
Í kvæðinu Alþing hið nýja (1840) eftir Jónas Hallgrímsson er þetta erindi:
Traustir skulu hornsteinar hárra sala. Í kili skal kjörviður. Bóndi er bústólpi – bú er landstólpi –, því skal hann virður vel.Þarna notar Jónas bæði bústólpi og landstólpi. Hann segir bóndann stólpa búsins og búið stólpa landsins, það er það sem landið treystir á. Þess vegna eigi að virða bóndann. Á honum hvíli farsæld landsins. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Mynd: