Sólin Sólin Rís 09:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:08 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:57 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:08 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:57 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru ský á Mars?

Emelía Eiríksdóttir

Já, það eru ský á Mars, allt árið um kring. Skýin er jafnvel hægt að greina frá jörðinni með stjörnusjónauka.

Loftþrýstingurinn við yfirborð Mars er einungis 7 millibör eða um 144 sinnum lægri en loftþrýstingur jarðarinnar. Andrúmsloft Mars er þó greinilega nógu þétt til að bera veðrakerfi því þar eru ský og vindar. Mars er einnig þekktur fyrir gríðarlega sandstorma sem geta náð 100 km hraða á klukkustund. Stundum geysa þeir vikum saman. Sandstormar eru algengastir í sólnánd, það er þegar Mars er næst sólu.


Skýin á Mars eru hvít eða bláhvít á myndinni, sem var tekin úr Hubblesjónaukanum árið 1997. Gráleita myndin til hægri er höfð til hliðsjónar til að hægt sé að glöggva sig betur á skýjunum.

Hæstu skýin á Mars eru í um 80-100 km hæð, þau eru þunn og samsett úr frosnu koltvíildi (CO2). Skýin myndast við það að koldtvíildið þéttist á rykögnum í loftinu. Til samanburðar má geta þess að hæstu skýin á jörðinni eru í um 80 km hæð.

Á Mars getur einnig að líta ský, mistur og þoku úr frosnu vatni. Þessi ský eru í 5-25 km hæð. Mistrið og þokan eru sérstaklega algeng snemma morguns en þá er hitastigið hvað lægst og vatnsgufan í andrúmsloftinu því líklegri til að þéttast.

Því er eins farið á Mars og á jörðinni að á vorin og sumrin þiðnar eitthvað af vatnsísnum og koltvíildisísnum (þurrísnum) á norður- og suðurpólnum á Mars. Vatnið og koltvíildið stígur þá upp í lofthjúpinn, þéttist og verður að skýjum. Við þetta þykkna skýin á Mars þar til vetur kemur á ný og vatnið og koltvíildið þéttist aftur á norður- og suðurpólnum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Frekara lesefni utan Vísindavefsins:

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

16.11.2010

Spyrjandi

Hrafnhildur Arna Erlendsdóttir, f.1998

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Eru ský á Mars?“ Vísindavefurinn, 16. nóvember 2010, sótt 3. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=49401.

Emelía Eiríksdóttir. (2010, 16. nóvember). Eru ský á Mars? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=49401

Emelía Eiríksdóttir. „Eru ský á Mars?“ Vísindavefurinn. 16. nóv. 2010. Vefsíða. 3. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=49401>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru ský á Mars?
Já, það eru ský á Mars, allt árið um kring. Skýin er jafnvel hægt að greina frá jörðinni með stjörnusjónauka.

Loftþrýstingurinn við yfirborð Mars er einungis 7 millibör eða um 144 sinnum lægri en loftþrýstingur jarðarinnar. Andrúmsloft Mars er þó greinilega nógu þétt til að bera veðrakerfi því þar eru ský og vindar. Mars er einnig þekktur fyrir gríðarlega sandstorma sem geta náð 100 km hraða á klukkustund. Stundum geysa þeir vikum saman. Sandstormar eru algengastir í sólnánd, það er þegar Mars er næst sólu.


Skýin á Mars eru hvít eða bláhvít á myndinni, sem var tekin úr Hubblesjónaukanum árið 1997. Gráleita myndin til hægri er höfð til hliðsjónar til að hægt sé að glöggva sig betur á skýjunum.

Hæstu skýin á Mars eru í um 80-100 km hæð, þau eru þunn og samsett úr frosnu koltvíildi (CO2). Skýin myndast við það að koldtvíildið þéttist á rykögnum í loftinu. Til samanburðar má geta þess að hæstu skýin á jörðinni eru í um 80 km hæð.

Á Mars getur einnig að líta ský, mistur og þoku úr frosnu vatni. Þessi ský eru í 5-25 km hæð. Mistrið og þokan eru sérstaklega algeng snemma morguns en þá er hitastigið hvað lægst og vatnsgufan í andrúmsloftinu því líklegri til að þéttast.

Því er eins farið á Mars og á jörðinni að á vorin og sumrin þiðnar eitthvað af vatnsísnum og koltvíildisísnum (þurrísnum) á norður- og suðurpólnum á Mars. Vatnið og koltvíildið stígur þá upp í lofthjúpinn, þéttist og verður að skýjum. Við þetta þykkna skýin á Mars þar til vetur kemur á ný og vatnið og koltvíildið þéttist aftur á norður- og suðurpólnum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Frekara lesefni utan Vísindavefsins:

Heimildir:

Mynd:...