Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru jambar og hvernig tengjast þeir sonnettu?

JGÞ

Ítalska sonnettan er bragform með 14 ellefu atkvæða jambískum eða spottkveðnum braglínum. Jambar eru stígandi tvíliðir eins og til dæmis þessi braglína eftir Stefán frá Hvítadal: "Í kveld/ er allt/ svo hreint/ og hátt".

Hugtakið bragliður er notað um einingar sem mynda línu í ljóði. Hrynjandi í skáldskap á klassískum málum, grísku og latínu, byggist á bragliðum. Þeir eru samsettir af löngum og stuttum atkvæðum. Langt atkvæði jafngilti tveimur stuttum. Stutt atkvæði er oft táknað með ⌣ en langt atkvæði svona –.

Algengustu bragliðirnir í kveðskap síðari alda eru tvíliður og þríliðir. Annað hvort eru þeir hnígandi (réttir) eða stígandi (öfugir). Hugtakanotkunin réttir/öfugir skýrist af því að í íslensku er áherslan á fyrsta atkvæði orðs og réttir bragliðir hafa þá áherslu en öfugir ekki. Bragliðirnir hafa grísk nöfn og hér eru þeir helstu ásamt íslenskri þýðingu á þeim úr bókinni Um skáldskaparlistina eftir Aristóteles sem Kristján Árnason þýddi:
  • trokhaios (–⌣), réttur tvíliður, einnig nefndur spori á íslensku, dregur nafn sitt af sögninni hlaupa
  • daktylos (–⌣⌣), réttur þríliður , einnig nefndur fingur á íslensku
  • iambos (⌣–), öfugur tvíliður, einnig nefndur spotti á íslensku, með hliðsjón af sögninni að spotta, sem er útskýring Aristótelesar, að vísu talin röng
  • anapaistos (⌣⌣–), öfugur þríliður, einnig nefndur slag á íslensku, því orðið er dregið af grískri sögn sem merkir slá aftur eða slá til baka

Grikkir nefndu síðan ólíka bragarhætti eftir bragliðunum og tölu þeirra, til dæmis daktýlískt hexametur og jambískt trímetur. Á íslensku mætti þá nefna þá fingraður sexliðuháttur og spottkveðinn þríliðuháttur. Þjálli nafngiftir eru þó hetjulag fyrir hið fyrra, enda er sá háttur notaður í hetjukviðunum, til dæmis Ódysseifskviðu og Ilíonskviðu, og ræðulag, því sá háttur er notaður í samtölum grískra leikrita.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Aristóteles, Um skáldskaparlistina (þýð. Kristján Árnason), Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík 1976.
  • Jakob Benediktsson (ritstj.), Hugtök og heiti í bókmenntafræði, Mál og menning, Reykjavík 1989.

Höfundur

Útgáfudagur

3.3.2009

Spyrjandi

Ragnar Jóhannsson, f. 1993

Tilvísun

JGÞ. „Hvað eru jambar og hvernig tengjast þeir sonnettu?“ Vísindavefurinn, 3. mars 2009, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51819.

JGÞ. (2009, 3. mars). Hvað eru jambar og hvernig tengjast þeir sonnettu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51819

JGÞ. „Hvað eru jambar og hvernig tengjast þeir sonnettu?“ Vísindavefurinn. 3. mar. 2009. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51819>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru jambar og hvernig tengjast þeir sonnettu?
Ítalska sonnettan er bragform með 14 ellefu atkvæða jambískum eða spottkveðnum braglínum. Jambar eru stígandi tvíliðir eins og til dæmis þessi braglína eftir Stefán frá Hvítadal: "Í kveld/ er allt/ svo hreint/ og hátt".

Hugtakið bragliður er notað um einingar sem mynda línu í ljóði. Hrynjandi í skáldskap á klassískum málum, grísku og latínu, byggist á bragliðum. Þeir eru samsettir af löngum og stuttum atkvæðum. Langt atkvæði jafngilti tveimur stuttum. Stutt atkvæði er oft táknað með ⌣ en langt atkvæði svona –.

Algengustu bragliðirnir í kveðskap síðari alda eru tvíliður og þríliðir. Annað hvort eru þeir hnígandi (réttir) eða stígandi (öfugir). Hugtakanotkunin réttir/öfugir skýrist af því að í íslensku er áherslan á fyrsta atkvæði orðs og réttir bragliðir hafa þá áherslu en öfugir ekki. Bragliðirnir hafa grísk nöfn og hér eru þeir helstu ásamt íslenskri þýðingu á þeim úr bókinni Um skáldskaparlistina eftir Aristóteles sem Kristján Árnason þýddi:
  • trokhaios (–⌣), réttur tvíliður, einnig nefndur spori á íslensku, dregur nafn sitt af sögninni hlaupa
  • daktylos (–⌣⌣), réttur þríliður , einnig nefndur fingur á íslensku
  • iambos (⌣–), öfugur tvíliður, einnig nefndur spotti á íslensku, með hliðsjón af sögninni að spotta, sem er útskýring Aristótelesar, að vísu talin röng
  • anapaistos (⌣⌣–), öfugur þríliður, einnig nefndur slag á íslensku, því orðið er dregið af grískri sögn sem merkir slá aftur eða slá til baka

Grikkir nefndu síðan ólíka bragarhætti eftir bragliðunum og tölu þeirra, til dæmis daktýlískt hexametur og jambískt trímetur. Á íslensku mætti þá nefna þá fingraður sexliðuháttur og spottkveðinn þríliðuháttur. Þjálli nafngiftir eru þó hetjulag fyrir hið fyrra, enda er sá háttur notaður í hetjukviðunum, til dæmis Ódysseifskviðu og Ilíonskviðu, og ræðulag, því sá háttur er notaður í samtölum grískra leikrita.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Aristóteles, Um skáldskaparlistina (þýð. Kristján Árnason), Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík 1976.
  • Jakob Benediktsson (ritstj.), Hugtök og heiti í bókmenntafræði, Mál og menning, Reykjavík 1989.
...