
Við getum þess vegna svarað spurningunni hér fyrir ofan þannig að sumar kindur virðast vera gáfaðri en aðrar og jafnvel sýna töluverða hæfileika á sviðum sem við mennirnir ráðum lítið við. Önnur dýr virðast einnig vera næm á sams konar hluti, til dæmis eru dæmi um það að dýr hafi veður af jarðskjálfta, en um það er hægt að lesa nánar í svari við spurningunni Geta dýr skynjað jarðskjálfta áður en þeir verða?