Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hafa komið fram nýjar niðurstöður um eldun á mat í örbylgjuofnum?

Jónína Guðjónsdóttir

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Hafa komið fram aðrar niðurstöður varðandi eldun á mat í örbylgjuofnum frá því þessi grein var skrifuð árið 2000?

Ef átt er við hvort eitthvað nýtt hafi komið fram getur svarið ekki verið annað en: „Já“ - einfaldlega vegna þess að margir vísindamenn hafa áhuga á notkun rafsegulbylgna og enn fleiri hafa áhuga á gæðum næringar.

Einföld leit í gagnasafninu Scopus að greinum sem innihalda orðin örbylgjuofn og matur (á ensku) sýnir um 30 birtar vísindagreinar á ári undanfarin ár.

Flestar þessara greina fjalla um áhrif hitunar í örbylgjuofni á ákveðnar fæðutegundir eða rannsóknir á því hvaða eldunaraðferðir reynast best. Rannsóknir á mögulegri skaðsemi fyrir notendur ofnanna og neytendur matarins eru ekki áberandi.

Flestar nýlegar greinar um örbylgjuofn og mat fjalla um áhrif hitunar á ákveðnar fæðutegundir eða rannsóknir á því hvaða eldunaraðferðir reynast best.

Greinar um mat í örbylgjuofnum eru reyndar ekki margar samanborið við fjöldann sem kemur upp ef leitað er að krabbamein og reykingar í sama gagnasafni; þá finnast að jafnaði 3750 birtar greinar á ári undanfarin fimm ár.

Við þau svör sem fyrir eru á Vísindavefnum um örbylgjuofna er litlu að bæta en þó má ítreka eftirfarandi:
  • Aðeins ætti að nota ílát sem eru ætluð til hitunar í örbylgjuofni
  • Varast skal að ofhita vatn í örbylgjuofni, slíkt hefur valdið alvarlegum brunasárum[1][2]

Tilvísanir:
  1. ^ 5 Tips for Using Your Microwave Oven Safely. (Sótt 5.09.2017).
  2. ^ WHO - Electromagnetic fields & public health: Microwave ovens. (Sótt 5.09.2017).

Mynd:

Höfundur

Jónína Guðjónsdóttir

lektor í geislafræði

Útgáfudagur

15.9.2017

Spyrjandi

Erla Magnúsdóttir

Tilvísun

Jónína Guðjónsdóttir. „Hafa komið fram nýjar niðurstöður um eldun á mat í örbylgjuofnum?“ Vísindavefurinn, 15. september 2017, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=73340.

Jónína Guðjónsdóttir. (2017, 15. september). Hafa komið fram nýjar niðurstöður um eldun á mat í örbylgjuofnum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=73340

Jónína Guðjónsdóttir. „Hafa komið fram nýjar niðurstöður um eldun á mat í örbylgjuofnum?“ Vísindavefurinn. 15. sep. 2017. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=73340>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hafa komið fram nýjar niðurstöður um eldun á mat í örbylgjuofnum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Hafa komið fram aðrar niðurstöður varðandi eldun á mat í örbylgjuofnum frá því þessi grein var skrifuð árið 2000?

Ef átt er við hvort eitthvað nýtt hafi komið fram getur svarið ekki verið annað en: „Já“ - einfaldlega vegna þess að margir vísindamenn hafa áhuga á notkun rafsegulbylgna og enn fleiri hafa áhuga á gæðum næringar.

Einföld leit í gagnasafninu Scopus að greinum sem innihalda orðin örbylgjuofn og matur (á ensku) sýnir um 30 birtar vísindagreinar á ári undanfarin ár.

Flestar þessara greina fjalla um áhrif hitunar í örbylgjuofni á ákveðnar fæðutegundir eða rannsóknir á því hvaða eldunaraðferðir reynast best. Rannsóknir á mögulegri skaðsemi fyrir notendur ofnanna og neytendur matarins eru ekki áberandi.

Flestar nýlegar greinar um örbylgjuofn og mat fjalla um áhrif hitunar á ákveðnar fæðutegundir eða rannsóknir á því hvaða eldunaraðferðir reynast best.

Greinar um mat í örbylgjuofnum eru reyndar ekki margar samanborið við fjöldann sem kemur upp ef leitað er að krabbamein og reykingar í sama gagnasafni; þá finnast að jafnaði 3750 birtar greinar á ári undanfarin fimm ár.

Við þau svör sem fyrir eru á Vísindavefnum um örbylgjuofna er litlu að bæta en þó má ítreka eftirfarandi:
  • Aðeins ætti að nota ílát sem eru ætluð til hitunar í örbylgjuofni
  • Varast skal að ofhita vatn í örbylgjuofni, slíkt hefur valdið alvarlegum brunasárum[1][2]

Tilvísanir:
  1. ^ 5 Tips for Using Your Microwave Oven Safely. (Sótt 5.09.2017).
  2. ^ WHO - Electromagnetic fields & public health: Microwave ovens. (Sótt 5.09.2017).

Mynd:

...