Sólin Sólin Rís 05:54 • sest 21:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:29 • Síðdegis: 24:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:26 í Reykjavík

Hvað er ljóð?

Stella Soffía Jóhannesdóttir

Samkvæmt Íslenskri orðabók er ljóð:
ljóðrænn texti þar sem hrynjandi og myndmáli er meðal annars beitt markvisst, stuðlar eru áberandi og rím er oft notað, er annaðhvort háttbundinn, þar sem skipan þessara og fleiri atriða fer eftir föstum reglum, eða frjáls, án slíkra reglna […] (Íslensk orðabók, bls. 916).
Í ljóðum kemur oft fram ákveðin stemning sem ljóðskáldið miðlar til lesandans um leið og ljóðið er lesið. Stemningunni eða andblænum er hægt að ná fram með ýmsum hætti, því auk orðavalsins sjálfs vegur samspil orðanna, hrynjandi þeirra og hljómur þungt á metunum. Þannig notar Grímur Thomsen (1820-1896) orðanna hljóðan til að ná fram óhugnaði í ljóðinu Á Sprengisandi, eins og sjá má í upphafi annars erindis:
Þey þey! þey þey! þaut í holti tóa,

þurran vill hún blóði væta góm

[…]

Sprengisandur er oft á tíðum óhuggulegur staður og nær Grímur Thomsen því vel fram í ljóði sínu.

Þ-hljóðið skapar í þessum ljóðlínum mjög kuldalegt og nöturlegt andrúmsloft og lesandi getur ekki annað en fundið til með skelkuðum ferðalanginum sem heyrir hvæsið í tóunni. Á sama hátt og hægt er að skapa óhugnað er einnig unnt að skapa notalegt og hlýlegt andrúmsloft í ljóði með sömu aðferðum.

Einnig er hægt að beita vísunum og skírskotunum til sameiginlegs menningararfs til að ná fram ljóðrænum áhrifum. Hrafninn eftir Edgar Allan Poe (1809 – 1849) er til í nokkrum íslenskum þýðingum. Þar er óhugnanlegum áhrifum náð fram með endurtekningum líkt og bergmáli, og fær bergmál grafhvelfingarinnar þannig hárin til að rísa á höfði lesandans. Einnig beitir Poe hrafninum sem fyrirboða válegra tíðinda, ævafornu og alþekktu minni í bókmenntum og munnmælum. Nánar má lesa um slík dæmi í svari Önnu Þorbjargar Ingólfsdóttur við spurningunni: Getið þið sagt mér einhverjar þjóðsögur um hrafninn?

Ljóð sem bundin eru bragfræðilegum reglum eru kölluð hefðbundin ljóð. Í slíkum ljóðum þarf að fylgja reglum um stuðla og höfuðstafi, rím, hrynjandi og línufjölda. Hver ljóðaháttur hefur sín einkenni og til eru fjöldamargir hættir, fornir og nýir, íslenskir og erlendir.

Óhefðbundin ljóð fylgja fljótt á litið engum bragfræðilegum reglum, en þó er oft markviss hrynjandi og hljómfall í slíkum ljóðum. Þau eru oft kölluð nútímaljóð eða atómljóð, þar sem þau komu ekki fram á sjónarsviðið fyrr en á 20. öld um svipað leyti og kjarnorkan var tekin í gagnið. Í nútímaljóðum er merkingin sem lesa má á milli línanna meginmálið en formfræðilegar reglur eru látnar lönd og leið.

Nútímaljóð taka á sig margar myndir, þau lýsa til dæmis stemningu eða segja frá augnabliki. Órímuð ljóð atómskáldanna, svo sem Hannesar Sigfússonar (1922-1997) og Sigfúsar Daðasonar (1928-1996), sem komu út um miðja síðustu öld, voru í hrópandi ósamræmi við hefðbundin rímuð ljóð þess tíma og þóttu í upphafi mjög skrítin. Atómskáldin stóðu að formbyltingu sem olli miklum deilum í þjóðfélaginu og voru þeir gagnrýndir mjög fyrir að yrkja ljóð sem ekki væru bundin íslenskri bragfræði. Nú á dögum erum við hins vegar svo vön órímuðu ljóðunum að mörgum finnst þau ef til vill vera hefðbundin.

Sumir segja að ljóð sé aðeins það sem birtist í ljóðabók; en er það endilega skilgreiningin á ljóði? Lagatextar eru líka ljóð, sungin ljóð sem venjulega birtast ekki á prenti á sama hátt. Frá fornu fari hefur munnleg geymd varðveist í bundnu máli, þulum, rímum og söngkvæðum. Óhefðbundin nútímaljóð geta líka verið samin með það í huga að þau sé lesin upp með gjallarhorni á víðavangi þar sem enginn heyrir, eða að þeim sé hvíslað í eyra hlustanda á botni sundlaugar.

Myndir:

Höfundur

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

31.1.2007

Spyrjandi

Jónína Guðbjartsdóttir

Tilvísun

Stella Soffía Jóhannesdóttir. „Hvað er ljóð?“ Vísindavefurinn, 31. janúar 2007. Sótt 15. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6486.

Stella Soffía Jóhannesdóttir. (2007, 31. janúar). Hvað er ljóð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6486

Stella Soffía Jóhannesdóttir. „Hvað er ljóð?“ Vísindavefurinn. 31. jan. 2007. Vefsíða. 15. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6486>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er ljóð?
Samkvæmt Íslenskri orðabók er ljóð:

ljóðrænn texti þar sem hrynjandi og myndmáli er meðal annars beitt markvisst, stuðlar eru áberandi og rím er oft notað, er annaðhvort háttbundinn, þar sem skipan þessara og fleiri atriða fer eftir föstum reglum, eða frjáls, án slíkra reglna […] (Íslensk orðabók, bls. 916).
Í ljóðum kemur oft fram ákveðin stemning sem ljóðskáldið miðlar til lesandans um leið og ljóðið er lesið. Stemningunni eða andblænum er hægt að ná fram með ýmsum hætti, því auk orðavalsins sjálfs vegur samspil orðanna, hrynjandi þeirra og hljómur þungt á metunum. Þannig notar Grímur Thomsen (1820-1896) orðanna hljóðan til að ná fram óhugnaði í ljóðinu Á Sprengisandi, eins og sjá má í upphafi annars erindis:
Þey þey! þey þey! þaut í holti tóa,

þurran vill hún blóði væta góm

[…]

Sprengisandur er oft á tíðum óhuggulegur staður og nær Grímur Thomsen því vel fram í ljóði sínu.

Þ-hljóðið skapar í þessum ljóðlínum mjög kuldalegt og nöturlegt andrúmsloft og lesandi getur ekki annað en fundið til með skelkuðum ferðalanginum sem heyrir hvæsið í tóunni. Á sama hátt og hægt er að skapa óhugnað er einnig unnt að skapa notalegt og hlýlegt andrúmsloft í ljóði með sömu aðferðum.

Einnig er hægt að beita vísunum og skírskotunum til sameiginlegs menningararfs til að ná fram ljóðrænum áhrifum. Hrafninn eftir Edgar Allan Poe (1809 – 1849) er til í nokkrum íslenskum þýðingum. Þar er óhugnanlegum áhrifum náð fram með endurtekningum líkt og bergmáli, og fær bergmál grafhvelfingarinnar þannig hárin til að rísa á höfði lesandans. Einnig beitir Poe hrafninum sem fyrirboða válegra tíðinda, ævafornu og alþekktu minni í bókmenntum og munnmælum. Nánar má lesa um slík dæmi í svari Önnu Þorbjargar Ingólfsdóttur við spurningunni: Getið þið sagt mér einhverjar þjóðsögur um hrafninn?

Ljóð sem bundin eru bragfræðilegum reglum eru kölluð hefðbundin ljóð. Í slíkum ljóðum þarf að fylgja reglum um stuðla og höfuðstafi, rím, hrynjandi og línufjölda. Hver ljóðaháttur hefur sín einkenni og til eru fjöldamargir hættir, fornir og nýir, íslenskir og erlendir.

Óhefðbundin ljóð fylgja fljótt á litið engum bragfræðilegum reglum, en þó er oft markviss hrynjandi og hljómfall í slíkum ljóðum. Þau eru oft kölluð nútímaljóð eða atómljóð, þar sem þau komu ekki fram á sjónarsviðið fyrr en á 20. öld um svipað leyti og kjarnorkan var tekin í gagnið. Í nútímaljóðum er merkingin sem lesa má á milli línanna meginmálið en formfræðilegar reglur eru látnar lönd og leið.

Nútímaljóð taka á sig margar myndir, þau lýsa til dæmis stemningu eða segja frá augnabliki. Órímuð ljóð atómskáldanna, svo sem Hannesar Sigfússonar (1922-1997) og Sigfúsar Daðasonar (1928-1996), sem komu út um miðja síðustu öld, voru í hrópandi ósamræmi við hefðbundin rímuð ljóð þess tíma og þóttu í upphafi mjög skrítin. Atómskáldin stóðu að formbyltingu sem olli miklum deilum í þjóðfélaginu og voru þeir gagnrýndir mjög fyrir að yrkja ljóð sem ekki væru bundin íslenskri bragfræði. Nú á dögum erum við hins vegar svo vön órímuðu ljóðunum að mörgum finnst þau ef til vill vera hefðbundin.

Sumir segja að ljóð sé aðeins það sem birtist í ljóðabók; en er það endilega skilgreiningin á ljóði? Lagatextar eru líka ljóð, sungin ljóð sem venjulega birtast ekki á prenti á sama hátt. Frá fornu fari hefur munnleg geymd varðveist í bundnu máli, þulum, rímum og söngkvæðum. Óhefðbundin nútímaljóð geta líka verið samin með það í huga að þau sé lesin upp með gjallarhorni á víðavangi þar sem enginn heyrir, eða að þeim sé hvíslað í eyra hlustanda á botni sundlaugar.

Myndir:...