Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan kemur orðið tossi eiginlega?

Orðið tossi í merkingunni ‘tornæm manneskja; flón’ þekkist í málinu frá upphafi 19. aldar. Það er fengið að láni úr dönsku tosse í sömu merkingu. Í nýnorsku er einnig til myndin tosse, tusse í merkingunni ‘heimsk kona’.

Tosse í dönsku er orðið til úr eldra tusse sem aftur á rætur að rekja til myndarinnar turse-, það er að segja að orðið hefur samlögun, rs verður ss. Orðið turse er til í dönsku í merkingunni ‘tröll, jötunn’ og er sama orð og þurs í íslensku. Það orð er sameiginlegt norðurgermönskum málum í einhverri mynd og orðmyndum á eldri stigum vesturgermanskra mála. Tökuorðið tossi og íslenska orðið þurs eru því náskyld.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Útgáfudagur

4.11.2008

Spyrjandi

Ragnfríður, f. 1994
Valgerður Anna Ólafsdóttir, f.1993

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið tossi eiginlega?“ Vísindavefurinn, 4. nóvember 2008. Sótt 21. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=49212.

Guðrún Kvaran. (2008, 4. nóvember). Hvaðan kemur orðið tossi eiginlega? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=49212

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið tossi eiginlega?“ Vísindavefurinn. 4. nóv. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=49212>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sumarliði Ragnar Ísleifsson

1955

Sumarliði R. Ísleifsson er lektor í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa snúið að atvinnu- og félagssögu Íslands og beinst að ímyndum Íslands og Íslendinga og hvernig þær hafa tengst viðhorfum til Grænlands.