Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:33 • Sest 01:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:46 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:46 í Reykjavík

Hvað er sjálfsofnæmi?

Magnús Jóhannsson

Er hugsanlegt að fólk sé með sjálfsofnæmi? Sumir hafa ofnæmi fyrir aukaefnum í fatnaði og ýmsu fleiru, en stundum er eins og ekkert þurfi til. Ef sjálfsofnæmi er til, er þá nokkur lækning við því? Hvert á maður að snúa sér til að fá úr því skorið?

Svarið er að sjálfsofnæmi er vissulega til og er talið vera orsök allmargra sjúkdóma. Ónæmiskerfi líkamans er mjög flókið kerfi sem við hvorki þekkjum né skiljum enn þá nema að hluta til. Hlutverk ónæmiskerfisins er einkum að verja líkamann fyrir ýmsum utanaðkomandi efnum, meðal annars sýklum. Framandi efni, til dæmis á sýklum, geta verið svokallaðir mótefnavakar sem setja í gang myndun mótefna í ónæmiskerfinu. Þessi mótefni eru mjög sértæk gagnvart ákveðnum mótefnavaka og eru mikilvægur þáttur í varnarkerfi líkamans.

Sem dæmi má nefna þegar viss tegund bakteríu kemst inn í líkamann. Mótefnavakar á yfirborði bakteríunnar setja þá í gang mótefnamyndun í ónæmiskerfinu, þessi mótefni tengjast bakteríunni og það leiðir hana síðan til dauða. Ónæmiskerfið er þannig mikilvægur hlekkur í vörnum líkamans gegn sýklum. Ef það bilar, eins og gerist til dæmis við alnæmi, verður einstaklingurinn sífellt hrjáður af alls kyns sýkingum.

En ónæmiskerfið getur stundum orðið of virkt gagnvart vissum efnum. Snerting við þau veldur þá heiftarlegri svörun sem við köllum ofnæmi. Þetta þekkjum við vel gagnvart ýmsum framandi efnum og má þar nefna sem dæmi frjókornaofnæmi, ofnæmi fyrir penisilín eða öðrum lyfjum, ofnæmi fyrir vissum dýrum svo sem köttum eða hestum og ofnæmi fyrir vissum efnum í fæðunni. Sum efni hafa mikla tilhneigingu til að valda ofnæmi en önnur efni síður en við vitum ekki hvernig á því stendur. Nánari upplýsingar um ofnæmi almennt er að finna í svari Helgu M. Ögmundsdóttur hér á Vísindavefnum við spurningunni Af hverju fær maður ofnæmi?

Það virðast þó lítil takmörk fyrir því hvað getur valdið ofnæmi og ofnæmi getur jafnvel myndast gegn efnum í sjálfum líkamanum, sjálfsofnæmi. Sjálfsofnæmi er talið geta myndast á ýmsa vegu. Til dæmis geta slys eða áverkar orðið til þess að efni úr frumum eða líkamshólfum eins og auganu komast út í blóðið. Sum af þessum efnum geta þá verkað sem mótefnavakar og afleiðingin er sjálfsofnæmi. Einnig geta framandi efni eins og sum lyf eða málmar tengst próteinum í líkamanum sem breytast þá í mótefnavaka. Enn fremur geta mótefni gegn efni í sýkli ráðist á prótein líkamans vegna þess að það er svo líkt sýkilefninu.

Allt getur þetta leitt til þess að ónæmiskerfið myndar mótefni gegn eigin efnum líkamans og afleiðingin er skemmdir á vefjum. Sjúkdómar sem talið er líklegt að eigi rót sína í sjálfsofnæmi eru meðal annars rauðir úlfar, liðagigt, ofstarfsemi skjaldkirtils, vöðvaslensfár, og sum tilfelli af nýrnabilun, ófrjósemi og sykursýki. Þegar sjálfsofnæmi hefur myndast er ekki þekkt nein lækning við því sem slíku en oftast er hægt að draga úr sjúkdómseinkennum með lyfjagjöf. Sjálfsofnæmi er mjög einstaklingsbundið og þar skipta erfðir máli. Til að fá úr þessu skorið þarf að fara til læknis.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

Magnús Jóhannsson

prófessor emeritus í líflyfjafræði við HÍ

Útgáfudagur

7.2.2000

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Magnús Jóhannsson. „Hvað er sjálfsofnæmi?“ Vísindavefurinn, 7. febrúar 2000. Sótt 16. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=37.

