði þó aldrei tæmandi. Því er líklega best að umorða spurninguna dálítið og spyrja hvað var ólíkast með lífi almúgafólks á miðöldum og lífi fólks hér og nú. Og þá er best að hugsa um lífið eins og það var nær hvar sem var í Evrópu, að Íslandi meðtöldu.

Mest munar líklega um að miðaldafólk hafði engar vélar eða véltækni. Það notaði ekki aðra orku en vöðvaafl manna og dýra, svo sem hesta eða uxa, og vindorku til að knýja skip. Engin farartæki voru til hraðskreiðari en hestar á landi og seglskip á vatni. Ekki var heldur til nein fjarskiptatækni eins og sími. Milli Íslands og annarra Evrópulanda bárust venjulega engar fréttir frá hausti til vors, því ekki tíðkaðist að leggja í haf að vetri til. Einhver flóknustu atvinnutæki miðaldamanna voru vefstaðir sem mátti nota til að vefa dúka úr ullarþræði. Á Þjóðminjasafni Íslands má sjá hvernig slík tæki litu út.


Á miðöldum var hesturinn sannarlega þarfasti þjónninn. Hér á Íslandi var líka algengt að fólk byggi í torfbæjum áþekkum þeim sem sést á myndinni. Ljósmyndin er tekin á Skeiðum í Selárdal um árið 1940.

Víða í Evrópu bjó fólk í húsum úr timbri með timburgólfum. Á Íslandi bjuggu næstum allir í torfhúsum. Birta í húsum var oft svo lítil að nútímafólk myndi kalla hana myrkur ef það kæmi skyndilega inn í þau. Venjulega voru heldur engar vatnsleiðslur inn í hús eða úr þeim. Þess vegna var margfalt minna um þvotta og böð en nú; vaskar og vatnssalerni voru óþekkt. Miðstöðvarhitun kom auðvitað ekki til greina; ef hús voru hituð upp var það gert með logandi eldi, ýmist á gólfum eða í ofnum.

Í kornyrkjulöndum var brauð og grautar uppistaðan í næringu fólks, annars staðar soðið og steikt kjöt eða fiskur. Krydd var fágætara og fábreyttara en nú; á Íslandi var jafnvel lítið um salt, þannig að matvæli varð að vindþurrka, reykja eða súrsa til þess að þau geymdust. Annar stór munur var sá að miðaldafólk þekkti ekki kartöflur; þær bárust ekki frá Ameríku til Evrópu fyrr en eftir lok miðalda.

Mörgum finnst ef til vill að líf miðaldafólks hljóti að hafa verið ömurlegt, umhverfi þess kalt og illa lyktandi, maturinn vondur, lítið um skemmtanir og mikil vinnuþrælkun. En ekki má gleyma að fólk saknaði ekki þess sem það vissi ekki að væri eða yrði nokkru sinni til. Náttúrlegt upphitunarkerfi í líkömum miðaldafólks hefur verið mun virkara en okkar; það sést til dæmis á því að feitt kjöt þótti mesta sælgæti. Lykt finnur fólk aðeins í korter eða hálftíma ef stöðugt er búið við hana. Reglulegur vinnutími fólks var lengri en okkar, en messudagar kaþólsku kirkjunnar tryggðu fleiri frídaga frá vinnu en nútímafólk fékk, að minnsta kosti þangað til laugardagar urðu að frídögum. Samanburður við líf miðaldafólks er ekki einfaldur, en einmitt þess vegna er hann skemmtilegt umhugsunarefni sem aldrei þrýtur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

  • Arnheiður Sigurðardóttir: Híbýlahættir á miðöldum. Reykjavík, Menningarsjóður, 1966.
  • Fornir tímar. Spor mannsins frá Laetoli til Reykjavíkur, 4.000.000 f.Kr. til 1800 e. Kr. Reykjavík, Mál og menning, 2003.
  • Iðnsaga Íslands I–II. Ritstjóri Guðmundur Finnbogason. Reykjavík, Iðnaðarmannafélagið, 1943.
  • Íslensk þjóðmenning I. Uppruni og umhverfi. Ritstjóri Frosti F. Jóhannsson. Reykjavík, Þjóðsaga, 1987.
  • Jón Jónsson Aðils: Gullöld Íslendinga. Menning og lífshættir feðra vorra á söguöldinni. Alþýðufyrirlestrar með myndum. Reykjavík, Sigurður Kristjánsson, 1906. – 2. útg. Reykjavík, Þorleifur Guðmundsson, 1948.
  • Jón Jóhannesson: Íslendinga saga I. Þjóðveldisöld. Reykjavík, Almenna bókafélagið, 1956.
  • Saga Íslands I–V. Samin að tilhlutan Þjóðhátíðarnefndar 1974. Ritstjóri Sigurður Líndal. Reykjavík, Hið íslenzka bókmenntafélag, 1974–90.
  • Myndin er af Skeið í Selárdal. Sótt 11.11.2005.

Höfundur

Gunnar Karlsson (1939-2019)

prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

11.11.2005

Spyrjandi

Grétar Halldórsson

Tilvísun

Gunnar Karlsson (1939-2019). „Hvernig var daglegt líf almúgafólks á miðöldum?“ Vísindavefurinn, 11. nóvember 2005, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5400.

