Sólin Sólin Rís 05:02 • sest 21:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:57 • Síðdegis: 20:19 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 05:02 • sest 21:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:57 • Síðdegis: 20:19 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu margar tegundir af dýrum eru í útrýmingarhættu í dag og af hverju?

Jón Már Halldórsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Þegar fjallað er um stöðu lífvera og hversu mikil hætta er á að þær deyi út í nánustu framtíð, er mjög gjarnan litið til svokallaðra válista en það eru skrár yfir tegundir sem eiga undir högg að sækja. Við gerð válista er algengt að stuðst sé við viðmið Alþjóðanáttúruverndarsambandsins (e. Union for Conservation of Nature, IUCN) en svonefndur rauði listi IUCN er líklega sá listi sem helst er litið til þegar fjallað er um ástand lífvera á heimsvísu. Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands er fjallað stuttlega um þá áhættuflokka sem notaðir eru í IUCN-kerfinu en þeir þrír flokkar sem sérstaklega er litið til í þessu svari eru:

  • Í bráðri hættu (e. Critically endangered, CR). Tegund telst vera í bráðri hættu þegar eindregnar líkur eru á að hún verði útdauð í náttúrunni í náinni framtíð, samkvæmt tilteknum forsendum.
  • Í hættu (e. Endangered, ER). Tegund telst vera í hættu, en þó ekki í bráðri hættu, þegar mjög miklar líkur eru á að hún verði útdauð í náttúrunni í fyrirsjáanlegri framtíð, samkvæmt tilteknum forsendum.
  • Í nokkurri hættu (e. Vulnarable, VU). Tegund telst vera í nokkurri hættu, en þó hvorki í bráðri hættu né í hættu samanber hér að framan, ef miklar líkur eru á að hún verði útdauð í náttúrunni í framtíðinni, samkvæmt tilteknum forsendum.

Samkvæmt upplýsingum á vef IUCN eru tæplega 91.700 dýrategundir skráðar á rauða lista þeirra. Af þeim eru rúmlega 17.800 dýrategundir taldar í hættu, það er að segja falla í einn af þeim þremur flokkum sem nefndir eru hér að ofan.

Dvergbuffali af tegundinni Bubalus mindorensis (e. tamaraw eða Mindoro dwarf buffalo) sem lifir á eyjunni Mindoro á Filippseyjumer dæmi um spendýrategund í mikilli útrýmingarhættu. Samkvæmt IUCN er áætlað að tegundin telji aðeins um 430 dýr.

Í töflunni hér að neðan má sjá hvernig staðan er í þeim fimm flokkum sem hryggdýr tilheyra.

Flokkur Heildarf. tegunda Í bráðri hættu Í hættu Í nokkurri hættu
Fiskar28.132862 (3%)1.456 (5%) 1.677 (6%)
Froskdýr8.009798 (10%)1.266 (16%) 809 (10%)
Fuglar11.195223 (2%)395 (4%)693 (6%)
Skriðdýr10.311430 (4%)789 (8%)626 (6%)
Spendýr5.991241 (4%)546 (9%)567 (9%)

Af töflunni má ráða að froskdýr eru þau hryggdýr sem standa verst. Í dag eru þekktar rétt um 8.000 froskdýrategundir í heiminum og af þeim eru um 36% í einhverri útrýmingarhættu. Næst á eftir koma spendýr, en talið er að um 1350 tegundir séu í einhverri hættu eða um 23% allra spendýrategunda. Hlutfallið hjá skriðdýrum er um 18%, um 14% fisktegunda eru í hættu og um 12% allra fuglategunda eru álitnar vera í einhvers konar útrýmingarhættu eða þurfa sérstaka vernd.

