Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er sandur dökkur á sumum stöðum en ljós á öðrum stöðum?

EDS

Mismunandi litir sands má rekja til uppruna hans og efnainnihalds. Í svari Sigurður Steinþórssonar við spurningunni Hvers vegna er fjörusandurinn mismunandi eftir því hvar hann er? kemur fram að í stórum dráttum megi flokka fjörusand við strendur Íslands í fjóra flokka eftir uppruna, það er:
  • Sandur sem hafaldan molar úr föstu bergi við ströndina.
  • Sandur sem borist hefur fram með jökulhlaupum, til dæmis úr Kötlu eða Grímsvötnum.
  • Gosaska.
  • Skeljasandur.

Berg er mismunandi á litinn eftir efnasamsetningu þess og myndun og þar með verður sandur sem veðrast úr því mismunandi. Sem dæmi má nefna að blágrýti, sem er ein gerð basalts, er dökkt eða jafnvel svart á lit á meðan líparít er venjulega grátt, gulleit eða bleikt. Sandur sem myndast við veðrun þessara bergtegunda verður því eðlilega ekki eins á litinn.

Hvað varðar skeljasand ræðst litur hans af þeim skeljum sem hann hefur myndast úr. Þannig er skeljasandur þar sem mikið er um hörpuskel rauðleitur á meðan skeljasandur úr kræklingaskel er dökkur.

Lesa má meira um sand og liti í áðurnefndu svari Sigurðar og um berg og bergtegundir með því að smella á efnisorðin hér til hliðar.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

25.4.2005

Spyrjandi

Guðrún Jóna Maríudóttir, f. 1993
Marteinn Hjartarson, f. 1992

Tilvísun

EDS. „Af hverju er sandur dökkur á sumum stöðum en ljós á öðrum stöðum?“ Vísindavefurinn, 25. apríl 2005, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4932.

EDS. (2005, 25. apríl). Af hverju er sandur dökkur á sumum stöðum en ljós á öðrum stöðum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4932

EDS. „Af hverju er sandur dökkur á sumum stöðum en ljós á öðrum stöðum?“ Vísindavefurinn. 25. apr. 2005. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4932>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er sandur dökkur á sumum stöðum en ljós á öðrum stöðum?
Mismunandi litir sands má rekja til uppruna hans og efnainnihalds. Í svari Sigurður Steinþórssonar við spurningunni Hvers vegna er fjörusandurinn mismunandi eftir því hvar hann er? kemur fram að í stórum dráttum megi flokka fjörusand við strendur Íslands í fjóra flokka eftir uppruna, það er:

  • Sandur sem hafaldan molar úr föstu bergi við ströndina.
  • Sandur sem borist hefur fram með jökulhlaupum, til dæmis úr Kötlu eða Grímsvötnum.
  • Gosaska.
  • Skeljasandur.

Berg er mismunandi á litinn eftir efnasamsetningu þess og myndun og þar með verður sandur sem veðrast úr því mismunandi. Sem dæmi má nefna að blágrýti, sem er ein gerð basalts, er dökkt eða jafnvel svart á lit á meðan líparít er venjulega grátt, gulleit eða bleikt. Sandur sem myndast við veðrun þessara bergtegunda verður því eðlilega ekki eins á litinn.

Hvað varðar skeljasand ræðst litur hans af þeim skeljum sem hann hefur myndast úr. Þannig er skeljasandur þar sem mikið er um hörpuskel rauðleitur á meðan skeljasandur úr kræklingaskel er dökkur.

Lesa má meira um sand og liti í áðurnefndu svari Sigurðar og um berg og bergtegundir með því að smella á efnisorðin hér til hliðar. ...