Sólin Sólin Rís 09:01 • sest 18:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:45 • Sest 16:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:04 • Síðdegis: 18:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:19 • Síðdegis: 24:26 í Reykjavík

Hvenær verða Íslendingar ein milljón?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Aðrir spyrjendur eru: Sigurður Snæbjörnsson, Anton Guðmundsson, Sigurjón Jóhannsson, Pétur Már Egilsson og Ragnar Jensson.

Eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað munu margir búa á jörðinni árið 2050? eru notaðar svokallaðar mannfjöldaspár til þess að áætla hversu margir muni búa á tilteknu svæði, landi, heimsálfu eða heiminum öllum á næstu árum og áratugum. Í þessum spám er gengið út frá ákveðnum forsendum um frjósemi, meðalævi og búferlaflutninga.

Á heimasíðu Hagstofu Íslands er hægt að sjá mannfjöldaspá fyrir Ísland til ársins 2045. Samkvæmt þeirri spá mun Íslendingum halda áfram að fjölga eins langt og spáin nær og verða þeir orðnir rúmlega 353.000 árið 2045. Hins vegar er talið að hægja muni á fjölguninni eftir því sem á líður eins og glöggt má sjá á meðfylgjandi mynd.Mannfjöldaspá fyrir Ísland 2005-2045.

Til þess að íbúafjöldi haldist í jafnvægi þarf hver kona að meðaltali að eignast 2,1 barn, það er að segja ef ekki er tekið tillit til búferlaflutninga. Á 6. áratugnum eignuðust íslenskar konur að meðaltali tæplega 4 börn en í dag er þessi tala rétt innan við 2 börn á konu og talið að hún eigi enn eftir að lækka.

Það verður að teljast harla ólíklegt að Íslendingar nái því að verða 1 milljón talsins í fyrirsjáanlegri framtíð. Til þess að svo megi verða þarf eitthvað stórkostlegt að breytast, annað hvort að búferlaflutningar til landsins stór aukist, frjósemi landsmanna rjúki upp úr öllu valdi eða meðalævilengd aukist mjög mikið. Líklega þyrftu allir þessir þrír þættir að fara saman til þess að þjóðinni fjölgaði um þau 700.000 sem nú vantar upp á til að ná 1 milljón en það mundi þó varla duga til.

Líklegra er að þróunin hér á landi verði sú sama og í flestum öðrum Evrópulöndum þar sem langtímaspár gera ráð fyrir að íbúum muni fækka frekar en fjölga og er minni frjósemi megin ástæða þess.

Heimild: Hagstofa Íslands

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

21.9.2005

Spyrjandi

Halldór Berg Harðarson

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvenær verða Íslendingar ein milljón?“ Vísindavefurinn, 21. september 2005. Sótt 22. febrúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=5279.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2005, 21. september). Hvenær verða Íslendingar ein milljón? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5279

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvenær verða Íslendingar ein milljón?“ Vísindavefurinn. 21. sep. 2005. Vefsíða. 22. feb. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5279>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær verða Íslendingar ein milljón?
Aðrir spyrjendur eru: Sigurður Snæbjörnsson, Anton Guðmundsson, Sigurjón Jóhannsson, Pétur Már Egilsson og Ragnar Jensson.

Eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað munu margir búa á jörðinni árið 2050? eru notaðar svokallaðar mannfjöldaspár til þess að áætla hversu margir muni búa á tilteknu svæði, landi, heimsálfu eða heiminum öllum á næstu árum og áratugum. Í þessum spám er gengið út frá ákveðnum forsendum um frjósemi, meðalævi og búferlaflutninga.

Á heimasíðu Hagstofu Íslands er hægt að sjá mannfjöldaspá fyrir Ísland til ársins 2045. Samkvæmt þeirri spá mun Íslendingum halda áfram að fjölga eins langt og spáin nær og verða þeir orðnir rúmlega 353.000 árið 2045. Hins vegar er talið að hægja muni á fjölguninni eftir því sem á líður eins og glöggt má sjá á meðfylgjandi mynd.Mannfjöldaspá fyrir Ísland 2005-2045.

Til þess að íbúafjöldi haldist í jafnvægi þarf hver kona að meðaltali að eignast 2,1 barn, það er að segja ef ekki er tekið tillit til búferlaflutninga. Á 6. áratugnum eignuðust íslenskar konur að meðaltali tæplega 4 börn en í dag er þessi tala rétt innan við 2 börn á konu og talið að hún eigi enn eftir að lækka.

Það verður að teljast harla ólíklegt að Íslendingar nái því að verða 1 milljón talsins í fyrirsjáanlegri framtíð. Til þess að svo megi verða þarf eitthvað stórkostlegt að breytast, annað hvort að búferlaflutningar til landsins stór aukist, frjósemi landsmanna rjúki upp úr öllu valdi eða meðalævilengd aukist mjög mikið. Líklega þyrftu allir þessir þrír þættir að fara saman til þess að þjóðinni fjölgaði um þau 700.000 sem nú vantar upp á til að ná 1 milljón en það mundi þó varla duga til.

Líklegra er að þróunin hér á landi verði sú sama og í flestum öðrum Evrópulöndum þar sem langtímaspár gera ráð fyrir að íbúum muni fækka frekar en fjölga og er minni frjósemi megin ástæða þess.

Heimild: Hagstofa Íslands

...