Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:12 • Sest 01:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:44 • Síðdegis: 15:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:04 • Síðdegis: 21:42 í Reykjavík

Er til íslensk þýðing á „impala“ - antilópa og hvað getið þið sagt mér um það dýr?

Jón Már Halldórsson

Íslenska heitið á impala (Aepyceros melampus) er einfaldlega impalahjörtur.

Impalahirtir eru meðal einkennisdýra afrísku stjaktrjáarsléttunnar (Savanna) og finnast frá norðausturhluta Suður-Afríku vestur til suðurhluta Angólu, í suðurhluta Kongó (áður Saír), Rúanda, Úganda og austur til Keníu.

Dýrafræðingar hafa fyrir löngu áttað sig á merkilegu búsvæðavali algengustu gasellutegunda Afríku. Thomsongasellan (Gazella thomsoni) er á trjálausum gresjum eða þar sem akasíutré vaxa á stangli, grantsgasellan (Gazella grandi) kann best við sig þar sem talsvert meira er af runnum og trjám en impalahjörturinn þar sem þétt kjarr er víða og trjávöxtur ekki of strjáll.

Impalahirtir greinast í sex deilitegundir sem auðvelt er að þekkja í sundur á litafari og lögun horna. Deilitegundirnar eru þessar:
 • kenía-impalahjörturinn (A. melampus rendilis)
 • tanganíjka-impalahjörturinn (A. melampus suara)
 • njassa-impalahjörturinn (A. melampus johnstoni)
 • katanga-impalahjörturinn (A. melampus katangae)
 • transval-impalahjörturinn (A. melampus melampus)
 • angóla-impalahjörturinn (A. melampus petersi)
Síðastnefnda deilitegundin sker sig svolítið úr vegna svartrar snoppu og hafa margir náttúrufræðingar viljað meina að hér sé um sjálfstæða tegund að ræða.

Impalahirtir eru á stærð við dádýr, en mun grannvaxnari og þokkafyllri í hreyfingum. Þeir eru um 70-90 cm háir á herðakamb og á bilinu 45-60 kg á þyngd. Þeir eru rauðbrúnir á baki, með daufari lit á hliðum og hvítir á kvið og er enginn munur á litafari kynjanna. Karldýrin, eða bukkar eins og þeir eru kallaðir, eru með hálf s-laga horn sem eru á bilinu 45 – 90 cm á lengd.Bukki með myndarleg horn.

Kvendýrin verða kynþroska við eins og hálfs árs aldur en bukkarnir hálfu ári fyrr. Þeir koma sér þó ekki upp umráðasvæði með kvendýrum fyrr en við fjögurra ára aldur. Gæði umráðasvæðanna fara eftir bithögum og hversu líklegt er að kvendýr eigi þar leið um. Umráðasvæð getur verið á bilinu 20-40 hektarar en kvendýrin fara um miklu stærra svæði og inn á umráðasvæði annarra bukka og getur óðalsbóndinn lítið aðhafst til að halda þeim á sínu svæði. Átök á milli bukka eru því ekki einungis um kvendýrin heldur einnig um álitlegustu umráðasvæðin.

Þar sem beitargæði fara eftir árstíðum eðla dýrin sig alltaf á ákveðnum tíma árs þannig að kálfarnir fæðist á regntímanum þegar beitargæðin eru sem best. Meðgöngutíminn er á bilinu 194-200 dagar. Við burð fer kvendýrið afsíðis eins og er svo algengt meðal spendýra en slæst svo aftur í hópinn eftir 1-2 daga. Kálfurinn er á spena í rúma 4 mánuði.

Impalahirtir eru félagslega virkastir rétt eftir sólsetur og við sólarupprás en þá eru hjarðirnar hvað færanlegastar. Á nóttunni liggja þeir á meltunni en þá er líka mesta hættan á að hlébarðar, sem eru helstu afræningjar impalahjarta, láti til skarar skríða. Ljón og blettahýenur veiða einnig impalahirti og nýfæddir kálfar eru oft veiddir af minni rándýrum á borð við sjakala.

Þegar rándýr ræðst á hjörð impalahjarta þá þjóta þeir af stað með miklum fyrirgangi og taka löng og há stökk, allt að 3 metra upp í loftið. Flóttinn virðist tilviljanakenndur og óskipulagður en sennilega er það með ráðum gert að dýrin hendist svona sitt á hvað til þess að rugla rándýrið í rýminu þannig að því takist ekki að einbeita sér að neinu ákveðnu dýri.

Impalahjörtum hefur fækkað nokkuð á undanförnum áratugum og eru nú í útrýmingarhættu samkvæmt upplýsingum frá alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum Union for Conservation of Nature (IUCN). Impalahirtir eru mikið veiddir af mönnum auk þess sem gengið hefur verulega á beitarlönd þeirra vegna landbúnaðar.

Heimildir og mynd:

 • Delany, M., D. Happold. 1979. Ecology of African Mammals. New York: Longman Group Limited.
 • Wilson, D., D. Reeder, eds. 1993. Mammal Species of the World. Washington, DC: Smithsonian Institution Press.
 • Wainscoat.com

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

21.3.2005

Spyrjandi

Hanna Guðjónsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er til íslensk þýðing á „impala“ - antilópa og hvað getið þið sagt mér um það dýr?“ Vísindavefurinn, 21. mars 2005. Sótt 17. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4848.

