Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru loftskeyti og hvenær var fyrsta loftskeytastöðin sett upp á Íslandi?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands
Nokkrir hafa sent Vísindavefnum spurningar um loftskeyti og fyrstu eiginlegu loftskeytastöðina á Íslandi. Laufey Karlsdóttir vildi einnig fá útskýringu á tækninni sem loftskeyti byggja á. Spurning hennar hljóðaði svona:
Hvað er loftskeyti? Þegar það er sent er líklega notað rafmagn. Hvernig get ég útskýrt það fyrir nemendum mínum?

Fyrsta loftskeytastöðin á Íslandi sem bæði gat tekið á móti og sent loftskeyti hóf starfsemi á Melunum í Reykjavík 17. júní 1918. Þetta ár komst því Ísland í fyrsta sinn í eiginlegt þráðlaust samband við umheiminn.

Elsta dæmið um samsetta orðið loftskeyti er að finna í blaðinu Heimskringlu 15. júní 1898.[1] Þar er það hins vegar notað í merkingunni 'flugvél' eða 'loftfar'. Í upphafi 20. aldar var fyrst farið að nota orðið yfir það sem á ensku kallast 'wireless telegraphy' eða þráðlaus skeyti.

Þráðlaus sending og móttaka á rafsegulbylgjum var eitt af verkefnum vísinda- og uppfinningamanna seint á 19. öld. Þar komu meðal annars við sögu Thomas Alva Edison, Nikola Tesla sem og ítalski uppfinningamaðurinn Guglielmo Marconi (1874-1937) sem oft er talinn hafa sent fyrstur manna þráðlaust skeyti rúmlega 3 km vegalengd sumarið 1895.

Mynd af rafsegulrófinu. Útvarpsbylgjur sjást hægra megin á rófinu.

Loftskeyti eru í raun útvarpsbylgjur (e. radio waves) sem eru ein tegund af rafsegulbylgjum (e. electromagnetic waves). Rafsegulbylgjur verða til þegar rafhleðslur (e. electric charge) hreyfast fram og aftur með einhverjum hætti. Tækni loftskeytanna byggst á því að láta breytilegan rafstraum fara um sendiloftnet. Við það verða til útvarpsbylgjur sem annað loftnet tekur svo á móti. Þekktasta dæmið um rafsegulbylgjur er vitanlega ljós en munurinn á ljósi og útvarpsbylgjum felst aðeins í bylgjulengdinni, eins og sést á myndinni hér fyrir ofan.

Loftskeyti Marconis öðluðust töluverða frægð eftir að skipið Titanic sökk 15. apríl 1912. Um borð voru loftskeytamenn á vegum fyrirtækis Marconis og fjölmargir farþegar í Titanic björguðust vegna þráðlausra skeytasendinga til björgunarskipsins Carpathia. Í réttarhöldum eftir sjóslysið vitnaði breski póstmeistarinn um það að að björgun mannslífa af Titanic hafi einvörðungu mátt þakka uppfinningu Hr. Marconis.[2]

Eftir þetta varð mönnum ljóst mikilvægi þráðlausra skeytasendinga og loftskeytastöðvar risu víða. Nokkur aðdragandi var að uppsetningu loftskeytastöðvar Íslandi sem bæði gat sent og tekið á móti skeytum. Fyrst hafði hugmyndin komið fram árið 1902 þegar Einar Benediktsson gerðist talsmaður loftskeytastöðvar. Tveimur árum síðar fór Hannes Hafstein ráðherra til London og hitti talsmenn Marconi-félagsins.[3] Möstur frá félaginu voru sett upp við Höfða 1905 og með þeim var hægt að taka á móti skeytum en ekki senda þau. Fyrsta móttakan fór fram 26. júní 1905. Texti loftskeytanna var meðal annars birtur í dagblaðinu Ingólfi og fyrsta loftskeytið sem barst til Íslands er nokkuð táknrænt þar sem það fjallar um sjóslys:

Brezkt gufuskip Ancona rakst á danskt skólaskip nálægt Kaupmannahöfn og sökti því. Tuttugu og tveir drengir druknuðu.[4]

Móttökustöðin við Höfða var aðeins í notkun fram í október 1906.[5] Lög um ritsíma og talsímakerfi Íslands voru sett 1913 og í þeim var heimilað að byggja loftskeytastöð nálægt Reykjavík sem bæði gat tekið á móti og sent skeyti. Byrjað var að reisa stöðina haustið 1916 og hún tók til starfa 17. júní 1918. Nokkur íslensk skip voru búin loftskeytatækjum fyrir tilkomu stöðvarinnar. Í skipin Goðafoss og Gullfoss voru til að mynda komin tæki árið 1915.[6]

Loftskeytastöðin á Melunum tók til starfa 17. júní 1918. Á myndinni sést vel annað tveggja 77 m loftnetsmastra. Myndin er tekin 1938.

