Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ef ljóshraði er eins fljótur og maður smellir verður þá einhvern tímann hægt að hlaupa á ljóshraða?

JGÞ

Samkvæmt afstæðiskenningu Einsteins getur hvorki massi né orka farið hraðar en ljósið. Til þess að auka hraða hluta þarf orku. Hlutfallslega mjög mikla orku þarf til að auka hraða hluta þannig að þeir nálgist umtalsvert brot af ljóshraðanum. Um þetta gildir jafna Einsteins sem flestir þekkja:
E = m c2

E táknar í jöfnunni heildarorku hlutarins, m stendur fyrir massann og c er ljóshraðinn, sem er um 300.000 km/s og í jöfnunni er hann í öðru veldi.


Engar líkur eru á því að þessi kona hlaupi á ljóshraða.

Mannslíkaminn framleiðir orku úr fæðunni. Ef að meðalmaður (75 kgm) ætlaði að hlaupa ofsalega hratt, til dæmis á 87% af ljóshraða þyrfti líkami hans að geta framleitt milljónfalda árlega raforkuframleiðslu Íslendinga. Það sjá líklega allir í hendi sér að menn geta aldrei hlaupið á ljóshraða.

Þegar hlutir nálgast ljóshraða rýkur hreyfiorka þeirra upp úr öllu valdi og stefnir á óendanlegt. Ef ætlunin er að koma einhverjum hlut á ljóshraða, hvort sem það er hlaupari eða eitthvað annað, þyrftum við þess vegna óendanlega mikla orku og hana höfum við auðvitað ekki. Hlutir sem hafa endanlegan massa geta því aldrei náð ljóshraða.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

17.10.2008

Spyrjandi

Elísabet S. og Anna M.

Tilvísun

JGÞ. „Ef ljóshraði er eins fljótur og maður smellir verður þá einhvern tímann hægt að hlaupa á ljóshraða?“ Vísindavefurinn, 17. október 2008, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=49639.

JGÞ. (2008, 17. október). Ef ljóshraði er eins fljótur og maður smellir verður þá einhvern tímann hægt að hlaupa á ljóshraða? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=49639

JGÞ. „Ef ljóshraði er eins fljótur og maður smellir verður þá einhvern tímann hægt að hlaupa á ljóshraða?“ Vísindavefurinn. 17. okt. 2008. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=49639>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ef ljóshraði er eins fljótur og maður smellir verður þá einhvern tímann hægt að hlaupa á ljóshraða?
Samkvæmt afstæðiskenningu Einsteins getur hvorki massi né orka farið hraðar en ljósið. Til þess að auka hraða hluta þarf orku. Hlutfallslega mjög mikla orku þarf til að auka hraða hluta þannig að þeir nálgist umtalsvert brot af ljóshraðanum. Um þetta gildir jafna Einsteins sem flestir þekkja:

E = m c2

E táknar í jöfnunni heildarorku hlutarins, m stendur fyrir massann og c er ljóshraðinn, sem er um 300.000 km/s og í jöfnunni er hann í öðru veldi.


Engar líkur eru á því að þessi kona hlaupi á ljóshraða.

Mannslíkaminn framleiðir orku úr fæðunni. Ef að meðalmaður (75 kgm) ætlaði að hlaupa ofsalega hratt, til dæmis á 87% af ljóshraða þyrfti líkami hans að geta framleitt milljónfalda árlega raforkuframleiðslu Íslendinga. Það sjá líklega allir í hendi sér að menn geta aldrei hlaupið á ljóshraða.

Þegar hlutir nálgast ljóshraða rýkur hreyfiorka þeirra upp úr öllu valdi og stefnir á óendanlegt. Ef ætlunin er að koma einhverjum hlut á ljóshraða, hvort sem það er hlaupari eða eitthvað annað, þyrftum við þess vegna óendanlega mikla orku og hana höfum við auðvitað ekki. Hlutir sem hafa endanlegan massa geta því aldrei náð ljóshraða.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....