
Sú ástæða sem mér finnst þess vegna trúlegust er að orðin apótek og bakarí eru lík bæði að formi og merkingu. Hvort tveggja eru þriggja atkvæða orð (ap-ó-tek, bak-ar-í) sem hljóma svolítið útlenskulega, enda eru þau bæði af erlendum uppruna. Fyrstu tvö hljóðin í orðunum (ap og ba) eru líka nokkurn veginn spegilmyndir hvors annars þar sem apótek er oft borið fram sem abótek. Þar að auki eru bæði apótek og bakarí sérverslanir þar sem fólk fer nær eingöngu til að kaupa tilteknar vörur. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Af hverju ruglar fólk stundum saman orðunum apótek og bakarí? eftir Guðrúnu Kvaran
- Pbase.com. Sótt 8.2.2010.