Sólin Sólin Rís 03:28 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:17 • Sest 03:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:40 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:05 • Síðdegis: 21:33 í Reykjavík

Er himinninn blár á Mars?

Stjörnufræðivefurinn

Á Mars er örþunnur lofthjúpur sem er að mestu leyti úr koltvíildi (95%, einnig kallað koldíoxíð og koltvísýringur), nitri (2,7%, einnig kallað köfnunarefni) og argoni (1,6%) en auk þess finnast önnur efni í minna magni. Vísbendingar um fljótandi vatn á yfirborðinu benda til þess að lofthjúpurinn hafi eitt sinn verið mun þykkari og hlýrri.

Þegar Mars glataði segulhvolfi sínu fyrir um fjórum milljörðum ára gat sólvindurinn verkað óheftur við jónahvolf reikistjörnunnar. Þegar agnir sólvindsins rákust á agnirnar í lofthjúpi Mars tvístruðust þær og léttustu atómin í ystu lögunum sluppu út í geiminn. Geimförin Mars Global Surveyor og Mars Express hafa greint þessar agnir streyma út í geiminn. Lofthjúpur Mars hefur þannig veðrast í gegnum tíðina. Hefði segulhvolfið ekki horfið væri lofthjúpur Mars mun þykkari en hann er nú.


Lofthjúpur Mars er örþunnur og að mestu leyti úr koltvíildi.

Loftþrýstingurinn á Mars er því mjög lágur eða frá 30 Pascal (0,03 kPa) á Ólympusfjalli upp í 1155 Pascal (1,155 kPa) á botni Hellas-dældinnar. Meðalloftþrýstingurinn er um 600 Pascal (0,6 kPa) eða aðeins 6 millíbör. Þetta er innan við 1% af meðalloftþrýstingi við yfirborð jarðar sem er 101,3 kPa eða um 1000 millíbör. Meðalloftþrýstingur Mars jafngildir þar með loftþrýstingi í tæplega 35 km hæð yfir jörðinni.

Sumir gætu haldið að fyrst lofthjúpurinn er svona þunnur ætti Marshiminninn að vera dökkfjólublár að degi til, jafnvel svartur. Á myndum lendingarfara sést þó að himinninn er einhvers staðar á milli þess að vera föl-appelsínugulbrúnn og ljósbleikur. Í lofthjúpnum eru afar fínar rykagnir, aðeins 1,5 míkrómetri í þvermál, sem haldast lengi í lofthjúpnum og eiga sinn þátt í þessu sérkennilega litasamspili.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um lofthjúp Mars á Stjörnufræðivefnum og birt hér með góðfúslegu leyfi.

Útgáfudagur

18.10.2010

Spyrjandi

Bjarki Þór Gunnarsson f.1994

Tilvísun

Stjörnufræðivefurinn. „Er himinninn blár á Mars?“ Vísindavefurinn, 18. október 2010. Sótt 30. maí 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=48589.

Stjörnufræðivefurinn. (2010, 18. október). Er himinninn blár á Mars? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=48589

Stjörnufræðivefurinn. „Er himinninn blár á Mars?“ Vísindavefurinn. 18. okt. 2010. Vefsíða. 30. maí. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=48589>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er himinninn blár á Mars?
Á Mars er örþunnur lofthjúpur sem er að mestu leyti úr koltvíildi (95%, einnig kallað koldíoxíð og koltvísýringur), nitri (2,7%, einnig kallað köfnunarefni) og argoni (1,6%) en auk þess finnast önnur efni í minna magni. Vísbendingar um fljótandi vatn á yfirborðinu benda til þess að lofthjúpurinn hafi eitt sinn verið mun þykkari og hlýrri.

Þegar Mars glataði segulhvolfi sínu fyrir um fjórum milljörðum ára gat sólvindurinn verkað óheftur við jónahvolf reikistjörnunnar. Þegar agnir sólvindsins rákust á agnirnar í lofthjúpi Mars tvístruðust þær og léttustu atómin í ystu lögunum sluppu út í geiminn. Geimförin Mars Global Surveyor og Mars Express hafa greint þessar agnir streyma út í geiminn. Lofthjúpur Mars hefur þannig veðrast í gegnum tíðina. Hefði segulhvolfið ekki horfið væri lofthjúpur Mars mun þykkari en hann er nú.


Lofthjúpur Mars er örþunnur og að mestu leyti úr koltvíildi.

Loftþrýstingurinn á Mars er því mjög lágur eða frá 30 Pascal (0,03 kPa) á Ólympusfjalli upp í 1155 Pascal (1,155 kPa) á botni Hellas-dældinnar. Meðalloftþrýstingurinn er um 600 Pascal (0,6 kPa) eða aðeins 6 millíbör. Þetta er innan við 1% af meðalloftþrýstingi við yfirborð jarðar sem er 101,3 kPa eða um 1000 millíbör. Meðalloftþrýstingur Mars jafngildir þar með loftþrýstingi í tæplega 35 km hæð yfir jörðinni.

Sumir gætu haldið að fyrst lofthjúpurinn er svona þunnur ætti Marshiminninn að vera dökkfjólublár að degi til, jafnvel svartur. Á myndum lendingarfara sést þó að himinninn er einhvers staðar á milli þess að vera föl-appelsínugulbrúnn og ljósbleikur. Í lofthjúpnum eru afar fínar rykagnir, aðeins 1,5 míkrómetri í þvermál, sem haldast lengi í lofthjúpnum og eiga sinn þátt í þessu sérkennilega litasamspili.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um lofthjúp Mars á Stjörnufræðivefnum og birt hér með góðfúslegu leyfi....