Sólin Sólin Rís 03:28 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:17 • Sest 03:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:40 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:05 • Síðdegis: 21:33 í Reykjavík

Ég er að skrifa ritgerð um síld og mig vantar að vita hverjir eru óvinir hennar?

JMH

Fyrst má nefna það sem stendur okkur næst, manninn, en á hverju ári eru veidd hundruð þúsunda tonna af síld. Til að mynda veiddu Íslendingar yfir 300 þúsund tonn á síðasta fiskveiðiári.

En maðurinn er ekki eini "óvinur" síldarinnar. Fjölmargar tegundir sjávardýra éta síld á öllum aldursstigum hennar. Margar fisktegundir éta egg síldarinnar og má þar sérstaklega nefna ýsuna. Seiðin verða sömuleiðis ýsu og fjölda annarra fisktegunda að bráð auk þess sem sjófuglar og jafnvel marglyttur veiða síldarseiði. Ungsíld og fullorðin síld eru sömuleiðis étnar af fjölmörgum hraðsyndum fiskum á hafsvæðinu umhverfis landið svo sem af hámeri, hákarli, makríl og túnfiski auk þess sem sjófuglar éta ógrynni af síld á hverju ári.Þessar síldar gætu endað í maga manna, fiska, fugla eða sjávarspendýra.

Síld er líka mikilvæg fæða fyrir sjávarspendýr svo sem seli. Háhyrningar eru algengir við stórar síldargöngur á Norður-Atlantshafi og hafa náðst merkar myndir af háhyrningum við síldarveiðar við Noreg. Þeir byrja á því að þétta torfurnar, ráðast svo á þær með því að slá til þeirra með sporðinum og dauðrota þannig síldina.

Skoðið einnig svar eftir sama höfund við spurningunni Getið þið sagt mér eitthvað um síld?

Mynd: Fisheries and Oceans Canada - Pacific Region. Myndin er upprunalega frá Venus verkefninu við University of Victoria. Sótt 6. 10. 2008.

Höfundur

Útgáfudagur

6.10.2008

Spyrjandi

Thelma Rut Tryggvadóttir, f. 1996

Tilvísun

JMH. „Ég er að skrifa ritgerð um síld og mig vantar að vita hverjir eru óvinir hennar? “ Vísindavefurinn, 6. október 2008. Sótt 30. maí 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=49247.

JMH. (2008, 6. október). Ég er að skrifa ritgerð um síld og mig vantar að vita hverjir eru óvinir hennar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=49247

JMH. „Ég er að skrifa ritgerð um síld og mig vantar að vita hverjir eru óvinir hennar? “ Vísindavefurinn. 6. okt. 2008. Vefsíða. 30. maí. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=49247>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ég er að skrifa ritgerð um síld og mig vantar að vita hverjir eru óvinir hennar?
Fyrst má nefna það sem stendur okkur næst, manninn, en á hverju ári eru veidd hundruð þúsunda tonna af síld. Til að mynda veiddu Íslendingar yfir 300 þúsund tonn á síðasta fiskveiðiári.

En maðurinn er ekki eini "óvinur" síldarinnar. Fjölmargar tegundir sjávardýra éta síld á öllum aldursstigum hennar. Margar fisktegundir éta egg síldarinnar og má þar sérstaklega nefna ýsuna. Seiðin verða sömuleiðis ýsu og fjölda annarra fisktegunda að bráð auk þess sem sjófuglar og jafnvel marglyttur veiða síldarseiði. Ungsíld og fullorðin síld eru sömuleiðis étnar af fjölmörgum hraðsyndum fiskum á hafsvæðinu umhverfis landið svo sem af hámeri, hákarli, makríl og túnfiski auk þess sem sjófuglar éta ógrynni af síld á hverju ári.Þessar síldar gætu endað í maga manna, fiska, fugla eða sjávarspendýra.

Síld er líka mikilvæg fæða fyrir sjávarspendýr svo sem seli. Háhyrningar eru algengir við stórar síldargöngur á Norður-Atlantshafi og hafa náðst merkar myndir af háhyrningum við síldarveiðar við Noreg. Þeir byrja á því að þétta torfurnar, ráðast svo á þær með því að slá til þeirra með sporðinum og dauðrota þannig síldina.

Skoðið einnig svar eftir sama höfund við spurningunni Getið þið sagt mér eitthvað um síld?

Mynd: Fisheries and Oceans Canada - Pacific Region. Myndin er upprunalega frá Venus verkefninu við University of Victoria. Sótt 6. 10. 2008.

...