Sólin Sólin Rís 07:08 • sest 20:01 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:07 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:26 • Síðdegis: 21:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:17 • Síðdegis: 15:30 í Reykjavík

Þegar fólk fær ofnæmi er það þá vegna einhvers sem gerist í líkama þeirra á vissum aldri eða bara allt í einu?

JGÞ

Ofnæmi er það þegar ónæmiskerfi líkamans bregst óeðlilega við ýmsum efnum, til dæmis frjódufti, dýrahárum eða tilteknum lyfjum.

Fólk sem hefur ofnæmi er ofurviðkvæmt fyrir ákveðnum efnum og það er ekki tengt neinum ákveðnum aldri hvenær fólk fær ofnæmi. Ofnæmi getur verið tvenns konar, annars vegar bráðaofnæmi sem verður skyndilega og hins vegar langdregið ofnæmi.

Vísindamenn vita þó að ofnæmi getur verið ættlægt en eins og um margt sem erfist skipta umhverfisáhrif þó einnig máli.

Margir telja að ofnæmissjúkdómar séu að verða miklu algengari á Vesturlöndum en það hefur þó alls ekki verið rannsakað til hlýtar. Ef það reynist rétt gæti verið að aukið hreinlæti og notkun sýklalyfa valdi því að ofnæmiskerfið fái ekki nægilega örvun á fyrstu æviárunum og sé þess vegna ekki í stakk búið að takast á við ýmsa ofnæmisvalda.

Við bendum lesendum á að lesa greinargott svar Helgu Ögmundsdóttur við spurningunni Af hverju fær maður ofnæmi? og á Vísindavefnum er einnig til svar við spurningunni Hvað er sjálfsofnæmi? eftir Magnús Jóhannsson.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.5.2005

Spyrjandi

Anna Kristín Gunnarsdóttir

Efnisorð

Tilvísun

JGÞ. „Þegar fólk fær ofnæmi er það þá vegna einhvers sem gerist í líkama þeirra á vissum aldri eða bara allt í einu?“ Vísindavefurinn, 4. maí 2005. Sótt 26. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=4977.

JGÞ. (2005, 4. maí). Þegar fólk fær ofnæmi er það þá vegna einhvers sem gerist í líkama þeirra á vissum aldri eða bara allt í einu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4977

JGÞ. „Þegar fólk fær ofnæmi er það þá vegna einhvers sem gerist í líkama þeirra á vissum aldri eða bara allt í einu?“ Vísindavefurinn. 4. maí. 2005. Vefsíða. 26. mar. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4977>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Þegar fólk fær ofnæmi er það þá vegna einhvers sem gerist í líkama þeirra á vissum aldri eða bara allt í einu?
Ofnæmi er það þegar ónæmiskerfi líkamans bregst óeðlilega við ýmsum efnum, til dæmis frjódufti, dýrahárum eða tilteknum lyfjum.

Fólk sem hefur ofnæmi er ofurviðkvæmt fyrir ákveðnum efnum og það er ekki tengt neinum ákveðnum aldri hvenær fólk fær ofnæmi. Ofnæmi getur verið tvenns konar, annars vegar bráðaofnæmi sem verður skyndilega og hins vegar langdregið ofnæmi.

Vísindamenn vita þó að ofnæmi getur verið ættlægt en eins og um margt sem erfist skipta umhverfisáhrif þó einnig máli.

Margir telja að ofnæmissjúkdómar séu að verða miklu algengari á Vesturlöndum en það hefur þó alls ekki verið rannsakað til hlýtar. Ef það reynist rétt gæti verið að aukið hreinlæti og notkun sýklalyfa valdi því að ofnæmiskerfið fái ekki nægilega örvun á fyrstu æviárunum og sé þess vegna ekki í stakk búið að takast á við ýmsa ofnæmisvalda.

Við bendum lesendum á að lesa greinargott svar Helgu Ögmundsdóttur við spurningunni Af hverju fær maður ofnæmi? og á Vísindavefnum er einnig til svar við spurningunni Hvað er sjálfsofnæmi? eftir Magnús Jóhannsson....