Jón Már Halldórsson. (2005, 21. mars). Er til íslensk þýðing á „impala“ - antilópa og hvað getið þið sagt mér um það dýr? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4848

Jón Már Halldórsson. „Er til íslensk þýðing á „impala“ - antilópa og hvað getið þið sagt mér um það dýr?“ Vísindavefurinn. 21. mar. 2005. Vefsíða. 17. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4848>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er til íslensk þýðing á „impala“ - antilópa og hvað getið þið sagt mér um það dýr?
Íslenska heitið á impala (Aepyceros melampus) er einfaldlega impalahjörtur.

Impalahirtir eru meðal einkennisdýra afrísku stjaktrjáarsléttunnar (Savanna) og finnast frá norðausturhluta Suður-Afríku vestur til suðurhluta Angólu, í suðurhluta Kongó (áður Saír), Rúanda, Úganda og austur til Keníu.

Dýrafræðingar hafa fyrir löngu áttað sig á merkilegu búsvæðavali algengustu gasellutegunda Afríku. Thomsongasellan (Gazella thomsoni) er á trjálausum gresjum eða þar sem akasíutré vaxa á stangli, grantsgasellan (Gazella grandi) kann best við sig þar sem talsvert meira er af runnum og trjám en impalahjörturinn þar sem þétt kjarr er víða og trjávöxtur ekki of strjáll.

Impalahirtir greinast í sex deilitegundir sem auðvelt er að þekkja í sundur á litafari og lögun horna. Deilitegundirnar eru þessar:
 • kenía-impalahjörturinn (A. melampus rendilis)
 • tanganíjka-impalahjörturinn (A. melampus suara)
 • njassa-impalahjörturinn (A. melampus johnstoni)
 • katanga-impalahjörturinn (A. melampus katangae)
 • transval-impalahjörturinn (A. melampus melampus)
 • angóla-impalahjörturinn (A. melampus petersi)
Síðastnefnda deilitegundin sker sig svolítið úr vegna svartrar snoppu og hafa margir náttúrufræðingar viljað meina að hér sé um sjálfstæða tegund að ræða.

Impalahirtir eru á stærð við dádýr, en mun grannvaxnari og þokkafyllri í hreyfingum. Þeir eru um 70-90 cm háir á herðakamb og á bilinu 45-60 kg á þyngd. Þeir eru rauðbrúnir á baki, með daufari lit á hliðum og hvítir á kvið og er enginn munur á litafari kynjanna. Karldýrin, eða bukkar eins og þeir eru kallaðir, eru með hálf s-laga horn sem eru á bilinu 45 – 90 cm á lengd.Bukki með myndarleg horn.

Kvendýrin verða kynþroska við eins og hálfs árs aldur en bukkarnir hálfu ári fyrr. Þeir koma sér þó ekki upp umráðasvæði með kvendýrum fyrr en við fjögurra ára aldur. Gæði umráðasvæðanna fara eftir bithögum og hversu líklegt er að kvendýr eigi þar leið um. Umráðasvæð getur verið á bilinu 20-40 hektarar en kvendýrin fara um miklu stærra svæði og inn á umráðasvæði annarra bukka og getur óðalsbóndinn lítið aðhafst til að halda þeim á sínu svæði. Átök á milli bukka eru því ekki einungis um kvendýrin heldur einnig um álitlegustu umráðasvæðin.

Þar sem beitargæði fara eftir árstíðum eðla dýrin sig alltaf á ákveðnum tíma árs þannig að kálfarnir fæðist á regntímanum þegar beitargæðin eru sem best. Meðgöngutíminn er á bilinu 194-200 dagar. Við burð fer kvendýrið afsíðis eins og er svo algengt meðal spendýra en slæst svo aftur í hópinn eftir 1-2 daga. Kálfurinn er á spena í rúma 4 mánuði.

Impalahirtir eru félagslega virkastir rétt eftir sólsetur og við sólarupprás en þá eru hjarðirnar hvað færanlegastar. Á nóttunni liggja þeir á meltunni en þá er líka mesta hættan á að hlébarðar, sem eru helstu afræningjar impalahjarta, láti til skarar skríða. Ljón og blettahýenur veiða einnig impalahirti og nýfæddir kálfar eru oft veiddir af minni rándýrum á borð við sjakala.

Þegar rándýr ræðst á hjörð impalahjarta þá þjóta þeir af stað með miklum fyrirgangi og taka löng og há stökk, allt að 3 metra upp í loftið. Flóttinn virðist tilviljanakenndur og óskipulagður en sennilega er það með ráðum gert að dýrin hendist svona sitt á hvað til þess að rugla rándýrið í rýminu þannig að því takist ekki að einbeita sér að neinu ákveðnu dýri.

Impalahjörtum hefur fækkað nokkuð á undanförnum áratugum og eru nú í útrýmingarhættu samkvæmt upplýsingum frá alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum Union for Conservation of Nature (IUCN). Impalahirtir eru mikið veiddir af mönnum auk þess sem gengið hefur verulega á beitarlönd þeirra vegna landbúnaðar.

Heimildir og mynd:

 • Delany, M., D. Happold. 1979. Ecology of African Mammals. New York: Longman Group Limited.
 • Wilson, D., D. Reeder, eds. 1993. Mammal Species of the World. Washington, DC: Smithsonian Institution Press.
 • Wainscoat.com
...