Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er verðtrygging lána lögleg í Evrópusambandinu?

Gylfi Magnússon

Lagalega er ekkert því til fyrirstöðu að verðtryggja lán eða skuldabréf í löndum Evrópusambandsins. Það er hins vegar ekki reglan. Algengara er að lán séu eingöngu með nafnvöxtum, stundum föstum og stundum breytilegum. Verðtryggð lán þekkjast þó í mörgum löndum. Sum ríkja Evrópusambandsins hafa til dæmis gefið út verðtryggð ríkisskuldabréf. Það sama má segja um ýmis lönd utan Evrópusambandsins, svo sem Bandaríkin.


Lagalega er ekkert því til fyrirstöðu að verðtryggja lán eða skuldabréf í löndum Evrópusambandsins. Það er hins vegar ekki reglan.

Verðtrygging er algengust í löndum sem styðjast við veikan gjaldmiðil og þar sem mikil óvissa er talin um þróun verðlags. Við þau skilyrði er ólíklegt að mikill áhugi sé á að gera langtímasamninga í viðkomandi mynt án verðtryggingar. Í löndum sem styðjast við sterka gjaldmiðla og hafa langa sögu um nokkuð góðan árangur í baráttu við verðbólgu er hins vegar algengt að gerðir séu langtímasamningar í viðkomandi mynt, jafnvel með föstum vöxtum.

Breytilegir vextir geta að einhverju marki komið í stað verðtryggingar. Þá breytast nafnvextirnir með verðbólgunni, þeir eru háir þegar hún er mikil en lækka ef dregur úr verðbólgu. Slík lán hafa þó fáa kosti umfram verðtryggð lán en ýmsa ókosti, meðal annars þann að vaxtagreiðslur geta sveiflast mjög mikið.

Þetta svar er í nánari athugun hjá Evrópuvefnum vegna þess að viðhorf hafa ef til vill breyst frá því að það var skrifað.

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

28.11.2008

Spyrjandi

Snorri Halldórsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Er verðtrygging lána lögleg í Evrópusambandinu?“ Vísindavefurinn, 28. nóvember 2008, sótt 23. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50048.

Gylfi Magnússon. (2008, 28. nóvember). Er verðtrygging lána lögleg í Evrópusambandinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50048

Gylfi Magnússon. „Er verðtrygging lána lögleg í Evrópusambandinu?“ Vísindavefurinn. 28. nóv. 2008. Vefsíða. 23. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50048>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er verðtrygging lána lögleg í Evrópusambandinu?
Lagalega er ekkert því til fyrirstöðu að verðtryggja lán eða skuldabréf í löndum Evrópusambandsins. Það er hins vegar ekki reglan. Algengara er að lán séu eingöngu með nafnvöxtum, stundum föstum og stundum breytilegum. Verðtryggð lán þekkjast þó í mörgum löndum. Sum ríkja Evrópusambandsins hafa til dæmis gefið út verðtryggð ríkisskuldabréf. Það sama má segja um ýmis lönd utan Evrópusambandsins, svo sem Bandaríkin.


Lagalega er ekkert því til fyrirstöðu að verðtryggja lán eða skuldabréf í löndum Evrópusambandsins. Það er hins vegar ekki reglan.

Verðtrygging er algengust í löndum sem styðjast við veikan gjaldmiðil og þar sem mikil óvissa er talin um þróun verðlags. Við þau skilyrði er ólíklegt að mikill áhugi sé á að gera langtímasamninga í viðkomandi mynt án verðtryggingar. Í löndum sem styðjast við sterka gjaldmiðla og hafa langa sögu um nokkuð góðan árangur í baráttu við verðbólgu er hins vegar algengt að gerðir séu langtímasamningar í viðkomandi mynt, jafnvel með föstum vöxtum.

Breytilegir vextir geta að einhverju marki komið í stað verðtryggingar. Þá breytast nafnvextirnir með verðbólgunni, þeir eru háir þegar hún er mikil en lækka ef dregur úr verðbólgu. Slík lán hafa þó fáa kosti umfram verðtryggð lán en ýmsa ókosti, meðal annars þann að vaxtagreiðslur geta sveiflast mjög mikið.

Þetta svar er í nánari athugun hjá Evrópuvefnum vegna þess að viðhorf hafa ef til vill breyst frá því að það var skrifað.

Mynd:...