Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Hvað er vitað um nornirnar þrjár sem spá fyrir um framtíðina í grískri goðafræði?

Geir Þ. Þórarinsson

Hér er líklegast átt við örlaganornirnar þrjár, sem Grikkir nefndu moirai en gríska orðið moira þýðir hlutskipti. Á myndinni hér til hliðar sjást þær á refli frá 16. öld. Örlaganornirnar vissu og réðu hlutskiptum manna allt frá fæðingu. Þær hétu Klóþó, Lakkesis og Atropos. Klóþó er „sú sem spinnur“ en hún var talin spinna vef lífsins, Lakkesis er „sú sem deilir út“ en hún mældi lengd þráðsins hjá hverju manni og Atropos er „sú sem ekki verður snúið“ en hún skar á þráðinn og batt þannig endi á líf manna þegar það var tímabært. Ekki fer neinum sögum um að þær hafi spáð fyrir um framtíðina.

Tengt efni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

24.9.2009

Spyrjandi

Ástríður Ríkharðsdóttir, f. 1991

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað er vitað um nornirnar þrjár sem spá fyrir um framtíðina í grískri goðafræði?“ Vísindavefurinn, 24. september 2009. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=49788.

Geir Þ. Þórarinsson. (2009, 24. september). Hvað er vitað um nornirnar þrjár sem spá fyrir um framtíðina í grískri goðafræði? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=49788

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað er vitað um nornirnar þrjár sem spá fyrir um framtíðina í grískri goðafræði?“ Vísindavefurinn. 24. sep. 2009. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=49788>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er vitað um nornirnar þrjár sem spá fyrir um framtíðina í grískri goðafræði?
Hér er líklegast átt við örlaganornirnar þrjár, sem Grikkir nefndu moirai en gríska orðið moira þýðir hlutskipti. Á myndinni hér til hliðar sjást þær á refli frá 16. öld. Örlaganornirnar vissu og réðu hlutskiptum manna allt frá fæðingu. Þær hétu Klóþó, Lakkesis og Atropos. Klóþó er „sú sem spinnur“ en hún var talin spinna vef lífsins, Lakkesis er „sú sem deilir út“ en hún mældi lengd þráðsins hjá hverju manni og Atropos er „sú sem ekki verður snúið“ en hún skar á þráðinn og batt þannig endi á líf manna þegar það var tímabært. Ekki fer neinum sögum um að þær hafi spáð fyrir um framtíðina.

Tengt efni á Vísindavefnum:

Mynd:...