Líffræðingar telja nokkrar meginástæður fyrir því að þróunin hafi verið á þann veg að margar dýrategundir standa nú höllum fæti. Í fyrsta lagi megi rekja ástandið til þess að búsvæði margra dýrategunda hafi verið eyðilögð eða þeim breytt vegna mannlegra athafna. Gott dæmi um það er þegar stór og villt svæði hafa verið rudd til að búa til ræktunarsvæði fyrir landbúnað í frumskógum víða í Asíu og Suður-Ameríku. Þetta hefur stundum leitt til þess að fjöldi dýrategunda hefur tapað búsvæðum sínum. Í kjölfarið hafa mörg þeirra dáið út eða þeim fækkað svo mikið að eftir eru aðeins örfá dýr.

Eyðing búsvæða, til dæmis vegna skógarhöggs, er ein ástæða þess að mörgum dýrategundum hefur hnignað. Mynd frá Amason.

Í öðru lagi hefur dýrategundum fækkað vegna ólöglegra veiða, sem kallast veiðiþjófnaður eða stjórnlausar veiðar. Til dæmis hafa nashyrningar í Afríku orðið illa fyrir barðinu á veiðiþjófum á undanförnum áratugum. Annað dæmi er stofnar tígrisdýra í Asíu sem hafa farið minnkandi undanfarna áratugi vegna mikilla eftirspurnar eftir ýmsum afurðum sem vinna má úr skinni þeirra. Ekki er útséð um það hvort tígrisdýrin hafi það af í nánustu framtíð, nema ríkisstjórnir í Asíuríkjum komi þeim til verndar.

Þriðja stóra ástæðan sem getur legið til grundvallar þess að dýr séu í útrýmingarhættu, er mengun af mannavöldum sem leiðir til dæmis til þess að vatnsból dýranna spillast og skógur tapast.

Hér eru aðeins nefnd þrjú atriði sem hafa haft áhrif á stöðu dýrategunda en margir aðrir þættir, bæði staðbundnir og hnattrænir, hafa áhrif á afkomu dýrastofna um allan heim.

Heimildir og myndir:

Höfundar

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

5.4.2002

Síðast uppfært

7.4.2025

Spyrjandi

Loftveig Einarsdóttir,
Ólafía Margrét Ólafsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hversu margar tegundir af dýrum eru í útrýmingarhættu í dag og af hverju?“ Vísindavefurinn, 5. apríl 2002, sótt 30. apríl 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=2266.

Jón Már Halldórsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2002, 5. apríl). Hversu margar tegundir af dýrum eru í útrýmingarhættu í dag og af hverju? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2266

Jón Már Halldórsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hversu margar tegundir af dýrum eru í útrýmingarhættu í dag og af hverju?“ Vísindavefurinn. 5. apr. 2002. Vefsíða. 30. apr. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2266>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu margar tegundir af dýrum eru í útrýmingarhættu í dag og af hverju?
Þegar fjallað er um stöðu lífvera og hversu mikil hætta er á að þær deyi út í nánustu framtíð, er mjög gjarnan litið til svokallaðra válista en það eru skrár yfir tegundir sem eiga undir högg að sækja. Við gerð válista er algengt að stuðst sé við viðmið Alþjóðanáttúruverndarsambandsins (e. Union for Conservation of Nature, IUCN) en svonefndur rauði listi IUCN er líklega sá listi sem helst er litið til þegar fjallað er um ástand lífvera á heimsvísu. Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands er fjallað stuttlega um þá áhættuflokka sem notaðir eru í IUCN-kerfinu en þeir þrír flokkar sem sérstaklega er litið til í þessu svari eru:

  • Í bráðri hættu (e. Critically endangered, CR). Tegund telst vera í bráðri hættu þegar eindregnar líkur eru á að hún verði útdauð í náttúrunni í náinni framtíð, samkvæmt tilteknum forsendum.
  • Í hættu (e. Endangered, ER). Tegund telst vera í hættu, en þó ekki í bráðri hættu, þegar mjög miklar líkur eru á að hún verði útdauð í náttúrunni í fyrirsjáanlegri framtíð, samkvæmt tilteknum forsendum.
  • Í nokkurri hættu (e. Vulnarable, VU). Tegund telst vera í nokkurri hættu, en þó hvorki í bráðri hættu né í hættu samanber hér að framan, ef miklar líkur eru á að hún verði útdauð í náttúrunni í framtíðinni, samkvæmt tilteknum forsendum.

