Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvað hét konan hans Nóa sem sigldi örkinni? Ég fann það hvergi í Biblíunni.

Sævar Helgi Bragason

Kona Nóa er ekki nafngreind í Biblíunni en Gyðingar nefna hana Naamah, sem merkir „hin fagra“ eða „hin góða“. Samkvæmt sögnum Gyðinga bað Guð Nóa um að færa öll dýr heimsins í örkina og hann bað Naamah konu hans að bjarga jurtum jarðarinnar.

Söguna um Nóa, flóðið og örkina er að finna í fyrstu Mósebók Gamla testamentisins. Ekki er minnst á konu hans fyrr en í Mósebók 7:7 en þar segir:
Nú gengu Nói, synir hans, kona hans og tengdadætur með honum inn í örkina undan vatnsflóðinu.
Samkvæmt Mósebók átti Nói þrjá syni með konu sinni, þá Sem, Kam og Jafet, og voru þau fimm ásamt tengdadætrum Nóa með í örkinni. Nói var 600 ára þegar flóðið átti sér stað:
Á sexhundraðasta og fyrsta æviári Nóa, í fyrsta mánuðinum, á fyrsta degi mánaðarins, var vatnið þornað á jörðinni. Og þegar Nói tók ofan þekjuna af örkinni, sá hann að yfirborð jarðarinnar var orðið þurrt! Í öðrum mánuðinum, á tuttugusta og sjöunda degi mánaðarins, var jörðin alþurr. Og Guð mælti til Nóa:

„Gakk þú úr örkinni, þú og kona þín og synir þínir og tengdadætur þínar með þér og leið þú út öll dýr sem með þér eru, af öllum tegundum, af fugli, af búfé og öllum skriðdýrum sem skríða á jörðinni, og þau skulu margfaldast og verða frjósöm og fjölga sér á jörðinni."
Þá gekk Nói út og synir hans og kona hans og tengdadætur hans með honum. Öll dýr, öll skriðdýr og allir fuglar, allt sem jörðin er kvik af kom út úr örkinni eftir ættum sínum. (8:13-20)
Sagt er að frá sonum Nóa hafi öll jörðin byggst, Sem settist að í Asíu, Jafet í Evrópu og Kam í Afríku og eru upphaflegir íbúar þessara heimshluta taldir vera komnir af þeim bræðrum hverjum um sig. Nói lifði í 350 ár eftir flóðið og náði 950 ára aldri.

Heimildir:

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

9.5.2005

Spyrjandi

Þóra Bjarnadóttir, f. 1987

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvað hét konan hans Nóa sem sigldi örkinni? Ég fann það hvergi í Biblíunni..“ Vísindavefurinn, 9. maí 2005. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4988.

Sævar Helgi Bragason. (2005, 9. maí). Hvað hét konan hans Nóa sem sigldi örkinni? Ég fann það hvergi í Biblíunni.. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4988

Sævar Helgi Bragason. „Hvað hét konan hans Nóa sem sigldi örkinni? Ég fann það hvergi í Biblíunni..“ Vísindavefurinn. 9. maí. 2005. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4988>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hét konan hans Nóa sem sigldi örkinni? Ég fann það hvergi í Biblíunni.
Kona Nóa er ekki nafngreind í Biblíunni en Gyðingar nefna hana Naamah, sem merkir „hin fagra“ eða „hin góða“. Samkvæmt sögnum Gyðinga bað Guð Nóa um að færa öll dýr heimsins í örkina og hann bað Naamah konu hans að bjarga jurtum jarðarinnar.

Söguna um Nóa, flóðið og örkina er að finna í fyrstu Mósebók Gamla testamentisins. Ekki er minnst á konu hans fyrr en í Mósebók 7:7 en þar segir:
Nú gengu Nói, synir hans, kona hans og tengdadætur með honum inn í örkina undan vatnsflóðinu.
Samkvæmt Mósebók átti Nói þrjá syni með konu sinni, þá Sem, Kam og Jafet, og voru þau fimm ásamt tengdadætrum Nóa með í örkinni. Nói var 600 ára þegar flóðið átti sér stað:
Á sexhundraðasta og fyrsta æviári Nóa, í fyrsta mánuðinum, á fyrsta degi mánaðarins, var vatnið þornað á jörðinni. Og þegar Nói tók ofan þekjuna af örkinni, sá hann að yfirborð jarðarinnar var orðið þurrt! Í öðrum mánuðinum, á tuttugusta og sjöunda degi mánaðarins, var jörðin alþurr. Og Guð mælti til Nóa:

„Gakk þú úr örkinni, þú og kona þín og synir þínir og tengdadætur þínar með þér og leið þú út öll dýr sem með þér eru, af öllum tegundum, af fugli, af búfé og öllum skriðdýrum sem skríða á jörðinni, og þau skulu margfaldast og verða frjósöm og fjölga sér á jörðinni."
Þá gekk Nói út og synir hans og kona hans og tengdadætur hans með honum. Öll dýr, öll skriðdýr og allir fuglar, allt sem jörðin er kvik af kom út úr örkinni eftir ættum sínum. (8:13-20)
Sagt er að frá sonum Nóa hafi öll jörðin byggst, Sem settist að í Asíu, Jafet í Evrópu og Kam í Afríku og eru upphaflegir íbúar þessara heimshluta taldir vera komnir af þeim bræðrum hverjum um sig. Nói lifði í 350 ár eftir flóðið og náði 950 ára aldri.

Heimildir:

...