Magnús Jóhannsson. (2000, 7. febrúar). Hvað er sjálfsofnæmi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=37

Magnús Jóhannsson. „Hvað er sjálfsofnæmi?“ Vísindavefurinn. 7. feb. 2000. Vefsíða. 16. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=37>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er sjálfsofnæmi?
Er hugsanlegt að fólk sé með sjálfsofnæmi? Sumir hafa ofnæmi fyrir aukaefnum í fatnaði og ýmsu fleiru, en stundum er eins og ekkert þurfi til. Ef sjálfsofnæmi er til, er þá nokkur lækning við því? Hvert á maður að snúa sér til að fá úr því skorið?

Svarið er að sjálfsofnæmi er vissulega til og er talið vera orsök allmargra sjúkdóma. Ónæmiskerfi líkamans er mjög flókið kerfi sem við hvorki þekkjum né skiljum enn þá nema að hluta til. Hlutverk ónæmiskerfisins er einkum að verja líkamann fyrir ýmsum utanaðkomandi efnum, meðal annars sýklum. Framandi efni, til dæmis á sýklum, geta verið svokallaðir mótefnavakar sem setja í gang myndun mótefna í ónæmiskerfinu. Þessi mótefni eru mjög sértæk gagnvart ákveðnum mótefnavaka og eru mikilvægur þáttur í varnarkerfi líkamans.

Sem dæmi má nefna þegar viss tegund bakteríu kemst inn í líkamann. Mótefnavakar á yfirborði bakteríunnar setja þá í gang mótefnamyndun í ónæmiskerfinu, þessi mótefni tengjast bakteríunni og það leiðir hana síðan til dauða. Ónæmiskerfið er þannig mikilvægur hlekkur í vörnum líkamans gegn sýklum. Ef það bilar, eins og gerist til dæmis við alnæmi, verður einstaklingurinn sífellt hrjáður af alls kyns sýkingum.

En ónæmiskerfið getur stundum orðið of virkt gagnvart vissum efnum. Snerting við þau veldur þá heiftarlegri svörun sem við köllum ofnæmi. Þetta þekkjum við vel gagnvart ýmsum framandi efnum og má þar nefna sem dæmi frjókornaofnæmi, ofnæmi fyrir penisilín eða öðrum lyfjum, ofnæmi fyrir vissum dýrum svo sem köttum eða hestum og ofnæmi fyrir vissum efnum í fæðunni. Sum efni hafa mikla tilhneigingu til að valda ofnæmi en önnur efni síður en við vitum ekki hvernig á því stendur. Nánari upplýsingar um ofnæmi almennt er að finna í svari Helgu M. Ögmundsdóttur hér á Vísindavefnum við spurningunni Af hverju fær maður ofnæmi?

Það virðast þó lítil takmörk fyrir því hvað getur valdið ofnæmi og ofnæmi getur jafnvel myndast gegn efnum í sjálfum líkamanum, sjálfsofnæmi. Sjálfsofnæmi er talið geta myndast á ýmsa vegu. Til dæmis geta slys eða áverkar orðið til þess að efni úr frumum eða líkamshólfum eins og auganu komast út í blóðið. Sum af þessum efnum geta þá verkað sem mótefnavakar og afleiðingin er sjálfsofnæmi. Einnig geta framandi efni eins og sum lyf eða málmar tengst próteinum í líkamanum sem breytast þá í mótefnavaka. Enn fremur geta mótefni gegn efni í sýkli ráðist á prótein líkamans vegna þess að það er svo líkt sýkilefninu.

Allt getur þetta leitt til þess að ónæmiskerfið myndar mótefni gegn eigin efnum líkamans og afleiðingin er skemmdir á vefjum. Sjúkdómar sem talið er líklegt að eigi rót sína í sjálfsofnæmi eru meðal annars rauðir úlfar, liðagigt, ofstarfsemi skjaldkirtils, vöðvaslensfár, og sum tilfelli af nýrnabilun, ófrjósemi og sykursýki. Þegar sjálfsofnæmi hefur myndast er ekki þekkt nein lækning við því sem slíku en oftast er hægt að draga úr sjúkdómseinkennum með lyfjagjöf. Sjálfsofnæmi er mjög einstaklingsbundið og þar skipta erfðir máli. Til að fá úr þessu skorið þarf að fara til læknis.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...