Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað verður um agnirnar frá rafskautinu í örbylgjuofninum, eftir að þær hafa náð ofsahraða og hitað upp vatnssameindirnar í fæðunni? Borðum við þær, eru þær hættulegar?

Það er ekki rétt skilið hjá spyrjanda að örbylgjuofnar hiti fæðu með ögnum heldur fer hitunin fram með bylgjum, eins og kemur fram í svari Bryndísar Evu Birgisdóttur og Jóhönnu Eyrúnar Torfadóttur við spurningunni Hver er rökstuðningur þeirra sem segja að örbylgjuofn sé mjög skaðlegur? . Vatnið í matnum hitnar af því að þessar bylgjur reyna sitt á hvað að snúa vatnssameindunum upp og niður. Við þessa sífelldu hreyfingu hitnar vatnið, og þar með maturinn allur, vegna þess að varmi er ekkert annað en hreyfiorka sameindanna eins og kemur fram í svari á Vísindavefnum við spurningunni Hiti og kuldi hafa áhrif á frumefnin. En hvað er hiti og kuldi?. Það eina sem fer úr ofninum í matinn sem verið er að hita er því orkan sem samsvarar auknum varma matarins. En það var nú einmitt tilgangurinn með að stinga matnum í ofninn.


Örbylgjuofnar hita matvæli ekki með ögnum, heldur með örbylgjum líkt og nafnið gefur til kynna.

Lýsing spyrjanda á ögnum sem koma frá rafskauti og ná miklum hraða á sem sagt ekki við um örbylgjuofn. Hún á hins vegar ágætlega við um svokallaða bakskautslampa (cathode ray tube, CRT) sem eru til dæmis bæði í sjónvarpstækjum og í tölvum. En rafeindirnar inni í þeim eru í lofttæmdu glerhylki og sem betur fer er ógerningur að koma matvælum þangað inn nema eyðileggja sjálft tækið um leið!

Mynd:

Útgáfudagur

14.8.2000

Spyrjandi

Stefán Ingi Hermannsson

Höfundar

sérfræðingur á Stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Tilvísun

SIV og ÞV. „Hvað verður um agnirnar frá rafskautinu í örbylgjuofninum, eftir að þær hafa náð ofsahraða og hitað upp vatnssameindirnar í fæðunni? Borðum við þær, eru þær hættulegar?“ Vísindavefurinn, 14. ágúst 2000. Sótt 14. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=786.

SIV og ÞV. (2000, 14. ágúst). Hvað verður um agnirnar frá rafskautinu í örbylgjuofninum, eftir að þær hafa náð ofsahraða og hitað upp vatnssameindirnar í fæðunni? Borðum við þær, eru þær hættulegar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=786

SIV og ÞV. „Hvað verður um agnirnar frá rafskautinu í örbylgjuofninum, eftir að þær hafa náð ofsahraða og hitað upp vatnssameindirnar í fæðunni? Borðum við þær, eru þær hættulegar?“ Vísindavefurinn. 14. ágú. 2000. Vefsíða. 14. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=786>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ólöf Guðný Geirsdóttir

1968

Ólöf Guðný Geirsdóttir er dósent í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild HÍ. Meginviðfangsefni hennar eru næringarástand aldraðra ásamt rannsóknum á áhrifum næringar á farsæla öldrun.