Á loftskeytastöðinni á Melunum voru tvö 77 m há loftnetsmöstur.[7] Með þeim var hægt að senda skeyti um 750 km í dagsbirtu sem er um það bil vegalengdin frá Íslandi til Færeyja. Í myrkri var hægt að senda loftskeyti allt að 1500 km. Öll fjarskipti við skip fóru fram með Morsekóða og einnig var hægt að nota loftskeytastöðina til samskipta við útlönd ef samband með sæsíma rofnaði.

Tilvísanir:
 1. ^ Heimskringla, 15.06.1892 - Timarit.is. (Sótt 26.04.2018).
 2. ^ Guglielmo Marconi - Wikipedia. (Sótt 26.04.2018).
 3. ^ Ægir, 11. Árgangur 1918, 7. Tölublað - Timarit.is. (Sótt 26.04.2018).
 4. ^ Ingólfur, 02.07.1905 - Timarit.is. (Sótt 27.04.2018).
 5. ^ Minningarskjöldur um fyrsta loftskeytið. (Sótt 27.04.2018).
 6. ^ Morgunblaðið, 26.06.1930 - Timarit.is. (Sótt 27.04.2018).
 7. ^ Tímarit Verkfræðingafélags Íslands, 1. árgangur 1916, 3. tölublað - Timarit.is. (Sótt 26.04.2018).

Myndir:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

30.4.2018

Síðast uppfært

25.9.2019

Spyrjandi

Laufey Karlsdóttir, Ívar Örn Reynisson, Björg Sóley Kolbeinsdóttir

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað eru loftskeyti og hvenær var fyrsta loftskeytastöðin sett upp á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 30. apríl 2018, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=48942.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2018, 30. apríl). Hvað eru loftskeyti og hvenær var fyrsta loftskeytastöðin sett upp á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=48942

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað eru loftskeyti og hvenær var fyrsta loftskeytastöðin sett upp á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 30. apr. 2018. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=48942>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru loftskeyti og hvenær var fyrsta loftskeytastöðin sett upp á Íslandi?
Nokkrir hafa sent Vísindavefnum spurningar um loftskeyti og fyrstu eiginlegu loftskeytastöðina á Íslandi. Laufey Karlsdóttir vildi einnig fá útskýringu á tækninni sem loftskeyti byggja á. Spurning hennar hljóðaði svona:

Hvað er loftskeyti? Þegar það er sent er líklega notað rafmagn. Hvernig get ég útskýrt það fyrir nemendum mínum?

Fyrsta loftskeytastöðin á Íslandi sem bæði gat tekið á móti og sent loftskeyti hóf starfsemi á Melunum í Reykjavík 17. júní 1918. Þetta ár komst því Ísland í fyrsta sinn í eiginlegt þráðlaust samband við umheiminn.

Elsta dæmið um samsetta orðið loftskeyti er að finna í blaðinu Heimskringlu 15. júní 1898.[1] Þar er það hins vegar notað í merkingunni 'flugvél' eða 'loftfar'. Í upphafi 20. aldar var fyrst farið að nota orðið yfir það sem á ensku kallast 'wireless telegraphy' eða þráðlaus skeyti.

Þráðlaus sending og móttaka á rafsegulbylgjum var eitt af verkefnum vísinda- og uppfinningamanna seint á 19. öld. Þar komu meðal annars við sögu Thomas Alva Edison, Nikola Tesla sem og ítalski uppfinningamaðurinn Guglielmo Marconi (1874-1937) sem oft er talinn hafa sent fyrstur manna þráðlaust skeyti rúmlega 3 km vegalengd sumarið 1895.

Mynd af rafsegulrófinu. Útvarpsbylgjur sjást hægra megin á rófinu.

