Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju heita Landeyjar þessu nafni?

Svavar Sigmundsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Nafnið á Landeyjum helgast af vatnsföllum sem um þær renna svo að þær eru sem eyjar. Þannig segir Eggert Ólafsson frá í ferðabók sinni og Bjarna Pálssonar frá 1752-57:
Þar fyrir austan eru ósar Markarfljóts í þrennu lagi, sem ásamt öðrum vötnum og hafinu fyrir utan lykja um Landeyjar að mestu leyti. Stærsta eyjan í Landeyjum eru Kross- og Voðmúlastaðakirkjusóknir. Þessi mikla eyja liggur á milli Tjarneyjar og Rangársands, og skilur Affallið á milli að vestan, en að austan greinir kvísl úr Markarfljóti hana frá Tjarney. (2. bindi, 154).
Konrad Maurer skrifar einnig í ferðabók sinni frá 1858:
Hinir þrír hólmarnir kallast aftur á móti Landeyjar, hvort sem nafngiftin stafar af því að þetta er e.k. millistig milli meginlands og eyja eða hins – og það er sennilegra – að menn tengi þær Vestmannaeyjum sem liggja úti fyrir og aðgreini þær frá þeim á þennan hátt. (Íslandsferð 1858, 76).
Fleiri hafa orðið landey eða landeyja um óshólma. Þannig talar Árni Óla um „landeyjar Nílar“ (Grúsk I, 54) og eins í Árbók Ferðafélags Íslands 1941 um „landeyjar“ fyrir botni Axarfjarðar (Árbók, 5).

Hér verður því haldið fram að Landeyjar dragi nafn sitt af því að þær eru einhvers konar óshólmar að landmyndun en ekki af því að Vestmannaeyjar liggi þar úti fyrir.



Loftmynd tekin yfir Landeyjum.

Heimildir:

  • Eggert Ólafsson. Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Steindór Steindórsson frá Hlöðum íslenzkaði árið 1942. 2. bindi. Reykjavík 1978.
  • Konrad Maurer. Íslandsferð 1858. Þýðandi Baldur Hafstað. Reykjavík 1997.
  • Árni Óla. Grúsk [I]. Greinar um þjóðleg fræði. Reykjavík 1964.
  • [Árni Óla]. Ferðafélag Íslands. Árbók 1941. Kelduhverfi. Reykjavík 1941.

Mynd:

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

4.2.2009

Spyrjandi

Gunnar Kristjánsson

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Af hverju heita Landeyjar þessu nafni?“ Vísindavefurinn, 4. febrúar 2009, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=49849.

Svavar Sigmundsson. (2009, 4. febrúar). Af hverju heita Landeyjar þessu nafni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=49849

Svavar Sigmundsson. „Af hverju heita Landeyjar þessu nafni?“ Vísindavefurinn. 4. feb. 2009. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=49849>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju heita Landeyjar þessu nafni?
Nafnið á Landeyjum helgast af vatnsföllum sem um þær renna svo að þær eru sem eyjar. Þannig segir Eggert Ólafsson frá í ferðabók sinni og Bjarna Pálssonar frá 1752-57:

Þar fyrir austan eru ósar Markarfljóts í þrennu lagi, sem ásamt öðrum vötnum og hafinu fyrir utan lykja um Landeyjar að mestu leyti. Stærsta eyjan í Landeyjum eru Kross- og Voðmúlastaðakirkjusóknir. Þessi mikla eyja liggur á milli Tjarneyjar og Rangársands, og skilur Affallið á milli að vestan, en að austan greinir kvísl úr Markarfljóti hana frá Tjarney. (2. bindi, 154).
Konrad Maurer skrifar einnig í ferðabók sinni frá 1858:
Hinir þrír hólmarnir kallast aftur á móti Landeyjar, hvort sem nafngiftin stafar af því að þetta er e.k. millistig milli meginlands og eyja eða hins – og það er sennilegra – að menn tengi þær Vestmannaeyjum sem liggja úti fyrir og aðgreini þær frá þeim á þennan hátt. (Íslandsferð 1858, 76).
Fleiri hafa orðið landey eða landeyja um óshólma. Þannig talar Árni Óla um „landeyjar Nílar“ (Grúsk I, 54) og eins í Árbók Ferðafélags Íslands 1941 um „landeyjar“ fyrir botni Axarfjarðar (Árbók, 5).

Hér verður því haldið fram að Landeyjar dragi nafn sitt af því að þær eru einhvers konar óshólmar að landmyndun en ekki af því að Vestmannaeyjar liggi þar úti fyrir.



Loftmynd tekin yfir Landeyjum.

Heimildir:

  • Eggert Ólafsson. Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Steindór Steindórsson frá Hlöðum íslenzkaði árið 1942. 2. bindi. Reykjavík 1978.
  • Konrad Maurer. Íslandsferð 1858. Þýðandi Baldur Hafstað. Reykjavík 1997.
  • Árni Óla. Grúsk [I]. Greinar um þjóðleg fræði. Reykjavík 1964.
  • [Árni Óla]. Ferðafélag Íslands. Árbók 1941. Kelduhverfi. Reykjavík 1941.

Mynd:...