Geimfari á ferðalagi um reikistjörnur sólkerfisins vegi mest á Júpíter en minnst á Plútó. Í svari við spurningunni Á hvaða reikistjörnu er mesta þyngdartogið? sést hvernig maður getur reiknað út þyngd sína á öðrum hnöttum í sólkerfinu. Massi ystu reikistjörnunnar Plútó er aðeins 0,021 af massa jarðar, svo þyngdarkrafturinn þar er ekki næstum því eins mikill og á jörðinni. Því væri geimfari á Plútó miklu léttari þar en á jörðinni. Þannig væri hundrað kg þungur geimfari á jörðinni vegi aðeins tæplega sjö kg á Plútó. Venus er hins vegar næstum eins stór og jörðin svo þar yrði munurinn á þyngd geimfarans ekki svo mikil. Hundrað kg geimfari á jörðinni vegi um 91 kg á Venusi. Mars er á hinn bóginn um helmingur af stærð jarðar, svo þar er þyngdarkrafturinn talsvert minni en á jörðinni og Venusi. Hundrað kg geimfari vegi þar aðeins um 38 kg. Sum tungl sólkerfisins eru hins vegar miklu minni en reikistjörnurnar og hafa því minna þyngdartog. Ágætt dæmi eru tunglin Fóbos og Deimos við Mars. Þar er þyngdarkrafturinn svo lágur að geimfari gæti hæglega lyft heilu fjöllunum og sett heimsmet í hástökki. Hann gæti nefnilega hoppað upp og komist á sporbraut umhverfis tunglin. Þegar vel er að gáð sést að hnettir með lítinn massa eru oft óreglulegir í lögun en hnettir með mikinn massa eru kúlulaga. Um það má lesa nánar hér. Á Vísindavefnum eru fjölmargar spurningar um Plútó, Venus og Mars, sem þú getur fundið með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan.
Er maður þyngri á jörðinni heldur en á Plútó? Er maður þyngri á Venus eða Mars?
Geimfari á ferðalagi um reikistjörnur sólkerfisins vegi mest á Júpíter en minnst á Plútó. Í svari við spurningunni Á hvaða reikistjörnu er mesta þyngdartogið? sést hvernig maður getur reiknað út þyngd sína á öðrum hnöttum í sólkerfinu. Massi ystu reikistjörnunnar Plútó er aðeins 0,021 af massa jarðar, svo þyngdarkrafturinn þar er ekki næstum því eins mikill og á jörðinni. Því væri geimfari á Plútó miklu léttari þar en á jörðinni. Þannig væri hundrað kg þungur geimfari á jörðinni vegi aðeins tæplega sjö kg á Plútó. Venus er hins vegar næstum eins stór og jörðin svo þar yrði munurinn á þyngd geimfarans ekki svo mikil. Hundrað kg geimfari á jörðinni vegi um 91 kg á Venusi. Mars er á hinn bóginn um helmingur af stærð jarðar, svo þar er þyngdarkrafturinn talsvert minni en á jörðinni og Venusi. Hundrað kg geimfari vegi þar aðeins um 38 kg. Sum tungl sólkerfisins eru hins vegar miklu minni en reikistjörnurnar og hafa því minna þyngdartog. Ágætt dæmi eru tunglin Fóbos og Deimos við Mars. Þar er þyngdarkrafturinn svo lágur að geimfari gæti hæglega lyft heilu fjöllunum og sett heimsmet í hástökki. Hann gæti nefnilega hoppað upp og komist á sporbraut umhverfis tunglin. Þegar vel er að gáð sést að hnettir með lítinn massa eru oft óreglulegir í lögun en hnettir með mikinn massa eru kúlulaga. Um það má lesa nánar hér. Á Vísindavefnum eru fjölmargar spurningar um Plútó, Venus og Mars, sem þú getur fundið með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan.
Útgáfudagur
26.4.2005
Spyrjandi
Ólöf Lydía Ólafsdóttir, f. 1992
Margrét Þórarinsdóttir, f. 1992
Tilvísun
SHB. „Er maður þyngri á jörðinni heldur en á Plútó? Er maður þyngri á Venus eða Mars?“ Vísindavefurinn, 26. apríl 2005, sótt 12. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4942.
SHB. (2005, 26. apríl). Er maður þyngri á jörðinni heldur en á Plútó? Er maður þyngri á Venus eða Mars? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4942
SHB. „Er maður þyngri á jörðinni heldur en á Plútó? Er maður þyngri á Venus eða Mars?“ Vísindavefurinn. 26. apr. 2005. Vefsíða. 12. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4942>.