Sólin Sólin Rís 03:50 • sest 23:15 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:12 • Sest 16:16 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:58 • Síðdegis: 24:25 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:43 • Síðdegis: 18:11 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:50 • sest 23:15 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:12 • Sest 16:16 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:58 • Síðdegis: 24:25 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:43 • Síðdegis: 18:11 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða molla er þegar það er lognmolla?

Guðrún Kvaran

Öll spurningin hljóðaði svona:

Ég hef verið að velta fyrir mér orðinu molla, eins og í lognmolla. Hvaðan kemur það og hvað þýðir það?

Nafnorðið molla í merkingunni ‘hlýtt, stillt dumbungsveður, hitasvækja’ þekkist í málinu að minnsta kosti frá því um 1700. Lýsingarorðið mollulegur merkir ‘drungalegur, kæfandi’ og lognmolla ‘lygnt og heitt veður’ en einnig ‘snjór sem fellur í logni’. Hannes Hafstein skáld nefndi lognmollu í einu kvæða sinna (sjá Ritmálssafn Orðabókar Háskólans):

þú [ᴐ: stormur] loftilla, / dátlausa lognmollu hrekur.

Í Íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal (1724–1794), sem hann vann að árum saman en kom þó ekki út fyrr en 1814 með dönskum skýringum Rasmusar Kristjáns Rasks 1814, er gefin merkingin ‘Varme i luften’, það er hlýja í lofti.

Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal (1929–1924) er gefin fyrrgreind merking en síðan merkingin ‘Slöjhed’ (lasleiki), það er einhver m. í mjer’ (1920–1924:556).

Einnig er til sögnin að molla sem merkir ‘malla, sjóða hægt; vinna með hangandi hendi’ (Íslensk orðabók 2002:1012).

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:631) er molla talið skylt nafnorðinu mulla ‘logndrífa, lausamjöll’ og sögninni að malla ‘sjóða hægt’.

Heimildir og mynd:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Björn Halldórsson. 1814. Lexicon Islandico-Latino Danicum Vol. II. Havniæ.
  • Íslensk orðabók. M-Ö. Þriðja útgáfa 2002. Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Sótt 24. maí 2025).
  • Sigfús Blöndal. 1920–1924. Íslensk-dönsk orðabók. Reykjavík.
  • Yfirlitsmynd: Jackie. (2008, 7. júní). Hazy, Hot and Humid. Flickr. Birt undir CC BY-NC-ND 2.0 leyfi. https://www.flickr.com/photos/sis

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

18.7.2025

Spyrjandi

Hrafn Hafdísar Páls

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða molla er þegar það er lognmolla?“ Vísindavefurinn, 18. júlí 2025, sótt 18. júlí 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87854.

Guðrún Kvaran. (2025, 18. júlí). Hvaða molla er þegar það er lognmolla? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87854

Guðrún Kvaran. „Hvaða molla er þegar það er lognmolla?“ Vísindavefurinn. 18. júl. 2025. Vefsíða. 18. júl. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87854>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða molla er þegar það er lognmolla?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Ég hef verið að velta fyrir mér orðinu molla, eins og í lognmolla. Hvaðan kemur það og hvað þýðir það?

Nafnorðið molla í merkingunni ‘hlýtt, stillt dumbungsveður, hitasvækja’ þekkist í málinu að minnsta kosti frá því um 1700. Lýsingarorðið mollulegur merkir ‘drungalegur, kæfandi’ og lognmolla ‘lygnt og heitt veður’ en einnig ‘snjór sem fellur í logni’. Hannes Hafstein skáld nefndi lognmollu í einu kvæða sinna (sjá Ritmálssafn Orðabókar Háskólans):

þú [ᴐ: stormur] loftilla, / dátlausa lognmollu hrekur.

Í Íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal (1724–1794), sem hann vann að árum saman en kom þó ekki út fyrr en 1814 með dönskum skýringum Rasmusar Kristjáns Rasks 1814, er gefin merkingin ‘Varme i luften’, það er hlýja í lofti.

Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal (1929–1924) er gefin fyrrgreind merking en síðan merkingin ‘Slöjhed’ (lasleiki), það er einhver m. í mjer’ (1920–1924:556).

Einnig er til sögnin að molla sem merkir ‘malla, sjóða hægt; vinna með hangandi hendi’ (Íslensk orðabók 2002:1012).

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:631) er molla talið skylt nafnorðinu mulla ‘logndrífa, lausamjöll’ og sögninni að malla ‘sjóða hægt’.

Heimildir og mynd:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Björn Halldórsson. 1814. Lexicon Islandico-Latino Danicum Vol. II. Havniæ.
  • Íslensk orðabók. M-Ö. Þriðja útgáfa 2002. Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Sótt 24. maí 2025).
  • Sigfús Blöndal. 1920–1924. Íslensk-dönsk orðabók. Reykjavík.
  • Yfirlitsmynd: Jackie. (2008, 7. júní). Hazy, Hot and Humid. Flickr. Birt undir CC BY-NC-ND 2.0 leyfi. https://www.flickr.com/photos/sis
...