Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaða reglur gilda um greiningu atkvæða í íslenskum orðum?

Atkvæði í íslensku inniheldur alltaf eitt sérhljóð og getur að auki haft eitt eða fleiri samhljóð. Eiginlega er atkvæði framburðareining og ef orð er borið fram hægt og skýrt heyrist venjulega hvar atkvæðaskilin eru. Dæmi um orð skipt í atkvæði þar sem bandstrikið sýnir skilin:
á, áll, hlust

ká-pa, slak-na, ges-tur

ves-al-ing-ur, verð-ból-ga

Skipting orðs í atkvæði og skipting orðs milli lína þarf ekki að vera hin sama. Orðunum í fyrstu línunni er ekki hægt að skipta milli lína. Orðunum kápa og slakna er ekki skipt milli lína en gestur skiptist gest-ur. Vesalingur skiptist milli lína ves-alingur, vesal-ingur, vesaling-ur og verðbólga skiptist í verð-bólga.

Frekara lesefni:

Útgáfudagur

12.1.2009

Spyrjandi

Benedikt Guðnason

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða reglur gilda um greiningu atkvæða í íslenskum orðum?“ Vísindavefurinn, 12. janúar 2009. Sótt 16. desember 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=50067.

Guðrún Kvaran. (2009, 12. janúar). Hvaða reglur gilda um greiningu atkvæða í íslenskum orðum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=50067

Guðrún Kvaran. „Hvaða reglur gilda um greiningu atkvæða í íslenskum orðum?“ Vísindavefurinn. 12. jan. 2009. Vefsíða. 16. des. 2018. <http://visindavefur.is/svar.php?id=50067>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Isabel Barrio

1983

Isabel Barrio er dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa beinst að grasbítum og áhrifum þeirra á vistkerfin sem þau búa í.