Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Er maður þyngri á jörðinni heldur en á Plútó? Er maður þyngri á Venus eða Mars?

SHB

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar eru því átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þess ber þó að geta að Plútó sjálfur hefur auðvitað ekkert breyst við þetta.


Geimfari á ferðalagi um reikistjörnur sólkerfisins vegi mest á Júpíter en minnst á Plútó. Í svari við spurningunni Á hvaða reikistjörnu er mesta þyngdartogið? sést hvernig maður getur reiknað út þyngd sína á öðrum hnöttum í sólkerfinu.

Massi ystu reikistjörnunnar Plútó er aðeins 0,021 af massa jarðar, svo þyngdarkrafturinn þar er ekki næstum því eins mikill og á jörðinni. Því væri geimfari á Plútó miklu léttari þar en á jörðinni. Þannig væri hundrað kg þungur geimfari á jörðinni vegi aðeins tæplega sjö kg á Plútó.

Venus er hins vegar næstum eins stór og jörðin svo þar yrði munurinn á þyngd geimfarans ekki svo mikil. Hundrað kg geimfari á jörðinni vegi um 91 kg á Venusi.

Mars er á hinn bóginn um helmingur af stærð jarðar, svo þar er þyngdarkrafturinn talsvert minni en á jörðinni og Venusi. Hundrað kg geimfari vegi þar aðeins um 38 kg.

Sum tungl sólkerfisins eru hins vegar miklu minni en reikistjörnurnar og hafa því minna þyngdartog. Ágætt dæmi eru tunglin Fóbos og Deimos við Mars. Þar er þyngdarkrafturinn svo lágur að geimfari gæti hæglega lyft heilu fjöllunum og sett heimsmet í hástökki. Hann gæti nefnilega hoppað upp og komist á sporbraut umhverfis tunglin.

Þegar vel er að gáð sést að hnettir með lítinn massa eru oft óreglulegir í lögun en hnettir með mikinn massa eru kúlulaga. Um það má lesa nánar hér.

Á Vísindavefnum eru fjölmargar spurningar um Plútó, Venus og Mars, sem þú getur fundið með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan.

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

26.4.2005

Spyrjandi

Ólöf Lydía Ólafsdóttir, f. 1992
Margrét Þórarinsdóttir, f. 1992

Tilvísun

SHB. „Er maður þyngri á jörðinni heldur en á Plútó? Er maður þyngri á Venus eða Mars?“ Vísindavefurinn, 26. apríl 2005. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4942.

SHB. (2005, 26. apríl). Er maður þyngri á jörðinni heldur en á Plútó? Er maður þyngri á Venus eða Mars? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4942

SHB. „Er maður þyngri á jörðinni heldur en á Plútó? Er maður þyngri á Venus eða Mars?“ Vísindavefurinn. 26. apr. 2005. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4942>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er maður þyngri á jörðinni heldur en á Plútó? Er maður þyngri á Venus eða Mars?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar eru því átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þess ber þó að geta að Plútó sjálfur hefur auðvitað ekkert breyst við þetta.


Geimfari á ferðalagi um reikistjörnur sólkerfisins vegi mest á Júpíter en minnst á Plútó. Í svari við spurningunni Á hvaða reikistjörnu er mesta þyngdartogið? sést hvernig maður getur reiknað út þyngd sína á öðrum hnöttum í sólkerfinu.

Massi ystu reikistjörnunnar Plútó er aðeins 0,021 af massa jarðar, svo þyngdarkrafturinn þar er ekki næstum því eins mikill og á jörðinni. Því væri geimfari á Plútó miklu léttari þar en á jörðinni. Þannig væri hundrað kg þungur geimfari á jörðinni vegi aðeins tæplega sjö kg á Plútó.

Venus er hins vegar næstum eins stór og jörðin svo þar yrði munurinn á þyngd geimfarans ekki svo mikil. Hundrað kg geimfari á jörðinni vegi um 91 kg á Venusi.

Mars er á hinn bóginn um helmingur af stærð jarðar, svo þar er þyngdarkrafturinn talsvert minni en á jörðinni og Venusi. Hundrað kg geimfari vegi þar aðeins um 38 kg.

Sum tungl sólkerfisins eru hins vegar miklu minni en reikistjörnurnar og hafa því minna þyngdartog. Ágætt dæmi eru tunglin Fóbos og Deimos við Mars. Þar er þyngdarkrafturinn svo lágur að geimfari gæti hæglega lyft heilu fjöllunum og sett heimsmet í hástökki. Hann gæti nefnilega hoppað upp og komist á sporbraut umhverfis tunglin.

Þegar vel er að gáð sést að hnettir með lítinn massa eru oft óreglulegir í lögun en hnettir með mikinn massa eru kúlulaga. Um það má lesa nánar hér.

Á Vísindavefnum eru fjölmargar spurningar um Plútó, Venus og Mars, sem þú getur fundið með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan....