Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
ForsíðaHugvísindiHeimspekiTalað er um að við notum lítið af heilanum, hvernig væru vitsmunir okkar ef við nýttum hann allan?
Það er rétt hjá spyrjanda að því er oft haldið fram að maðurinn noti í raun lítið af heilanum. Í svari á Vísindavefnum við spurningunni Er geymslurými heilans óendanlegt? kemur til dæmis fram að fjöldi mögulegra tenginga í heilafrumum er slíkur að þó að við nýttum aðeins 1% þeirra til að muna eitthvað, þá er fjöldi mögulegra tenginga enn svo mikill að hann er mörgum sinnum meiri en fjöldi atóma í alheiminum.
En þetta segir okkur kannski lítið um hvernig 'vitsmunir okkar væru ef við nýttum allan heilann', eins og spyrjandi vill fá að vita um.
Vandinn við að svara þessari spurningu er margþættur. Í fyrsta lagi er ekkert eitt svar við því hverjir vitsmunir okkar eru núna - það er ekki til nein ein skilgreining á því sem allir eru sammála um. Og síðan er ekki vitað hversu mikið í raun og veru við nýtum af heilaafli okkar. Þó svo við vissum þetta tvennt væri tæplega hægt að finna út, að ef við nýttum allt okkar heilaafl þá hlytu vitsmunir okkar að verða á einhvern tiltekinn hátt.
Við getum þess vegna svarað þessari spurningu á þann hátt að það þarf ákveðnar gáfur til að skilja hvað vitsmunir eru. Á meðan við höfum ekki skilið til fulls okkar eigin vitsmuni er kannski lítil von til þess að við getum skilið hvernig vitsmunir okkar væru ef þeir væru enn meiri.
Þeir sem telja sig vita svarið við þessari spurningu bendum við á að lesa svar við spurningunni Er hægt að skilja sinn eigin heila?
Jón Gunnar Þorsteinsson. „Talað er um að við notum lítið af heilanum, hvernig væru vitsmunir okkar ef við nýttum hann allan?“ Vísindavefurinn, 4. maí 2005, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4981.
Jón Gunnar Þorsteinsson. (2005, 4. maí). Talað er um að við notum lítið af heilanum, hvernig væru vitsmunir okkar ef við nýttum hann allan? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4981
Jón Gunnar Þorsteinsson. „Talað er um að við notum lítið af heilanum, hvernig væru vitsmunir okkar ef við nýttum hann allan?“ Vísindavefurinn. 4. maí. 2005. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4981>.