Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru limrur og hvernig eru þær ortar?

JGÞ

Limra er bragarháttur sem kom upp í enskum skáldskap á fyrri hluta 19. aldar. Á ensku nefnst limrur limerick en uppruni orðsins er ekki kunnur. Á Írlandi er til borg með sama nafni. Fyrstu prentuðu limrurnar birtust í bókunum Anecdotes and Adventures of Fifteen Young Ladies og The History of Sixteen Wonderful Old Women sem báðar komu út 1820. Bragarhátturinn náði almennum vinsældum þegar enski rithöfundurinn og listamaðurinn Edward Lear (1812-1888) gaf út bókina A Book of Nonsense árið 1846. Í bókinni eru skemmtilegar myndskreytingar eftir höfundinn.

Limrur náðu almennri hylli þegar Edward Lear gaf út bókina A Book of Nonsense árið 1846.

Limrur eru fimm braglínur, yfirleitt öfugir þríliðir (⌣⌣–, gr. anapaistos), þrír í fyrstu, annarri og fimmtu línu en tveir í þriðju og fjórðu. Endarímið er aabba og oft er rímorðið í fyrstu línu örnefni eða annað sérnafn.

Hér er ein limra úr bók Lear, fyrir neðan fylgir myndskreyting höfundarins:
There was a Young Lady whose nose,
Was so long that it reached to her toes;
So she hired an Old Lady,
Whose conduct was steady,
To carry that wonderful nose.

Þorsteinn Valdimarsson er kunnasta íslenska limruskáldið. Hann gaf út bókina Limrur árið 1965 með teikningum eftir Kjartan Guðjónsson. Hér er ein limra eftir Þorstein sem ber nafnið "Samviska":
Hún Snotra er móðir að Snató,
en Snató er undan Plató.
Hann er skelfilegt svín,
en þó skammast hann sín
niðrí skott, ef við köllum hann Nató.

Heimildir:
  • Holman, C. Hugh og Harmon, William, A Handbook to Literature (5. útg.), Macmillan Publishing Company, New York 1986.
  • Jakob Benediktsson (ritstj.), Hugtök og heiti í bókmenntafræði, Mál og menning, Reykjavík 1989.
  • Edward Lear Homepage. Skoðuð 6.3.2009.
  • Byltingarárin 1945–1970.

Myndir:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

6.3.2009

Síðast uppfært

17.11.2023

Spyrjandi

Hulda Björg Baldvinsdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Hvað eru limrur og hvernig eru þær ortar?“ Vísindavefurinn, 6. mars 2009, sótt 15. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=49999.

JGÞ. (2009, 6. mars). Hvað eru limrur og hvernig eru þær ortar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=49999

JGÞ. „Hvað eru limrur og hvernig eru þær ortar?“ Vísindavefurinn. 6. mar. 2009. Vefsíða. 15. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=49999>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru limrur og hvernig eru þær ortar?
Limra er bragarháttur sem kom upp í enskum skáldskap á fyrri hluta 19. aldar. Á ensku nefnst limrur limerick en uppruni orðsins er ekki kunnur. Á Írlandi er til borg með sama nafni. Fyrstu prentuðu limrurnar birtust í bókunum Anecdotes and Adventures of Fifteen Young Ladies og The History of Sixteen Wonderful Old Women sem báðar komu út 1820. Bragarhátturinn náði almennum vinsældum þegar enski rithöfundurinn og listamaðurinn Edward Lear (1812-1888) gaf út bókina A Book of Nonsense árið 1846. Í bókinni eru skemmtilegar myndskreytingar eftir höfundinn.

Limrur náðu almennri hylli þegar Edward Lear gaf út bókina A Book of Nonsense árið 1846.

Limrur eru fimm braglínur, yfirleitt öfugir þríliðir (⌣⌣–, gr. anapaistos), þrír í fyrstu, annarri og fimmtu línu en tveir í þriðju og fjórðu. Endarímið er aabba og oft er rímorðið í fyrstu línu örnefni eða annað sérnafn.

Hér er ein limra úr bók Lear, fyrir neðan fylgir myndskreyting höfundarins:
There was a Young Lady whose nose,
Was so long that it reached to her toes;
So she hired an Old Lady,
Whose conduct was steady,
To carry that wonderful nose.

Þorsteinn Valdimarsson er kunnasta íslenska limruskáldið. Hann gaf út bókina Limrur árið 1965 með teikningum eftir Kjartan Guðjónsson. Hér er ein limra eftir Þorstein sem ber nafnið "Samviska":
Hún Snotra er móðir að Snató,
en Snató er undan Plató.
Hann er skelfilegt svín,
en þó skammast hann sín
niðrí skott, ef við köllum hann Nató.

Heimildir:
  • Holman, C. Hugh og Harmon, William, A Handbook to Literature (5. útg.), Macmillan Publishing Company, New York 1986.
  • Jakob Benediktsson (ritstj.), Hugtök og heiti í bókmenntafræði, Mál og menning, Reykjavík 1989.
  • Edward Lear Homepage. Skoðuð 6.3.2009.
  • Byltingarárin 1945–1970.

Myndir: