Sólin Sólin Rís 03:04 • sest 23:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:49 • Sest 12:05 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:35 • Síðdegis: 24:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:26 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaða stafir eru í stafalogni?

Guðrún Kvaran

Þegar talað er um stafalogn er alger vindleysa, ekki bærist hár á höfði. Orðið stafur hefur margs konar merkingu í íslensku en ein af þeim er ‘geisli, sólargeisli’.

Þegar stafalogn er sjást oft ljósrákir á yfirborði vatns eða sjávar frá sólinni, það er stafir, geislastafir, þar sem lítil sem engin hreyfing er á vatninu. Lognið er svo mikið að stafirnir endurspeglast.

Sólstafir eru sólargeislar sem falla í gegnum þröng op á skýjum þannig að þeir sjást vel. Þetta má oft koma auga á þegar sólin er að brjótast fram eftir rigningu. Þar er um að ræða sams konar stafi og stafina í stafalogni.

Mynd: Image Gallery

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

25.5.2005

Spyrjandi

Pétur H.

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða stafir eru í stafalogni?“ Vísindavefurinn, 25. maí 2005. Sótt 10. júní 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=5018.

Guðrún Kvaran. (2005, 25. maí). Hvaða stafir eru í stafalogni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5018

Guðrún Kvaran. „Hvaða stafir eru í stafalogni?“ Vísindavefurinn. 25. maí. 2005. Vefsíða. 10. jún. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5018>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða stafir eru í stafalogni?
Þegar talað er um stafalogn er alger vindleysa, ekki bærist hár á höfði. Orðið stafur hefur margs konar merkingu í íslensku en ein af þeim er ‘geisli, sólargeisli’.

Þegar stafalogn er sjást oft ljósrákir á yfirborði vatns eða sjávar frá sólinni, það er stafir, geislastafir, þar sem lítil sem engin hreyfing er á vatninu. Lognið er svo mikið að stafirnir endurspeglast.

Sólstafir eru sólargeislar sem falla í gegnum þröng op á skýjum þannig að þeir sjást vel. Þetta má oft koma auga á þegar sólin er að brjótast fram eftir rigningu. Þar er um að ræða sams konar stafi og stafina í stafalogni.

Mynd: Image Gallery...