Loftskeyti eru í raun útvarpsbylgjur (e. radio waves) sem eru ein tegund af rafsegulbylgjum (e. electromagnetic waves). Rafsegulbylgjur verða til þegar rafhleðslur (e. electric charge) hreyfast fram og aftur með einhverjum hætti. Tækni loftskeytanna byggst á því að láta breytilegan rafstraum fara um sendiloftnet. Við það verða til útvarpsbylgjur sem annað loftnet tekur svo á móti. Þekktasta dæmið um rafsegulbylgjur er vitanlega ljós en munurinn á ljósi og útvarpsbylgjum felst aðeins í bylgjulengdinni, eins og sést á myndinni hér fyrir ofan.

Loftskeyti Marconis öðluðust töluverða frægð eftir að skipið Titanic sökk 15. apríl 1912. Um borð voru loftskeytamenn á vegum fyrirtækis Marconis og fjölmargir farþegar í Titanic björguðust vegna þráðlausra skeytasendinga til björgunarskipsins Carpathia. Í réttarhöldum eftir sjóslysið vitnaði breski póstmeistarinn um það að að björgun mannslífa af Titanic hafi einvörðungu mátt þakka uppfinningu Hr. Marconis.[2]

Eftir þetta varð mönnum ljóst mikilvægi þráðlausra skeytasendinga og loftskeytastöðvar risu víða. Nokkur aðdragandi var að uppsetningu loftskeytastöðvar Íslandi sem bæði gat sent og tekið á móti skeytum. Fyrst hafði hugmyndin komið fram árið 1902 þegar Einar Benediktsson gerðist talsmaður loftskeytastöðvar. Tveimur árum síðar fór Hannes Hafstein ráðherra til London og hitti talsmenn Marconi-félagsins.[3] Möstur frá félaginu voru sett upp við Höfða 1905 og með þeim var hægt að taka á móti skeytum en ekki senda þau. Fyrsta móttakan fór fram 26. júní 1905. Texti loftskeytanna var meðal annars birtur í dagblaðinu Ingólfi og fyrsta loftskeytið sem barst til Íslands er nokkuð táknrænt þar sem það fjallar um sjóslys:

Brezkt gufuskip Ancona rakst á danskt skólaskip nálægt Kaupmannahöfn og sökti því. Tuttugu og tveir drengir druknuðu.[4]

Móttökustöðin við Höfða var aðeins í notkun fram í október 1906.[5] Lög um ritsíma og talsímakerfi Íslands voru sett 1913 og í þeim var heimilað að byggja loftskeytastöð nálægt Reykjavík sem bæði gat tekið á móti og sent skeyti. Byrjað var að reisa stöðina haustið 1916 og hún tók til starfa 17. júní 1918. Nokkur íslensk skip voru búin loftskeytatækjum fyrir tilkomu stöðvarinnar. Í skipin Goðafoss og Gullfoss voru til að mynda komin tæki árið 1915.[6]

Loftskeytastöðin á Melunum tók til starfa 17. júní 1918. Á myndinni sést vel annað tveggja 77 m loftnetsmastra. Myndin er tekin 1938.

Á loftskeytastöðinni á Melunum voru tvö 77 m há loftnetsmöstur.[7] Með þeim var hægt að senda skeyti um 750 km í dagsbirtu sem er um það bil vegalengdin frá Íslandi til Færeyja. Í myrkri var hægt að senda loftskeyti allt að 1500 km. Öll fjarskipti við skip fóru fram með Morsekóða og einnig var hægt að nota loftskeytastöðina til samskipta við útlönd ef samband með sæsíma rofnaði.

Tilvísanir:
 1. ^ Heimskringla, 15.06.1892 - Timarit.is. (Sótt 26.04.2018).
 2. ^ Guglielmo Marconi - Wikipedia. (Sótt 26.04.2018).
 3. ^ Ægir, 11. Árgangur 1918, 7. Tölublað - Timarit.is. (Sótt 26.04.2018).
 4. ^ Ingólfur, 02.07.1905 - Timarit.is. (Sótt 27.04.2018).
 5. ^ Minningarskjöldur um fyrsta loftskeytið. (Sótt 27.04.2018).
 6. ^ Morgunblaðið, 26.06.1930 - Timarit.is. (Sótt 27.04.2018).
 7. ^ Tímarit Verkfræðingafélags Íslands, 1. árgangur 1916, 3. tölublað - Timarit.is. (Sótt 26.04.2018).

Myndir:

...