Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða áhrif hafa örbylgjur í örbylgjuofnum á mat?

JGÞ

Örbylgjur eru rafsegulbylgjur, rétt eins og sýnilegt ljós. Munurinn felst í því að bylgjulengd örbylgna er lengri en sýnilegs ljóss og tíðni þeirra er lægri.

Örbylgjuofnar nota örbylgjur til hitunar. Orkuskammtarnir í örbylgjuofni hafa litla orku en fjöldi skammtanna er mjög mikill (100-800 W). Orkuskammtarnir í örbylgjum ná ekki að rjúfa efnatengi sameinda, eins og til dæmis erfðaefnis. Öðru máli gegnir um útfjólubláa geislun eða geislun með hærri tíðni. Hún getur rofið efnatengi og haft þannig bæði slæm og góð áhrif á líkamann. Mannslíkaminn nýtir þess háttar geislun til dæmis til að framleiða D-vítamín.


Örbylgjur í örbylgjuofni örva snúning vatnssameinda.

Orkuskammtar örbylgjuofnsins nægja hins vegar vel til þess að örva snúning vatnssameinda. Kraftar frá öðrum sameindum í matnum sem verka einnig á vatnið, verða til þess að orka tapast frá snúningnum til umhverfisins. Þannig hitar orkuflæði örbylgjugeisla matinn á skömmum tíma. Örbylgjurnar hita líka sykur og fitu en áhrifin eru mest á vatn.

Áhrif örbylgna á mat eru þess vegna þau að hann hitnar vegna snúnings vatnssameinda í fæðunni. Örbylgjur hafa ekki önnur áhrif á mat, þær ná ekki að rjúfa efnatengi sameinda.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

8.11.2011

Spyrjandi

Hulda Ómarsdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Hvaða áhrif hafa örbylgjur í örbylgjuofnum á mat?“ Vísindavefurinn, 8. nóvember 2011, sótt 24. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61018.

JGÞ. (2011, 8. nóvember). Hvaða áhrif hafa örbylgjur í örbylgjuofnum á mat? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61018

JGÞ. „Hvaða áhrif hafa örbylgjur í örbylgjuofnum á mat?“ Vísindavefurinn. 8. nóv. 2011. Vefsíða. 24. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61018>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða áhrif hafa örbylgjur í örbylgjuofnum á mat?
Örbylgjur eru rafsegulbylgjur, rétt eins og sýnilegt ljós. Munurinn felst í því að bylgjulengd örbylgna er lengri en sýnilegs ljóss og tíðni þeirra er lægri.

Örbylgjuofnar nota örbylgjur til hitunar. Orkuskammtarnir í örbylgjuofni hafa litla orku en fjöldi skammtanna er mjög mikill (100-800 W). Orkuskammtarnir í örbylgjum ná ekki að rjúfa efnatengi sameinda, eins og til dæmis erfðaefnis. Öðru máli gegnir um útfjólubláa geislun eða geislun með hærri tíðni. Hún getur rofið efnatengi og haft þannig bæði slæm og góð áhrif á líkamann. Mannslíkaminn nýtir þess háttar geislun til dæmis til að framleiða D-vítamín.


Örbylgjur í örbylgjuofni örva snúning vatnssameinda.

Orkuskammtar örbylgjuofnsins nægja hins vegar vel til þess að örva snúning vatnssameinda. Kraftar frá öðrum sameindum í matnum sem verka einnig á vatnið, verða til þess að orka tapast frá snúningnum til umhverfisins. Þannig hitar orkuflæði örbylgjugeisla matinn á skömmum tíma. Örbylgjurnar hita líka sykur og fitu en áhrifin eru mest á vatn.

Áhrif örbylgna á mat eru þess vegna þau að hann hitnar vegna snúnings vatnssameinda í fæðunni. Örbylgjur hafa ekki önnur áhrif á mat, þær ná ekki að rjúfa efnatengi sameinda.

Mynd:...