Þegar við komum út í kalt loft streymir varmi frá okkur út í loftið af því að við erum heitari en það; það er kaldara en við. Þetta varmastreymi er þeim mun meira sem hitamunurinn er meiri. Þegar við snertum heitan hlut streymir varmi frá honum til okkar. Ef við snertum kaldan hlut streymir varmi frá okkur inn í hlutinn. Streymishraðinn getur þá farið eftir gerð hlutarins. Ef hann leiðir vel varma sem kallað er, til dæmis ef hann er úr málmi, þá streymir varmi mjög ört frá okkur inn í hlutinn og okkur finnst hann kaldari en ella. Þetta getur meira að segja orðið svo ört að hluti af húðinni sitji eftir á hlutnum!
Mynd:- Discovery Channel. Sótt 28. 6. 2011.