Hvað myndi gerast ef að ég myndi fá á mig jafnmikla örbylgjugeislun og ef ég væri inni í örbylgjuofni?Af öryggisástæðum er gengið þannig frá hurð örbylgjuofna að aflrás til örbylgjugjafans rofnar þegar dyrnar eru opnaðar. Þetta er gert vegna þess að annars streyma örbylgjur út um dyraopið og hita allt vatnskennt sem á vegi þeirra verður. Örbylgjur sem lenda á mannslíkama hita hann og ef hitastigið nær upp fyrir 40°C geta viðkvæmustu líffærin orðið fyrir skemmdum. Heildarafl örbylgjugjafans dreifist á allt dyraopið en dreifist fljótt á enn stærri flöt utan ofnsins vegna ljósbognunar eða öldubeygju. Varmarýmd vefja mannslíkama sem tekur við öllu afli örbylgjuofns er stór svo hitunin er hæg. En nái hitastig viðkvæmustu vefja mikið upp fyrir 40°C er dauðinn vís. Örbylgjurnar ná að hita 2 til 3 cm inn fyrir húðina og kælikerfi okkar, blóðrás og svitakirtlar, ræður ekki við að flytja varmann nógu hratt til yfirborðs. Allt fikt við öryggisrofa á örbylgjuofnum er því stórhættulegt. Skoðið einnig skyld svör:
Er hægt að hafa örbylgjuofn í gangi með opnar dyr, og ef svo er, hvað myndi gerast?
Útgáfudagur
17.5.2005
Spyrjandi
Gísli Már Sigurjónsson
Ólafur Heiðar Helgason
Tilvísun
Ari Ólafsson. „Er hægt að hafa örbylgjuofn í gangi með opnar dyr, og ef svo er, hvað myndi gerast?“ Vísindavefurinn, 17. maí 2005, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5002.
Ari Ólafsson. (2005, 17. maí). Er hægt að hafa örbylgjuofn í gangi með opnar dyr, og ef svo er, hvað myndi gerast? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5002
Ari Ólafsson. „Er hægt að hafa örbylgjuofn í gangi með opnar dyr, og ef svo er, hvað myndi gerast?“ Vísindavefurinn. 17. maí. 2005. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5002>.