Samkvæmt upplýsingum á vef IUCN eru tæplega 91.700 dýrategundir skráðar á rauða lista þeirra. Af þeim eru rúmlega 17.800 dýrategundir taldar í hættu, það er að segja falla í einn af þeim þremur flokkum sem nefndir eru hér að ofan.

Dvergbuffali af tegundinni Bubalus mindorensis (e. tamaraw eða Mindoro dwarf buffalo) sem lifir á eyjunni Mindoro á Filippseyjumer dæmi um spendýrategund í mikilli útrýmingarhættu. Samkvæmt IUCN er áætlað að tegundin telji aðeins um 430 dýr.

Í töflunni hér að neðan má sjá hvernig staðan er í þeim fimm flokkum sem hryggdýr tilheyra.

Flokkur Heildarf. tegunda Í bráðri hættu Í hættu Í nokkurri hættu
Fiskar28.132862 (3%)1.456 (5%) 1.677 (6%)
Froskdýr8.009798 (10%)1.266 (16%) 809 (10%)
Fuglar11.195223 (2%)395 (4%)693 (6%)
Skriðdýr10.311430 (4%)789 (8%)626 (6%)
Spendýr5.991241 (4%)546 (9%)567 (9%)

Af töflunni má ráða að froskdýr eru þau hryggdýr sem standa verst. Í dag eru þekktar rétt um 8.000 froskdýrategundir í heiminum og af þeim eru um 36% í einhverri útrýmingarhættu. Næst á eftir koma spendýr, en talið er að um 1350 tegundir séu í einhverri hættu eða um 23% allra spendýrategunda. Hlutfallið hjá skriðdýrum er um 18%, um 14% fisktegunda eru í hættu og um 12% allra fuglategunda eru álitnar vera í einhvers konar útrýmingarhættu eða þurfa sérstaka vernd.

Líffræðingar telja nokkrar meginástæður fyrir því að þróunin hafi verið á þann veg að margar dýrategundir standa nú höllum fæti. Í fyrsta lagi megi rekja ástandið til þess að búsvæði margra dýrategunda hafi verið eyðilögð eða þeim breytt vegna mannlegra athafna. Gott dæmi um það er þegar stór og villt svæði hafa verið rudd til að búa til ræktunarsvæði fyrir landbúnað í frumskógum víða í Asíu og Suður-Ameríku. Þetta hefur stundum leitt til þess að fjöldi dýrategunda hefur tapað búsvæðum sínum. Í kjölfarið hafa mörg þeirra dáið út eða þeim fækkað svo mikið að eftir eru aðeins örfá dýr.

Eyðing búsvæða, til dæmis vegna skógarhöggs, er ein ástæða þess að mörgum dýrategundum hefur hnignað. Mynd frá Amason.

Í öðru lagi hefur dýrategundum fækkað vegna ólöglegra veiða, sem kallast veiðiþjófnaður eða stjórnlausar veiðar. Til dæmis hafa nashyrningar í Afríku orðið illa fyrir barðinu á veiðiþjófum á undanförnum áratugum. Annað dæmi er stofnar tígrisdýra í Asíu sem hafa farið minnkandi undanfarna áratugi vegna mikilla eftirspurnar eftir ýmsum afurðum sem vinna má úr skinni þeirra. Ekki er útséð um það hvort tígrisdýrin hafi það af í nánustu framtíð, nema ríkisstjórnir í Asíuríkjum komi þeim til verndar.

Þriðja stóra ástæðan sem getur legið til grundvallar þess að dýr séu í útrýmingarhættu, er mengun af mannavöldum sem leiðir til dæmis til þess að vatnsból dýranna spillast og skógur tapast.

Hér eru aðeins nefnd þrjú atriði sem hafa haft áhrif á stöðu dýrategunda en margir aðrir þættir, bæði staðbundnir og hnattrænir, hafa áhrif á afkomu dýrastofna um allan heim.

Heimildir og myndir:...