Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju ruglar fólk stundum saman orðunum apótek og bakarí?

Guðrún Kvaran

Að undanförnu hef ég spurst fyrir um þennan rugling á orðunum apótek og bakarí en engan hitt sem kannast við hann. Ekki rengi ég þó að hann sé til því að vel er þekkt að fólk segi eitt ósjálfrátt en hafi ætlað að segja annað. Sjálf segi ég mjög oft febrúar þegar ég ætla að segja nóvember og öfugt og hef enga skýringu á. Bæði orðin apótek og bakarí eru vel lifandi í málinu þótt mörg af gömlu apótekunum hafi runnið inn í keðjur og fengið ný nöfn. Þetta má meðal annars. sjá á gulu síðum símaskrárinnar undir orðunum apótek og bakarí.

Apótek og bakarí eru tökuorð sennilegast úr dönsku. Um fyrra orðið á Orðabók Háskólans elst dæmi frá því skömmu eftir miðja 17. öld en um bakarí frá síðari hluta 19. aldar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Spurning Árna Svans hljóðaði í heild sinni svona:
Kæri vísindavefur,

á undanförnum árum hef ég nokkrum sinnum heyrt mætasta fólk segja „apótek“ þegar til stóð að segja „bakarí“. Fyrst hélt ég að þetta væri bara tilviljun, en þegar um var að ræða fleiri en einn og fleiri en tvo sem rugluðust á sömu orðum fór ég að efast um það.

Getur einhver frætt mig um það hvort þetta sé þekktur ruglingur og hvernig á þessu geti staðið.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

14.10.2008

Spyrjandi

Árni Svanur Daníelsson,
Anna Helgadóttir,
Sigurður Þór Jóhannesson,
Páll Sigurðsson,
Erla Jónsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju ruglar fólk stundum saman orðunum apótek og bakarí?“ Vísindavefurinn, 14. október 2008. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=48758.

Guðrún Kvaran. (2008, 14. október). Af hverju ruglar fólk stundum saman orðunum apótek og bakarí? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=48758

Guðrún Kvaran. „Af hverju ruglar fólk stundum saman orðunum apótek og bakarí?“ Vísindavefurinn. 14. okt. 2008. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=48758>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju ruglar fólk stundum saman orðunum apótek og bakarí?
Að undanförnu hef ég spurst fyrir um þennan rugling á orðunum apótek og bakarí en engan hitt sem kannast við hann. Ekki rengi ég þó að hann sé til því að vel er þekkt að fólk segi eitt ósjálfrátt en hafi ætlað að segja annað. Sjálf segi ég mjög oft febrúar þegar ég ætla að segja nóvember og öfugt og hef enga skýringu á. Bæði orðin apótek og bakarí eru vel lifandi í málinu þótt mörg af gömlu apótekunum hafi runnið inn í keðjur og fengið ný nöfn. Þetta má meðal annars. sjá á gulu síðum símaskrárinnar undir orðunum apótek og bakarí.

Apótek og bakarí eru tökuorð sennilegast úr dönsku. Um fyrra orðið á Orðabók Háskólans elst dæmi frá því skömmu eftir miðja 17. öld en um bakarí frá síðari hluta 19. aldar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Spurning Árna Svans hljóðaði í heild sinni svona:
Kæri vísindavefur,

á undanförnum árum hef ég nokkrum sinnum heyrt mætasta fólk segja „apótek“ þegar til stóð að segja „bakarí“. Fyrst hélt ég að þetta væri bara tilviljun, en þegar um var að ræða fleiri en einn og fleiri en tvo sem rugluðust á sömu orðum fór ég að efast um það.

Getur einhver frætt mig um það hvort þetta sé þekktur ruglingur og hvernig á þessu geti staðið.
...