Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Væri hægt að sundra hlutum eða fólki og senda það á milli staða með teleport-tækni eða vél?

Kristján Leósson

Vélar eins og sú sem spyrjandi vísar til eru algengar í vísinda- og ævintýraskáldskap. Í flestum tilfellum er gert ráð fyrir því að efni, annaðhvort dauðum hlutum eða lifandi verum, sé eytt á einum stað og það endurskapað á öðrum stað í nákvæmlega sömu mynd. Sjaldnast er þó tíundað nákvæmlega hvernig upplýsingarnar um „uppröðun“ efnisins eru fluttar milli þessara tveggja staða.

Engin þekkt tækni eða eðlisfræðileg lögmál leyfa slíkan flutning á efni milli staða þannig að svarið við spurningunni er ótvírætt nei!

Hins vegar hefur hugtakið "quantum teleportation" verið notað fyrir flutning á ástandi skammtafræðilegs kerfis. Slíkan „ástandsflutning“ má til dæmis framkvæma með því að senda ljóseind frá einu skammtafræðilegu kerfi til móttakanda sem notar ljóseindina til að endurskapa upphaflega ástandið nákvæmlega í samskonar skammtafræðilegu kerfi. Hér er því ekki verið að flytja efni milli staða, heldur aðeins ástand efnis.

Skammtafræðilegur ástandsflutningur á 70 kg manni tæki 10.000 lengri tíma en aldur alheimsins!

Árið 1997 var í fyrsta sinn sýnt fram á með tilraunum að skammtafræðilegur ástandsflutningur væri mögulegur (sjá Experimental quantum teleportation) og fyrr á þessu ári (2010) var greint frá tilraunum þar sem ástandsflutningur var framkvæmdur yfir 16 km vegalengd með 89% nákvæmni (sjá til dæmis Quantum teleportation achieved over 16 km).

Ef við gefum okkur að líkaminn sé aðeins skammtafræðilegt kerfi, samsett úr mörgum ögnum, þá gætum við ef til vill hugsað okkur að með því að flytja upplýsingar um ástand „kerfisins“ milli staða þá gætum við flutt manneskjuna, að því gefnu að móttakandinn hafi rétt magn af hráefni við hendina.

Gefum okkur að þetta sé mögulegt og að við gætum flutt allar nauðsynlegar upplýsingar um ástand einnar frumeindar í líkamanum með einni ljóseind (sem er langt frá því að vera raunhæft því frumeindir líkamans eru flóknari en svo) og að það tæki okkur til dæmis einn milljónasta hluta úr sekúndu að lesa upplýsingarnar, senda þær milli staða og endurskapa ástandið aftur (sem er líka töluverð bjartsýni) og að allt þetta tækist okkur að gera með 100% nákvæmni. Tíminn sem tæki að flytja eina 70 kg manneskju á milli staða væri þá, gróflega reiknað, 10.000 sinnum lengri en aldur alheimsins. Að þeim tíma liðnum væri lítið eftir af manneskjunni og öllu umhverfi hennar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Aðrir spyrjendur voru:
Ævar Dungal, Snorri Þorvaldsson, f. 1994, Sveinn Bragi Sveinsson, Eiríkur Björnsson, Þórgnýr Thoroddsen, Sigursteinn Gunnarsson, Marinó M. Magnússon, Benedikt Kristjánsson og Ólafur Hlynsson.

Höfundur

Kristján Leósson

eðlisverkfræðingur

Útgáfudagur

27.10.2010

Spyrjandi

Elvar Árnason, Jóhann Linnet og fleiri spyrjendur

Tilvísun

Kristján Leósson. „Væri hægt að sundra hlutum eða fólki og senda það á milli staða með teleport-tækni eða vél?“ Vísindavefurinn, 27. október 2010. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=48728.

Kristján Leósson. (2010, 27. október). Væri hægt að sundra hlutum eða fólki og senda það á milli staða með teleport-tækni eða vél? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=48728

Kristján Leósson. „Væri hægt að sundra hlutum eða fólki og senda það á milli staða með teleport-tækni eða vél?“ Vísindavefurinn. 27. okt. 2010. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=48728>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Væri hægt að sundra hlutum eða fólki og senda það á milli staða með teleport-tækni eða vél?
Vélar eins og sú sem spyrjandi vísar til eru algengar í vísinda- og ævintýraskáldskap. Í flestum tilfellum er gert ráð fyrir því að efni, annaðhvort dauðum hlutum eða lifandi verum, sé eytt á einum stað og það endurskapað á öðrum stað í nákvæmlega sömu mynd. Sjaldnast er þó tíundað nákvæmlega hvernig upplýsingarnar um „uppröðun“ efnisins eru fluttar milli þessara tveggja staða.

Engin þekkt tækni eða eðlisfræðileg lögmál leyfa slíkan flutning á efni milli staða þannig að svarið við spurningunni er ótvírætt nei!

Hins vegar hefur hugtakið "quantum teleportation" verið notað fyrir flutning á ástandi skammtafræðilegs kerfis. Slíkan „ástandsflutning“ má til dæmis framkvæma með því að senda ljóseind frá einu skammtafræðilegu kerfi til móttakanda sem notar ljóseindina til að endurskapa upphaflega ástandið nákvæmlega í samskonar skammtafræðilegu kerfi. Hér er því ekki verið að flytja efni milli staða, heldur aðeins ástand efnis.

Skammtafræðilegur ástandsflutningur á 70 kg manni tæki 10.000 lengri tíma en aldur alheimsins!

Árið 1997 var í fyrsta sinn sýnt fram á með tilraunum að skammtafræðilegur ástandsflutningur væri mögulegur (sjá Experimental quantum teleportation) og fyrr á þessu ári (2010) var greint frá tilraunum þar sem ástandsflutningur var framkvæmdur yfir 16 km vegalengd með 89% nákvæmni (sjá til dæmis Quantum teleportation achieved over 16 km).

Ef við gefum okkur að líkaminn sé aðeins skammtafræðilegt kerfi, samsett úr mörgum ögnum, þá gætum við ef til vill hugsað okkur að með því að flytja upplýsingar um ástand „kerfisins“ milli staða þá gætum við flutt manneskjuna, að því gefnu að móttakandinn hafi rétt magn af hráefni við hendina.

Gefum okkur að þetta sé mögulegt og að við gætum flutt allar nauðsynlegar upplýsingar um ástand einnar frumeindar í líkamanum með einni ljóseind (sem er langt frá því að vera raunhæft því frumeindir líkamans eru flóknari en svo) og að það tæki okkur til dæmis einn milljónasta hluta úr sekúndu að lesa upplýsingarnar, senda þær milli staða og endurskapa ástandið aftur (sem er líka töluverð bjartsýni) og að allt þetta tækist okkur að gera með 100% nákvæmni. Tíminn sem tæki að flytja eina 70 kg manneskju á milli staða væri þá, gróflega reiknað, 10.000 sinnum lengri en aldur alheimsins. Að þeim tíma liðnum væri lítið eftir af manneskjunni og öllu umhverfi hennar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Aðrir spyrjendur voru:
Ævar Dungal, Snorri Þorvaldsson, f. 1994, Sveinn Bragi Sveinsson, Eiríkur Björnsson, Þórgnýr Thoroddsen, Sigursteinn Gunnarsson, Marinó M. Magnússon, Benedikt Kristjánsson og Ólafur Hlynsson.

...