Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hiti og kuldi hafa áhrif á frumefnin. En hvað eru hiti og kuldi?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Hiti í efni tengist hreyfingu smæstu efniseinda, til dæmis sameinda, frumeinda eða rafeinda. Því meiri sem hraðinn og hreyfiorkan eru að meðaltali, þeim mun meiri er hitinn. Kuldi er hins vegar í rauninni ekkert annað en skortur á hita!

Orkan sem tengist hitanum og hreyfingu efniseindanna kallast varmi. Varmi hefur alltaf tilhneigingu til að flytjast frá heitari stað til kaldari þannig að hitamunur jafnist út. Varmastraumurinn er þeim mun meiri sem hitamunurinn er meiri.

Þegar við komum út í kalt loft streymir varmi frá okkur út í loftið af því að við erum heitari en það; það er kaldara en við. Þetta varmastreymi er þeim mun meira sem hitamunurinn er meiri. Þegar við snertum heitan hlut streymir varmi frá honum til okkar. Ef við snertum kaldan hlut streymir varmi frá okkur inn í hlutinn. Streymishraðinn getur þá farið eftir gerð hlutarins. Ef hann leiðir vel varma sem kallað er, til dæmis ef hann er úr málmi, þá streymir varmi mjög ört frá okkur inn í hlutinn og okkur finnst hann kaldari en ella. Þetta getur meira að segja orðið svo ört að hluti af húðinni sitji eftir á hlutnum!

Mynd:

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

13.5.2000

Spyrjandi

Sigrún Svafa Ólafsdóttir

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hiti og kuldi hafa áhrif á frumefnin. En hvað eru hiti og kuldi?“ Vísindavefurinn, 13. maí 2000, sótt 8. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=423.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 13. maí). Hiti og kuldi hafa áhrif á frumefnin. En hvað eru hiti og kuldi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=423

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hiti og kuldi hafa áhrif á frumefnin. En hvað eru hiti og kuldi?“ Vísindavefurinn. 13. maí. 2000. Vefsíða. 8. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=423>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hiti og kuldi hafa áhrif á frumefnin. En hvað eru hiti og kuldi?
Hiti í efni tengist hreyfingu smæstu efniseinda, til dæmis sameinda, frumeinda eða rafeinda. Því meiri sem hraðinn og hreyfiorkan eru að meðaltali, þeim mun meiri er hitinn. Kuldi er hins vegar í rauninni ekkert annað en skortur á hita!

Orkan sem tengist hitanum og hreyfingu efniseindanna kallast varmi. Varmi hefur alltaf tilhneigingu til að flytjast frá heitari stað til kaldari þannig að hitamunur jafnist út. Varmastraumurinn er þeim mun meiri sem hitamunurinn er meiri.

Þegar við komum út í kalt loft streymir varmi frá okkur út í loftið af því að við erum heitari en það; það er kaldara en við. Þetta varmastreymi er þeim mun meira sem hitamunurinn er meiri. Þegar við snertum heitan hlut streymir varmi frá honum til okkar. Ef við snertum kaldan hlut streymir varmi frá okkur inn í hlutinn. Streymishraðinn getur þá farið eftir gerð hlutarins. Ef hann leiðir vel varma sem kallað er, til dæmis ef hann er úr málmi, þá streymir varmi mjög ört frá okkur inn í hlutinn og okkur finnst hann kaldari en ella. Þetta getur meira að segja orðið svo ört að hluti af húðinni sitji eftir á hlutnum!

Mynd: