Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað þýðir að taka einhvern í bakaríið og hvaðan kemur orðasambandið?

Þetta orðasamband er ekki gamalt í íslensku. Þess er getið í Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál sem gefin var út 1982. Þar er merkingin sögð ‛ávita e-n, skamma’. Það er ekki að finna í Íslenskri orðabók frá 1983 en í útgáfunni frá 2002 er merkingin sögð 'ávíta e-n duglega' og notkunin óformleg.

Engin erlend fyrirmynd hefur fundist enn sem komið er og virðist orðatiltækið því innlent. Hugsanlega hefur orðasambandið þróast frá sögninni að baka í merkingunni ‛valda, orsaka’, til dæmis baka einhverjum vandræði, baka einhverjum tjón og í óformlegu máli að ‛gjörsigra’, það er baka einhvern.Ekki væri gott að vera tekinn í bakaríið af þessum tveimur bökurum.

Engin dæmi eru um það í ritmálssafni Orðabókarinnar en spurt var um orðatiltækið í þættinum Íslenskt mál fyrir um hálfum öðrum áratug. Mjög mörg svör bárust og virðist það því vel þekkt í nútímamáli. Enginn hafði þó skýringu á upprunanum. Helst er að tengja sambandið við sögnina að baka þegar hún er notuð í óformlegu máli í merkingunni 'gjörsigra einhvern': "Ég bakaði Jón í skák í gær".

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Fort Larned National Historic Site

Útgáfudagur

20.5.2010

Spyrjandi

Leikskólinn Klambrar, Björk Sigurðardóttir

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir að taka einhvern í bakaríið og hvaðan kemur orðasambandið?“ Vísindavefurinn, 20. maí 2010. Sótt 22. september 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=55496.

Guðrún Kvaran. (2010, 20. maí). Hvað þýðir að taka einhvern í bakaríið og hvaðan kemur orðasambandið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=55496

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir að taka einhvern í bakaríið og hvaðan kemur orðasambandið?“ Vísindavefurinn. 20. maí. 2010. Vefsíða. 22. sep. 2017. <http://visindavefur.is/svar.php?id=55496>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Kóran

Múslímar telja að Kóraninn hafi vitrast Múhameð spámanni smám saman á um 20 ára tímabili, frá 609 til 632 að vestrænu tímatali. Helstu fyrirmæli Kóransins eru sameiginleg öllum múslímum, vitnisburðurinn um að aðeins sé til einn guð og Múhameð sé spámaður hans, bænahald fimm sinnum á dag, fastan í Ramadan-mánuðinum, ölmusugjafir, og loks pílagrímsförin til Mekka.