Gunnar Karlsson (1939-2019). (2005, 11. nóvember). Hvernig var daglegt líf almúgafólks á miðöldum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5400

Gunnar Karlsson (1939-2019). „Hvernig var daglegt líf almúgafólks á miðöldum?“ Vísindavefurinn. 11. nóv. 2005. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5400>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig var daglegt líf almúgafólks á miðöldum?
Svarið við þessari spurningu gæti fyllt margar bækur og yrði þó aldrei tæmandi. Því er líklega best að umorða spurninguna dálítið og spyrja hvað var ólíkast með lífi almúgafólks á miðöldum og lífi fólks hér og nú. Og þá er best að hugsa um lífið eins og það var nær hvar sem var í Evrópu, að Íslandi meðtöldu.

Mest munar líklega um að miðaldafólk hafði engar vélar eða véltækni. Það notaði ekki aðra orku en vöðvaafl manna og dýra, svo sem hesta eða uxa, og vindorku til að knýja skip. Engin farartæki voru til hraðskreiðari en hestar á landi og seglskip á vatni. Ekki var heldur til nein fjarskiptatækni eins og sími. Milli Íslands og annarra Evrópulanda bárust venjulega engar fréttir frá hausti til vors, því ekki tíðkaðist að leggja í haf að vetri til. Einhver flóknustu atvinnutæki miðaldamanna voru vefstaðir sem mátti nota til að vefa dúka úr ullarþræði. Á Þjóðminjasafni Íslands má sjá hvernig slík tæki litu út.


Á miðöldum var hesturinn sannarlega þarfasti þjónninn. Hér á Íslandi var líka algengt að fólk byggi í torfbæjum áþekkum þeim sem sést á myndinni. Ljósmyndin er tekin á Skeiðum í Selárdal um árið 1940.

Víða í Evrópu bjó fólk í húsum úr timbri með timburgólfum. Á Íslandi bjuggu næstum allir í torfhúsum. Birta í húsum var oft svo lítil að nútímafólk myndi kalla hana myrkur ef það kæmi skyndilega inn í þau. Venjulega voru heldur engar vatnsleiðslur inn í hús eða úr þeim. Þess vegna var margfalt minna um þvotta og böð en nú; vaskar og vatnssalerni voru óþekkt. Miðstöðvarhitun kom auðvitað ekki til greina; ef hús voru hituð upp var það gert með logandi eldi, ýmist á gólfum eða í ofnum.

Í kornyrkjulöndum var brauð og grautar uppistaðan í næringu fólks, annars staðar soðið og steikt kjöt eða fiskur. Krydd var fágætara og fábreyttara en nú; á Íslandi var jafnvel lítið um salt, þannig að matvæli varð að vindþurrka, reykja eða súrsa til þess að þau geymdust. Annar stór munur var sá að miðaldafólk þekkti ekki kartöflur; þær bárust ekki frá Ameríku til Evrópu fyrr en eftir lok miðalda.

Mörgum finnst ef til vill að líf miðaldafólks hljóti að hafa verið ömurlegt, umhverfi þess kalt og illa lyktandi, maturinn vondur, lítið um skemmtanir og mikil vinnuþrælkun. En ekki má gleyma að fólk saknaði ekki þess sem það vissi ekki að væri eða yrði nokkru sinni til. Náttúrlegt upphitunarkerfi í líkömum miðaldafólks hefur verið mun virkara en okkar; það sést til dæmis á því að feitt kjöt þótti mesta sælgæti. Lykt finnur fólk aðeins í korter eða hálftíma ef stöðugt er búið við hana. Reglulegur vinnutími fólks var lengri en okkar, en messudagar kaþólsku kirkjunnar tryggðu fleiri frídaga frá vinnu en nútímafólk fékk, að minnsta kosti þangað til laugardagar urðu að frídögum. Samanburður við líf miðaldafólks er ekki einfaldur, en einmitt þess vegna er hann skemmtilegt umhugsunarefni sem aldrei þrýtur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

  • Arnheiður Sigurðardóttir: Híbýlahættir á miðöldum. Reykjavík, Menningarsjóður, 1966.
  • Fornir tímar. Spor mannsins frá Laetoli til Reykjavíkur, 4.000.000 f.Kr. til 1800 e. Kr. Reykjavík, Mál og menning, 2003.
  • Iðnsaga Íslands I–II. Ritstjóri Guðmundur Finnbogason. Reykjavík, Iðnaðarmannafélagið, 1943.
  • Íslensk þjóðmenning I. Uppruni og umhverfi. Ritstjóri Frosti F. Jóhannsson. Reykjavík, Þjóðsaga, 1987.
  • Jón Jónsson Aðils: Gullöld Íslendinga. Menning og lífshættir feðra vorra á söguöldinni. Alþýðufyrirlestrar með myndum. Reykjavík, Sigurður Kristjánsson, 1906. – 2. útg. Reykjavík, Þorleifur Guðmundsson, 1948.
  • Jón Jóhannesson: Íslendinga saga I. Þjóðveldisöld. Reykjavík, Almenna bókafélagið, 1956.
  • Saga Íslands I–V. Samin að tilhlutan Þjóðhátíðarnefndar 1974. Ritstjóri Sigurður Líndal. Reykjavík, Hið íslenzka bókmenntafélag, 1974–90.
  • Myndin er af Skeið í Selárdal. Sótt 11.11.2005.
...