Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Af hverju kemur aldrei hvirfilbylur eða fellibylur á Íslandi?

JGÞ

Hvirfilbyljir eða skýstrókar eru ógnarhvassar en smáar hringiður í neðsta hluta gufuhvolfsins, sumir hafa kannski séð hvirfilbylji í bíómyndum. Fellibyljir eru hins vegar víðáttumikil óveður sem ná frá yfirborði jarðar upp að veðrahvörfum. Það er algengt að skýstrókar myndist í fellibyljum.

Skýstrókar og fellibyljir myndast í óstöðugu lofti, þegar hlýtt loft er undir köldu lofti. Fellibyljir myndast yfir úthöfum en skýstrókar geta bæði myndast yfir landi og sjó. Fellibyljir lifa dögum saman, en skýstrókar stundum ekki nema í nokkrar mínútur og í mesta lagi örfáar klukkustundir.



Skýstrókur á Skeiðarársandi. Skýstrókar geta myndast á Íslandi en eru mjög sjaldgæfir.

Fellibyljir geta ekki myndast við Ísland vegna þess sjórinn hér er of kaldur. Leifar af fellibyljum berast þó stundum til landsins. Það er oft miðað við að yfirborðshiti sjávar þurfi að vera 26°C hið minnsta til að fellibylur geti myndast. Við suðurströnd Íslands fer sjávarhiti ekki mikið yfir 10°C. Skýstrókar geta hins vegar myndast á Íslandi, en það er afar sjaldgæft.

Þetta svar byggir meðal annars á þessum svörum:

Mynd: Veðurstofa Íslands. Ljósmyndari Michael Schollert. Sótt 14. 8. 2008.

Höfundur

Útgáfudagur

21.8.2008

Spyrjandi

Hörður Gautur
Ellý Sæunn

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju kemur aldrei hvirfilbylur eða fellibylur á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 21. ágúst 2008. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=48638.

JGÞ. (2008, 21. ágúst). Af hverju kemur aldrei hvirfilbylur eða fellibylur á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=48638

JGÞ. „Af hverju kemur aldrei hvirfilbylur eða fellibylur á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 21. ágú. 2008. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=48638>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju kemur aldrei hvirfilbylur eða fellibylur á Íslandi?
Hvirfilbyljir eða skýstrókar eru ógnarhvassar en smáar hringiður í neðsta hluta gufuhvolfsins, sumir hafa kannski séð hvirfilbylji í bíómyndum. Fellibyljir eru hins vegar víðáttumikil óveður sem ná frá yfirborði jarðar upp að veðrahvörfum. Það er algengt að skýstrókar myndist í fellibyljum.

Skýstrókar og fellibyljir myndast í óstöðugu lofti, þegar hlýtt loft er undir köldu lofti. Fellibyljir myndast yfir úthöfum en skýstrókar geta bæði myndast yfir landi og sjó. Fellibyljir lifa dögum saman, en skýstrókar stundum ekki nema í nokkrar mínútur og í mesta lagi örfáar klukkustundir.



Skýstrókur á Skeiðarársandi. Skýstrókar geta myndast á Íslandi en eru mjög sjaldgæfir.

Fellibyljir geta ekki myndast við Ísland vegna þess sjórinn hér er of kaldur. Leifar af fellibyljum berast þó stundum til landsins. Það er oft miðað við að yfirborðshiti sjávar þurfi að vera 26°C hið minnsta til að fellibylur geti myndast. Við suðurströnd Íslands fer sjávarhiti ekki mikið yfir 10°C. Skýstrókar geta hins vegar myndast á Íslandi, en það er afar sjaldgæft.

Þetta svar byggir meðal annars á þessum svörum:

Mynd: Veðurstofa Íslands. Ljósmyndari Michael Schollert. Sótt 14. 8. 2008. ...