Sólin Sólin Rís 08:47 • sest 17:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:12 • Sest 17:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:42 • Síðdegis: 24:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:08 • Síðdegis: 18:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:47 • sest 17:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:12 • Sest 17:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:42 • Síðdegis: 24:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:08 • Síðdegis: 18:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er svona skrýtin lykt af gufunni á Hellisheiði?

Sigurður Steinþórsson

Lyktin frá borholum á Hellisheiði stafar af brennisteinsvetni (H2S) í gufunni, en það er litlaus, baneitruð og eldfim lofttegund. Sagt er að þefskynið taki öllum mælitækjum fram við að greina mjög lítinn styrk brennisteinsvetnis í andrúmsloftinu, en aukist styrkurinn hættir nefið að skynja lyktina og jafnframt verður það lífshættulegt, eitraðra en koleinoxíð (CO). Þar við bætist að H2S er þyngra en andrúmsloftið og getur því lagst í dældir eða safnast fyrir í leiðslum og tönkum — þetta gerðist sennilega á Hellisheiði fyrir skemmstu þegar tveir menn köfnuðu í röri sem staðið hafði lokað í nokkurn tíma.

Borhola á Hellisheiði.

Brennisteinsvetni myndast með ýmsum hætti, meðal annars af völdum baktería í mýrum og í iðrum manna og í jarðhitakerfum við niðurbrot brennisteinssteinda, til dæmis segulkíss (FeS):

FeS = Fe2+ + S2-

S2- + 2H+ = H2S

Fúlilækur (Jökulsá á Sólheimasandi) dregur nafn sitt af „jöklafýlu“ sem af henni leggur og kemur frá jarðhitakerfi undir Mýrdalsjökli.

Mynd:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

8.9.2008

Síðast uppfært

7.9.2022

Spyrjandi

Birgir

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvers vegna er svona skrýtin lykt af gufunni á Hellisheiði?“ Vísindavefurinn, 8. september 2008, sótt 24. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=48873.

Sigurður Steinþórsson. (2008, 8. september). Hvers vegna er svona skrýtin lykt af gufunni á Hellisheiði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=48873

Sigurður Steinþórsson. „Hvers vegna er svona skrýtin lykt af gufunni á Hellisheiði?“ Vísindavefurinn. 8. sep. 2008. Vefsíða. 24. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=48873>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er svona skrýtin lykt af gufunni á Hellisheiði?
Lyktin frá borholum á Hellisheiði stafar af brennisteinsvetni (H2S) í gufunni, en það er litlaus, baneitruð og eldfim lofttegund. Sagt er að þefskynið taki öllum mælitækjum fram við að greina mjög lítinn styrk brennisteinsvetnis í andrúmsloftinu, en aukist styrkurinn hættir nefið að skynja lyktina og jafnframt verður það lífshættulegt, eitraðra en koleinoxíð (CO). Þar við bætist að H2S er þyngra en andrúmsloftið og getur því lagst í dældir eða safnast fyrir í leiðslum og tönkum — þetta gerðist sennilega á Hellisheiði fyrir skemmstu þegar tveir menn köfnuðu í röri sem staðið hafði lokað í nokkurn tíma.

Borhola á Hellisheiði.

Brennisteinsvetni myndast með ýmsum hætti, meðal annars af völdum baktería í mýrum og í iðrum manna og í jarðhitakerfum við niðurbrot brennisteinssteinda, til dæmis segulkíss (FeS):

FeS = Fe2+ + S2-

S2- + 2H+ = H2S

Fúlilækur (Jökulsá á Sólheimasandi) dregur nafn sitt af „jöklafýlu“ sem af henni leggur og kemur frá jarðhitakerfi undir Mýrdalsjökli.

Mynd:...