
Fellibyljir geta ekki myndast við Ísland vegna þess sjórinn hér er of kaldur. Leifar af fellibyljum berast þó stundum til landsins. Það er oft miðað við að yfirborðshiti sjávar þurfi að vera 26°C hið minnsta til að fellibylur geti myndast. Við suðurströnd Íslands fer sjávarhiti ekki mikið yfir 10°C. Skýstrókar geta hins vegar myndast á Íslandi, en það er afar sjaldgæft. Þetta svar byggir meðal annars á þessum svörum:
- Hvað er fellibylur, af hverju og við hvaða aðstæður myndast fellibyljir? eftir Harald Ólafsson
- Hver er munurinn á hvirfilbyl og fellibyl? eftir Harald Ólafsson