
Sigurvegari Evróvisjón árið 1998, Dana frá Ísrael.
Ísrael var fyrst með í Evróvisjón árið 1973 og varð þá í 4. sæti. Bestum árangri náði landið árin 1978, 1979 og 1998 þegar það varð í efsta sæti. Auk þess hefur Ísrael tvisvar lent í 2. sæti, árin 1982 og 1983. Það má því segja að lok 8. áratugarins og byrjun þess 9. hafi verið blómatími Ísraels í keppnin. Tyrkir tóku fyrst þátt í söngvakeppninni árið 1975 en árangur þeirra hefur ekki verið eins góður og Ísraela. Þeir geta þó státað af sigri árið 2003. Árið 1997 lentu þeir í 3. sæti, í 4. sæti árið 2004 og í því 9. árið 1986. Þar fyrir utan hafa Tyrkir verið fyrir neðan 10 efstu þjóðir. Marokkóbúar hafa aðeins einu sinni tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva en það var árið 1980 og þeir lentu þá í 18. sæti. Heimildir og mynd: