Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvers konar bústólpi getur bóndi verið?

Guðrún Kvaran

Orðið bústólpi merkir ‘stoð og stytta búsins’ og er þá bæði átt við menn og skepnur. Orðið stólpi merkir ‘stoð, stöpull’, stólpinn er það sem heldur einhverju uppi. Bóndinn stýrir búinu, er stoðin sem allt hvílir á. Þannig er hann stólpi búsins. Í elsta dæmi Orðabókar Háskólans frá síðari hluta 18. aldar er það sauðféð sem nefnt er bústólpi landsins þar sem sauðfjárbúskapur var á þeim tíma mikilvægasta atvinnugreinin.

Sauðfé er elsta dæmið um bústólpa hjá Orðabók Háskólans.

Í kvæðinu Alþing hið nýja (1840) eftir Jónas Hallgrímsson er þetta erindi:
Traustir skulu hornsteinar

hárra sala.

Í kili skal kjörviður.

Bóndi er bústólpi –

bú er landstólpi –,

því skal hann virður vel.

Þarna notar Jónas bæði bústólpi og landstólpi. Hann segir bóndann stólpa búsins og búið stólpa landsins, það er það sem landið treystir á. Þess vegna eigi að virða bóndann. Á honum hvíli farsæld landsins.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

15.12.2008

Spyrjandi

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers konar bústólpi getur bóndi verið?“ Vísindavefurinn, 15. desember 2008. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=50051.

Guðrún Kvaran. (2008, 15. desember). Hvers konar bústólpi getur bóndi verið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=50051

Guðrún Kvaran. „Hvers konar bústólpi getur bóndi verið?“ Vísindavefurinn. 15. des. 2008. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=50051>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers konar bústólpi getur bóndi verið?
Orðið bústólpi merkir ‘stoð og stytta búsins’ og er þá bæði átt við menn og skepnur. Orðið stólpi merkir ‘stoð, stöpull’, stólpinn er það sem heldur einhverju uppi. Bóndinn stýrir búinu, er stoðin sem allt hvílir á. Þannig er hann stólpi búsins. Í elsta dæmi Orðabókar Háskólans frá síðari hluta 18. aldar er það sauðféð sem nefnt er bústólpi landsins þar sem sauðfjárbúskapur var á þeim tíma mikilvægasta atvinnugreinin.

Sauðfé er elsta dæmið um bústólpa hjá Orðabók Háskólans.

Í kvæðinu Alþing hið nýja (1840) eftir Jónas Hallgrímsson er þetta erindi:
Traustir skulu hornsteinar

hárra sala.

Í kili skal kjörviður.

Bóndi er bústólpi –

bú er landstólpi –,

því skal hann virður vel.

Þarna notar Jónas bæði bústólpi og landstólpi. Hann segir bóndann stólpa búsins og búið stólpa landsins, það er það sem landið treystir á. Þess vegna eigi að virða bóndann. Á honum hvíli farsæld landsins.

Mynd:...