Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvað eru samlegðaráhrif?

Gylfi Magnússon

Með samlegðaráhrifum er átt við það þegar einn þáttur í tiltekinni starfsemi styður annan. Sem dæmi má nefna þegar tvö fyrirtæki sem starfa á sitthvoru sviðinu sameinast og við það annaðhvort lækkar heildarkostnaður eða heildartekjur aukast. Á ensku er ýmist talað um synergy eða economics of scope.

Við getum til dæmis hugsað okkur ísbúð og hamborgarastað sem sameinast. Hugsanlegt er að vegna samrunans verði hægt að nýta ýmsa ýmsa þætti betur, til dæmis þurfi bara einn gjaldkera í sameinuðu fyrirtæki í stað tveggja áður. Þá gæti verið að húsnæði hamborgarastaðarins hafi verið illa nýtt nema á matmálstímum en hins vegar hafi ísbúðin einkum verið fjölsótt utan matmálstíma og samanlögð fyrirtækin geti því komist af með minna húsnæði en áður. Enn fremur kann að vera að viðskiptavinir sem vilja fá sér hamborgara og svo ís í eftirrétt fagni sameiningunni og tekjur aukist fyrir vikið.

Bókakaffihús hafa reynst vinsæl.

Það er þó auðvitað ekki víst að vel fari. Ef steikarbrælan frá hamborgurunum fælir frá þá sem vilja fá sér ís gætu samlegðaráhrifin orðið neikvæð. Þá væri betur heima setið en af stað farið.

Stærðarhagkvæmni, á ensku economies of scale, er skyld samlegðaráhrifum. Stærðarhagkvæmni lýsir sér í því að meðalkostnaður lækkar við það að umsvif aukast. Þannig gæti stærðarhagkvæmni skilað ávinningi ef tvö fyrirtæki í sömu atvinnugrein sameinast.

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

21.3.2005

Spyrjandi

Ívar Grétarsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað eru samlegðaráhrif?“ Vísindavefurinn, 21. mars 2005. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4847.

Gylfi Magnússon. (2005, 21. mars). Hvað eru samlegðaráhrif? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4847

Gylfi Magnússon. „Hvað eru samlegðaráhrif?“ Vísindavefurinn. 21. mar. 2005. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4847>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru samlegðaráhrif?
Með samlegðaráhrifum er átt við það þegar einn þáttur í tiltekinni starfsemi styður annan. Sem dæmi má nefna þegar tvö fyrirtæki sem starfa á sitthvoru sviðinu sameinast og við það annaðhvort lækkar heildarkostnaður eða heildartekjur aukast. Á ensku er ýmist talað um synergy eða economics of scope.

Við getum til dæmis hugsað okkur ísbúð og hamborgarastað sem sameinast. Hugsanlegt er að vegna samrunans verði hægt að nýta ýmsa ýmsa þætti betur, til dæmis þurfi bara einn gjaldkera í sameinuðu fyrirtæki í stað tveggja áður. Þá gæti verið að húsnæði hamborgarastaðarins hafi verið illa nýtt nema á matmálstímum en hins vegar hafi ísbúðin einkum verið fjölsótt utan matmálstíma og samanlögð fyrirtækin geti því komist af með minna húsnæði en áður. Enn fremur kann að vera að viðskiptavinir sem vilja fá sér hamborgara og svo ís í eftirrétt fagni sameiningunni og tekjur aukist fyrir vikið.

Bókakaffihús hafa reynst vinsæl.

Það er þó auðvitað ekki víst að vel fari. Ef steikarbrælan frá hamborgurunum fælir frá þá sem vilja fá sér ís gætu samlegðaráhrifin orðið neikvæð. Þá væri betur heima setið en af stað farið.

Stærðarhagkvæmni, á ensku economies of scale, er skyld samlegðaráhrifum. Stærðarhagkvæmni lýsir sér í því að meðalkostnaður lækkar við það að umsvif aukast. Þannig gæti stærðarhagkvæmni skilað ávinningi ef tvö fyrirtæki í sömu atvinnugrein sameinast.

Mynd:...