Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Eru kindur gáfaðar?

Jón Már Halldórsson og Jón Gunnar Þorsteinsson

Ekki er hægt að svara svona beinskeyttri spurningu nema með því að bera sauðfé saman við aðrar tegundir.

Við getum fullyrt að kindur eru frekar heimskar í samanburði við manninn, en ef við miðum við önnur jórturdýr er ekki gott að segja hvort kindurnar séu eftirbátar þeirra hvað snertir „gáfnafar“ eða „greind“. Ekkert bendir til annars en að sauðfé sé nokkuð svipað að gáfum og skyld dýr eins og nautgripir.



Ýmislegt í máli okkar ber vitni um að menn telji sauðfé ekki til gáfnaljósa, til dæmis segjum við að einhver sé 'algjör sauður' þegar við teljum að hann stigi nú ekki beinlínis í vitið. 'Kindarlegir' eru þeir sem er heimskulegir og af sama tagi eru orðin 'rolulegur' og 'sauðarlegur'. Að vísu myndum við sambærileg orð eftir öðrum jórturdýrum, sumir eru til dæmis 'nautheimskir'.

Um svonefnt forystufé gegnir öðru máli og ýmislegt í hegðun þeirra ber merki þess að dýrin séu "gáfaðri" en annað sauðfé.

Tveir eiginleikar forystufjár eru markverðastir. Annars vegar vilji þess til að vera í forystu í fjárhópnum og ryðja þannig brautina í vondum veðrum og ófærð. Hins vegar virðist forystufé hafa hæfileika umfram annað sauðfé til að spá fyrir um veður, margar frásagnir eru til um það að forystufé hafi til dæmis ekki viljað yfirgefa fjárhús þegar von var á slæmu veðri.

Þeir sem vilja lesa meira um forystufé er bent á svar við spurningunni Er forystufé alltaf mislitt og hagar það sér öðruvísi en annað fé?

Við getum þess vegna svarað spurningunni hér fyrir ofan þannig að sumar kindur virðast vera gáfaðri en aðrar og jafnvel sýna töluverða hæfileika á sviðum sem við mennirnir ráðum lítið við. Önnur dýr virðast einnig vera næm á sams konar hluti, til dæmis eru dæmi um það að dýr hafi veður af jarðskjálfta, en um það er hægt að lesa nánar í svari við spurningunni Geta dýr skynjað jarðskjálfta áður en þeir verða?

Höfundar

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

27.4.2005

Spyrjandi

Kolbrún Þórarinsdóttir, f. 1993

Tilvísun

Jón Már Halldórsson og Jón Gunnar Þorsteinsson. „Eru kindur gáfaðar? “ Vísindavefurinn, 27. apríl 2005. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4963.

Jón Már Halldórsson og Jón Gunnar Þorsteinsson. (2005, 27. apríl). Eru kindur gáfaðar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4963

Jón Már Halldórsson og Jón Gunnar Þorsteinsson. „Eru kindur gáfaðar? “ Vísindavefurinn. 27. apr. 2005. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4963>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru kindur gáfaðar?
Ekki er hægt að svara svona beinskeyttri spurningu nema með því að bera sauðfé saman við aðrar tegundir.

Við getum fullyrt að kindur eru frekar heimskar í samanburði við manninn, en ef við miðum við önnur jórturdýr er ekki gott að segja hvort kindurnar séu eftirbátar þeirra hvað snertir „gáfnafar“ eða „greind“. Ekkert bendir til annars en að sauðfé sé nokkuð svipað að gáfum og skyld dýr eins og nautgripir.



Ýmislegt í máli okkar ber vitni um að menn telji sauðfé ekki til gáfnaljósa, til dæmis segjum við að einhver sé 'algjör sauður' þegar við teljum að hann stigi nú ekki beinlínis í vitið. 'Kindarlegir' eru þeir sem er heimskulegir og af sama tagi eru orðin 'rolulegur' og 'sauðarlegur'. Að vísu myndum við sambærileg orð eftir öðrum jórturdýrum, sumir eru til dæmis 'nautheimskir'.

Um svonefnt forystufé gegnir öðru máli og ýmislegt í hegðun þeirra ber merki þess að dýrin séu "gáfaðri" en annað sauðfé.

Tveir eiginleikar forystufjár eru markverðastir. Annars vegar vilji þess til að vera í forystu í fjárhópnum og ryðja þannig brautina í vondum veðrum og ófærð. Hins vegar virðist forystufé hafa hæfileika umfram annað sauðfé til að spá fyrir um veður, margar frásagnir eru til um það að forystufé hafi til dæmis ekki viljað yfirgefa fjárhús þegar von var á slæmu veðri.

Þeir sem vilja lesa meira um forystufé er bent á svar við spurningunni Er forystufé alltaf mislitt og hagar það sér öðruvísi en annað fé?

Við getum þess vegna svarað spurningunni hér fyrir ofan þannig að sumar kindur virðast vera gáfaðri en aðrar og jafnvel sýna töluverða hæfileika á sviðum sem við mennirnir ráðum lítið við. Önnur dýr virðast einnig vera næm á sams konar hluti, til dæmis eru dæmi um það að dýr hafi veður af jarðskjálfta, en um það er hægt að lesa nánar í svari við spurningunni Geta dýr skynjað jarðskjálfta áður en þeir verða?
...