Sólin Sólin Rís 07:11 • sest 19:58 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:25 • Sest 01:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:46 • Síðdegis: 21:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:37 • Síðdegis: 14:53 í Reykjavík

Af hverju var Pompei gleymd í svo mörg ár?

Haraldur Sigurðsson

Rómverska borgin Pompei grófst undir margra metra þykku lagi af vikri og ösku þegar Vesúvíus á Ítalíu gaus hinn 24. ágúst árið 79 eftir Krist. Þegar gosið hófst bjuggu um 25 þúsund manns í Pompei en hingað til hafa aðeins um tvö þúsund þeirra fundist í rústunum. Í lok eldgossins var borgin horfin og týnd.Uppgröftur í Pompei árið 1933.

Svæðið þar sem borgin var undir var kallað La Citta eða “borgin” af því að hér og þar stóðu upp úr öskunni veggbrot og önnur vegsummerki um forna borg. Það var ekki fyrr en árið 1592 að menn rákust fyrst á rústirnar, þegar vatnslögn var grafin í gegnum svæðið. Samt sem áður var borgin týnda látin í friði enn um sinn.

Árið 1738 var grafinn brunnur í grennd við Vesúvíus, og allt í einu komu verkamenn niður á marmaragólf sem reyndist vera leiksvið borgarinnar Herkúlaneum, skammt frá Pompei. Herkúlaneum hafði einnig grafist undir gosinu og yfir henni lá um 20 metra þykkt öskulag. Í borginni voru fyrrum um fjögur þúsund og fimm hundruð íbúar.Frá Herkúlaneum.

Í fyrstu var uppgröftur í Herkúlaneum rekinn sem leit að fjársjóðum og fornum listaverkum, en smátt og smátt fór að þróast aðferðafræði og þar varð fornleifafræðin til sem vísindaiðkun. Loks er það árið 1748 að skipulegur uppgröftur hefst í Pompei.

Það liðu því meir en sextán hundruð ár áður en Pompei fannst aftur. Þetta langa hlé stafar af því, að áhugi fyrir hinu forna og týnda fór ekki að vakna fyrir alvöru fyrr en á átjándu öldinni. Þá fór mannkynið að kunna að meta hina miklu arfleifð sem fornminjar eru og mikilvægt hlutverk þeirra í menningarsögu okkar allra.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Myndir:

Höfundur

Haraldur Sigurðsson

eldfjallafræðingur

Útgáfudagur

23.9.2010

Spyrjandi

Alexandra Axelsdóttir

Tilvísun

Haraldur Sigurðsson. „Af hverju var Pompei gleymd í svo mörg ár?“ Vísindavefurinn, 23. september 2010. Sótt 25. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=48862.

Haraldur Sigurðsson. (2010, 23. september). Af hverju var Pompei gleymd í svo mörg ár? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=48862

Haraldur Sigurðsson. „Af hverju var Pompei gleymd í svo mörg ár?“ Vísindavefurinn. 23. sep. 2010. Vefsíða. 25. mar. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=48862>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju var Pompei gleymd í svo mörg ár?
Rómverska borgin Pompei grófst undir margra metra þykku lagi af vikri og ösku þegar Vesúvíus á Ítalíu gaus hinn 24. ágúst árið 79 eftir Krist. Þegar gosið hófst bjuggu um 25 þúsund manns í Pompei en hingað til hafa aðeins um tvö þúsund þeirra fundist í rústunum. Í lok eldgossins var borgin horfin og týnd.Uppgröftur í Pompei árið 1933.

Svæðið þar sem borgin var undir var kallað La Citta eða “borgin” af því að hér og þar stóðu upp úr öskunni veggbrot og önnur vegsummerki um forna borg. Það var ekki fyrr en árið 1592 að menn rákust fyrst á rústirnar, þegar vatnslögn var grafin í gegnum svæðið. Samt sem áður var borgin týnda látin í friði enn um sinn.

Árið 1738 var grafinn brunnur í grennd við Vesúvíus, og allt í einu komu verkamenn niður á marmaragólf sem reyndist vera leiksvið borgarinnar Herkúlaneum, skammt frá Pompei. Herkúlaneum hafði einnig grafist undir gosinu og yfir henni lá um 20 metra þykkt öskulag. Í borginni voru fyrrum um fjögur þúsund og fimm hundruð íbúar.Frá Herkúlaneum.

Í fyrstu var uppgröftur í Herkúlaneum rekinn sem leit að fjársjóðum og fornum listaverkum, en smátt og smátt fór að þróast aðferðafræði og þar varð fornleifafræðin til sem vísindaiðkun. Loks er það árið 1748 að skipulegur uppgröftur hefst í Pompei.

Það liðu því meir en sextán hundruð ár áður en Pompei fannst aftur. Þetta langa hlé stafar af því, að áhugi fyrir hinu forna og týnda fór ekki að vakna fyrir alvöru fyrr en á átjándu öldinni. Þá fór mannkynið að kunna að meta hina miklu arfleifð sem fornminjar eru og mikilvægt hlutverk þeirra í menningarsögu okkar allra.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Myndir: ...